795kr.

Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar.

Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni.

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.

Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.

 

Er á lager

Hönnuður Debbie Bliss

Stærð 66 x 66 cm

Garn

Baby Cashmerino frá Debbie Bliss (50g/125m) eða sambærilegt garn.

5 x 50 g.

Prjónfesta

18 L & 35 umf = 10 cm í mynsurprjóni á 4 mm prjóna eftir þvott og strekkingu.

Prjónar

Sokkaprjónar og hringprjónar 60-80 cm í þeim grófleika sem þarf til að ná prjónfestunni.
Ráðlögð prjónastærð: 4 mm.