1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

STUÐLAHÚFA OG -TREFILL  – KGB 08

Hönnuður: Kristín Brynja

Garn: E-band – 1 x 50 g í allar húfustærðir, 3 x 50 g í trefil

Prjónar: 3 mm hringprjónn 40 cm í húfu og 80 cm í trefil

Stærðir: Ein stærð á trefli, 3 stærðir í húfu

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Er á lager

HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA

Þegar ég var lítil stelpa var ég oft svo heppin að fá að fara með afa mínum og ömmu í útilegu. Afi var mikill náttúruunnandi og voru steinar honum sérlega hugleiknir. Hann átt stórt og myndalegt steinasafn sem hann kom haganlega fyrir kjallaranum í sínum. Stuðlaberg var ein af þeim steintegundum sem afi sýndi mér á ferðalögum um landið og útskýrði hvernig sexstrendir stuðlarnir drógust saman við kólnun þegar bergið myndaðist. Mynstur húfunnar og trefilsins mynda stuðla í mismunandi lengdum, hlutföll sem breytast allt eftir því hvar á líkamanum mynstrið birtist.

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm E-band.
Trefillinn og húfan á myndunum eru prjónuð í lit E 1002 skólesít.

Húfa: E-band allar stærðir 50 g
Trefill: E-band ein stærð 150 g

PRJÓNAR

Húfa: Hringprjónn 3 mm, 40 cm.
Trefill: Prjónar 3 mm, 80 cm

STÆRÐIR:

Húfa
Stærðir: 1 (2) 3
Vídd: 55 (56) 57 cm
Lengd: 26 (28) 30 cm
Trefill
Breidd: 15 cm
Lengd: um 2 m