-
ADDI Novel hringprjónarnir eru með upphleypta, hamraða áferð sem er þægilegt að halda á og eykur líkur á því að prjónið verði þéttara. Mælt er sérstaklega með þessum prjónum fyrir þá sem halda laust um prjónana t.d. vegna gigtar. Það eru auknar líkur á því það prjónist jafnar með svona prjónum. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði.
-
Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Höfundur: Sally HardingÚtgefandi: Vaka Helgafell (2024) Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 830 g20 auðveldar uppskriftir – Yfir 100 aðferðir og heklmunstur. Viltu læra að hekla? Þá er Heklað skref fyrir skref rétta bókin fyrir þig! Hér geturðu kynnst öllum grundvallaratriðum í hekli – aðferðum, garni og áhöldum – og hvert skref er vandlega útskýrt til að auðvelda þér að læra rétt handbragð. Uppskriftir og grunnaðferðir í hekli, heklmunstur, festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum. Ómissandi handbók fyrir alla sem langar til að hekla sér eitthvað fallegt.
-
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
Tengdamamma prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Brúnt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.Garn: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Lítil, miðstærð og stór unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
-
Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mmBókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
SILFA armband eða framlenging á hálsmenið. Passar við fjölnota hálsfestina - skart og prjónamál. Á armbandinu er hægt að mæla fínustu og grófustu prjónana; 1,5 mm, 1,75 mm og 12 mm. Armbandið er 21 cm á lengd og fæst með 18 karata gyllingu eða úr hápóleruðu læknastáli. Festin er einnig prjónamál sem mælir 2 – 10mm prjóna, hver hringur er merktur. Eitt lykkjumerki (8mm) með ferskvatnsperlu (10mm) fylgir. 95 cm lengd, hægt að fá framlengingu (sem er líka armband) ef þið viljið lengja festina. Hægt að kaupa aukalega: Lykkjumerki með perlum og lykkjuhring.
-
Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
-
Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum. Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU. Ef uppskriftin er keypt ein og sér veljið þá valkostinn að sækja í Storkinn og við sendum uppskriftina frítt.
-
Afsláttur!Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
-
Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
-
Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
- Lítil (#6025) - 14,5 mm
- Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
- Stór (#6027) - 17 mm
-
Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
-
Holoshimmer er glitþráður úr 60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
-
- Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
- 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
- Framleitt úr umhverfisvænu efni.
- Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
-
Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
-
Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu. Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
-
Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
- 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
- 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
- Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
- Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
-
Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér. Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel. Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð. Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa. Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar. Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með. Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
-
Höfundur: Gréta Sörensen Útgefandi: Forlagið (2021) Mjúkspjalda | 271 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 960 g Prjónabiblían er einstök íslensk uppflettibók um prjóntækni og jafnframt hugmyndavaki fyrir munsturgerð og prjónahönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í fyrri hluta bókarinnar er farið ítarlega yfir öll grunnatriði í prjóni, meðal annars mismunandi aðferðir við að fitja upp, auka út, fella af og ganga frá. Tækni og handbragði við hvers konar prjónaskap, einfaldan og flókinn, er vandlega lýst, hugtök eru útskýrð, kennt að lesa uppskriftir og fjallað um ótal önnur atriði sem gagnlegt er að kunna skil á. Einnig er rætt um garntegundir og ólíka eiginleika þeirra.Í síðari hlutanum eru eitt hundrað útprjónsmunstur sem ættu að geta orðið öllu prjónaáhugafólki óþrjótandi brunnur hugmynda til að hanna og skapa eigin útfærslur. Fjölmargar skýringarmyndir og ljósmyndir prýða bókina og eiga ríkan þátt í að gera hana að ómissandi grundvallarbók fyrir alla sem hafa ánægju af að prjóna. Gréta Sörensen útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og með MFA í textílhönnun frá Konstfack í Svíþjóð árið 1993, með áherslu á prjónahönnun. Hún hefur unnið við hönnun á hand- og vélprjóni og einnig við kennslu.
-
Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: 186 x 236 x 22 mm
Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More
Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu. -
Handunnin garn- eða hnotuvinda úr tré sem getur undið allt að 450 g af garni í fínbands (4ply/fingering) grófleika. Garnvindan er alveg hljóðlaus og hún er hönnuð þannig að snertifletir eru fáir og því er gengur vindingin ljúft og snuðrulaust fyrir sig. Gúmmítappar eru á botninum svo vindan renni ekki til eða rispi borð. Borðfesting fylgir. Fyrirhafnarminna að vinda garn í hnotu í þessari vindu því hver hringur sem snúið er eins og þrír á minni garnvindum. Hægt að kaupa auka gúmmíreim ef á þarf að halda.
-
Stuttu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermar á ungbarnapeysur. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 20 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjónn er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 15 cm langir.
-
Eco Vita Hemp útsaumsefni frá DMC Hampur er náttúrulegt vefjarefni úr jurtaríkinu og hentar vel í útsaumsefni. Áferðin líkist líni/hör. Fáanlegt í fjórum litum og hver bútur er 38,1 x 45,7 cm. Þetta er þéttofið efni og hentar vel frjálsan útsaum og flos. Frábært að sauma út með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu.
-
BÓKIN ER Í PÖNTUN EINS OG ER - SENDUM PANTANIR AF STAÐ UM LEIÐ OG BÓKIN BERST AFTUR Í HÚS.
Höfundur: Ieva Ozolina Útgefandi: David & Charles (2024)Mjúkspjalda | 218 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: 210 x 273 x 12,7 mmHundrað uppskriftir af vettlingum, handstúkum og grifflum í anda letttneskrar prjónahefðar. Lettland er þekkt fyrir falleg prjónamynstur og vettlingahefð. Erfiðleikastigið er allt frá einföldu til flókins. Handprjónaðir vettlingar hafa alltaf gegnt mikilvægu hlutverki í menningasögu Lettlands. Þar læra stelpur að prjóna ungar og það er hefð fyrir því að tilvonandi brúður prjóni vettlinga og gefi gestum á brúðkaupsdaginn. Þessi bók endurspeglar þessa fallegu hefð og sýnir að vettlingarnir eiga jafn vel við í dag og áður fyrr. -
Höfundur: Jorid Linvik Útgefandi: Känguru (2016)Harðspjalda | 191 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 890 g | Mál: 197 x 267 x 23 mmVið höfum áður verið með þessa bók á norsku og ensku en hér er hún komin á sænsku. Sama góða vettlingabókin sem hefur slegið öll vinsældarmet og nú á frábæru verði. Jorid Linvik er höfundur nokkurra mjög vinsælla prjónabóka um vettlinga- og sokkaprjón. Þessi bók eru með fjölbreyttum uppskriftum af vettlingum í litríkum og fallegum mynstrum. Alls 45 prjónaverkefni, í stíl Joridar, glaðleg og uppáhald margra, enda metsöluhöfundur í prjónaheiminum. Mikið af góðum myndum, mynsturteikningum og skýringum á aðferðum. Bókin inniheldur: Góðar leiðbeiningar um vettlingaprjón, mynsturteikningar og að auki reiti til að gera þitt eigið mynstur. Margar stærðir bæði á börn og fullorðna. Eitthvað fyrir alla, bæði hefðbundið, rómantískt og nýjar hugmyndir.
-
- Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
- Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg að tá.
- Það fylgir teikning af mynstrinu.
- Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
- Prjónastærð er 2,75 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.