Brooklyn Tweed eru þekkt fyrir góðar, vel útfærðar uppskriftir. Vinnulýsingar og mynsturteikningar ítarlegar og margar ljósmyndir. Hér er ein með fallega útprjónuðum vettlingum.
Tvær stærðir / tveir grófleikar af garni.
Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír (16 bls. hefti) og er á ENSKU.
Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst.