• Klemmur til að festa saman brúnir á prjónastykkjum sem á að sauma saman. Núna án plasts! Vörurnar frá Cocoknits eru umhverfisvænar. Klemmurnar eru búnar til úr sama náttúrueyðanlega efninu og málböndin og eru í linen (lín) lit. 12 klemmur í poka.
    • Lókamburinn er  12,5 cm x 2,5 cm (samanbrotinn)
    • Lókamburinn er  22,5 cm x 2,5 cm (í fullri lengd)
    Notkun:
    • Rennið kambinum varlega yfir yfirborð prjónlessins í sömu átt. Grípur lausa ló og hnökra.
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
  • Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu.  Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
  • Opin prjónamerki sem auðvelt er að stinga inn í prjónaða (heklaða) lykkju. Merkið gefur aðeins eftir þannig að það hentar fyrir misgróft garn og það tollir á sínum stað á meðan prjónað er. Merkin eru úr nælonhúðuðu stáli og loða við segul. Boxið inniheldur 60 merki; 10 stk. í 6 mismunandi litum.
    • Mælir prjóna frá 2 - 10 mm.
    • Stærð 2,5 cm x 4 cm.
    • Spjöldin haldast á sínum stað með pínulitlum seglum.
    • Búið til úr 100% náttúrueyðanlegu efni og inniheldur ekkert plast.
    • Litaröðin á spjöldunum er tilviljanakennd.
    • Notkun: Snúðu spjaldinu út og mátaðu prjóninn í hvert gat þar til þú funnur réttu stærðina.
    • Ef prjónamálið blotnar þarf að leyfa því að þorna með spjöldin út á þurrum stað í 1-2 sólarhringa (af því þetta er ekki plast!).
  • Prjónamerkin eru búin til úr stáli með gull, silfur eða koparlitaðri húð og festast við segul. Í pakkningunni eru: Stórir hringir  fyrir allt að 10 mm prjóna, litlir hringir fyrir allt að 5,5 mm prjóna og merkikrækjur fyrir allt að 8 mm prjóna. Samtals 54 merki í öskju úr kraftpappír með segulloku.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir minni hringir.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir stærri hringir.
    • 6 gulllitaðar, silfurlitaðar og koparlitaðar merkikrækjur.
  • Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
    • Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Samtals 54 prjónamerki.
  • Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
    • Opnin merki til að merkja umferðir.
    • Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
    • Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
    • Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
    • Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
    Hver tegund: 24 merki, 4 í 6 mismunandi litum, samtals 120 prjónamerki. Hver tegund af merkum kemur í litlum hólkum úr kraftpappír.
  • Þægileg prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Þvermál: 9mm.
  • Inniheldur:
    • 6 kringlótta segla í 6 mildum litum.
  • Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
    • Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
    • Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
    • Tveir litlir, kringlóttir seglar.
    • Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
    • Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
    Stærð: 28 cm x 23 cm (samanbrotið). ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
  • Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við  SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
    • Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
    • Mál:
      • 9 cm x 2 cm
    Valkostir:
    • Tvær segulklemmur
    • Litaval:
      • Colorful
        • Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
      • Neutral
        • Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
      • Earth Tones
        • Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
    • Stikan er  20 cm x 2,5 cm – með 3 innbyggðum seglum
    • Prjónamálið er 25 cm x 3,5 cm – með 4 innbyggðum seglum
    • Mælir prjónastærðir 2 mm – 12 mm (þ.m.t. 2,5mm, 3mm, 7mm og 12mm sem kom ekki fyrir á litla prjónamálinu frá Cocoknits)
    • Framleitt úr 100% efni sem nefnist polylactic acid (PLA), sem er búið til úr trefjum úr jurtaríku og er 100% vistvænt (ekkert plast).
    • PLA efnið er mótað utan um seglana og þ.a.l. er ekkert mengandi lím nota til að festa þá og þeir munu ekki losna!
    Inniheldur:
    • 1 reglustika með seglum
    • 1 prjónamál með seglum
  • Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
    • 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
    • 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
    • Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
    • Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2017) Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 567 g | Mál: 220 x 281 x 15 mm
    Julie Weisenberger hefur að baki 30 ára reynslu í prjónhönnun og prjónkennslu og þetta er hennar fyrsta bók: Cocoknits Sweater Workshop sem inniheldur átta peysuuppskriftir. Hún leggur áherslu á einfaldar peysur prjónaðar ofan frá án sauma.
    Bókin er ekki bara uppskriftabók, heldur er aðferðafræði hennar the Cocoknits Method – prjónakerfi þar sem þú fylgist með framganginum í prjóninu og fyllir út vinnublað á auðveldan og aðgengilegan hátt. Ólíkt flestum hefðbundnum peysuuppskriftum sem ger flöt stykki, þá er hér gert ráð fyrir þrívíðu peysuformi sem lagar sig að efri hluta líkamans og passar vel. Allar peysurnar eru prjónaðar frá hálsmáli. Um leið og lokið er við hálsmálið og axlarstykkið er leikur einn að prjóna það sem eftir er af peysunni. Það er augljós kostur við að prjóna ofan frá; hægt er að máta peysuna til að ákvarða sídd á ermum og bol. Bókin inniheldur einnig leiðbeiningar um hvernig á að velja gott snið miðað við þína líkamsstærð eða lögun m.t.t.  litavals eða litasamsetningar, útprjóni (upphleyptar lykkjur), faldar og sídd og fleira sem skiptir máli. Hægt er að kaupa vinnuhefti fyrir þessa bók og prjónakerfi.
     
  • Sterk taska úr júta með góðum höldum, sem rúmar prjónaverkefnið eða alla peysuumönnunarhlutina frá Cocoknits. Litlar hliðarvasar beggja vegna. Júta er náttúrulegt efni og er 100% endurvinnanlegt og niðurbrjótanlegt. Stærð töskunnar er einmitt hæfileg fyrir garn í heila peysu, grænmeti úr búðinni eða af markaðnum, eða fyrir hvers kyns innkaup. Stærð:
    • 38 cm × 31 cm × 13 cm
     
    • Gluggi yfir tölunum með stækkun
    • Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
    • Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
    • Til að telja umferðir:
      • Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
      • Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
      • Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mm
    SWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
  • Innihald:
    • 6 stk. af þjölum
    Stærð:
    • Hver þjöl: 8  cm x 1,5 cm
    • Pakkning: 10 cm x 9 cm
  • Höfundur: Kerstin Balke Útgefandi: Stackpole Books (2021)
    Mjúkspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 345 g | Mál: 159 x 210 mm Nú geta allir í fjölskyldunni eignast litríka sokka! Höfundurinn Kerstin Balke kemur hér með aðra sokkabók í svipuðum anda og áður, enda sló hin bókin í gegn. Litríkir sokkar með einföldum en fallegum símynstrum sem mörg hver eru þægileg í prjóni. Uppskriftirnar eru fyrir karla, konur og börn. Tuttugu og fimm uppskriftir með tvíbandaprjóni og röndum, litríkir fyrir börnin en í aðeins dempaðri litium fyrir fullorðna. Hver og einn prjónari velur auðvitað sína eigin litasamsetningar. Ef þú ert byrjandi í sokkaprjóni þá er góður kafli með útskýringum um ýmislegt varðandi sokkaprjón.
  • CONTRASTS

    5.995kr.
    Höfundur: Meiju K.P. Útgefandi: Laine Publishing (2021)
    Harðspjalda | 280 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 205 x 270 x 27 mm
    Þessi dásamlega fallega bók frá Meiju P endurspeglar metnaðarfulla prjónhönnun. Allar uppskriftirnar eru með útprjóni; köðlum eða öðru til að gera áferðina skemmtilega í einlitum flíkum. Bókin inniheldur 22 uppskriftir (9 peysur, 5 golftreyjur, 1 slá, 4 sjöl, 3 húfur). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2008)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | 220 x 280 mm  Hér eru 20 falleg bútateppi frá Kaffe Fassett í blómlegu þema. Teppin eru öll mynduð með enska garða sem bakgrunn. Efnin sem eru notuð í teppin eru einstök; hönnuð af Kaffe Fassett sjálfum, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi. Bók sem aðdáendur Kaffe Fassett munu elska.  
  • Afsláttur!

    COVET

    Original price was: 3.495kr..Current price is: 2.796kr..
    Höfundur: Kim Hargreaves Útgefandi: Kim Hargreaves (2019)

    Mjúkspjalda | 68 bls.

    Tungumál: Enska

    Þyngd: 277 g | Mál: 210 x 260 x 7 mm 

    Covet inniheldur tólf uppskriftir eftir hinn velkunna prjónhönnuð Kim Hargreaves fyrir haust og vetur. Klassískar kvenpeysur, elegant gollur, kósípeysur opnar og heilar.

    Rowan garnið sem notað er í þessu hefti:

    Kidsilk HazeAlpaca Classic, Alpaca Soft DK, Brushed Fleece.
     
  • Höfundur: Hikaru Noguchi Útgefandi: Tuttle Publishing (2022)
    Harðspjalda | 104 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 660 g | Mál: 191 x 245 mm
    Áður höfum við verið með bókina Creative Mending eftir sama höfund. Hér sýnir hún okkur hvernig hægt er að lengja líf fatnaðar með skapandi hætti.
  • Höfundur: Esme Crick Útgefandi: David & Charles (2024)
    Mjúkspjalda | 24 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 290 g | Mál: 92  x 147 mm SPJÖLD MEÐ HEKLTÆKNI Learn 52 simple and textural crochet stitches and stitch patterns with this pretty and accessible card deck. In this unique card deck you'll find step-by-step instructions for 52 simple stitches and textural stitch patterns to up your crochet game. Each card shows the finished stitch texture with clear and concise instructions on how to crochet it, attractively designed and all presented in a neat and pretty box. A perfect introduction to crochet for beginners and improvers, this deck showcases a wide range of stitches and stitch patterns in an easy to learn - and to refer back to - format. For more experienced crocheters, the deck is the perfect inspiration tool, making it easy to find a new stitch to incorporate into a project. The cards are robust enough to be tucked into a project bag, making crochet on the go easy and fun. With a handy 24-page booklet providing beginner instructions for all the foundation stitches, the cards in this deck are designed to be taken out into the world, meaning you can learn on the go and making it easy to always have a project at hand. Presented in a wafer sealed box, this Crochet Stitches card deck contains all the information you need to know to get started - just add yarn and hook, and away you go! Author Esme Crick has been pioneering the rediscovery of all the incredible stitches and textures available to the crocheter in her book Mix and Match Modern Crochet Blankets, from which the stitches in this deck have been excerpted. Whether you are a keen crocheter or an absolute beginner, this invaluable deck is your go-to tool for everything you need to start - or continue - your crochet journey.
  • Höfundur: Emma Varnam Útgefandi: Cico Books (2023) Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 276 g | Mál: 208 x 276 Yndisleg dýr til að hekla og fatnaður fyrir þau. Eitthvað annað en fjöldaframleiddu dýrin í búðunum.
    Hekluð dýr og fatnaður á þau. Ótrúlega sæt og krúttleg. Dýrin eru öll í sömu stærð svo hægt að að deila fötunum á milli þeirra. Alls konar dýr - öll með sinn persónuleika og flott föt.  Góðar ljósmyndir af öllu sem gerir vinnuna þægilega, góðar uppskriftir og leiðbeiningar.
    Við mælum heilshugar með bókum eftir Emmu Varnam. Bækur hennar hafa verið mjög vinsælar og selst vel, enda gott að fara eftir þeim.
  • Höfundur: Hélène Le Berre Útgefandi: Search Press (2022)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 420 g | Mál: 216 x 280 mm Accomplished cross stitch designer Hélène Le Berre brings you 14 stunningly beautiful alphabets to embroider. All of the alphabet designs are inspired by natural themes, including birds, animals and flowers. There are comprehensive instructions and stitch charts for each one, plus ideas are provided on how to use the motifs to decorate projects such as a make-up bag, an apron and a tote bag. All of the essential techniques are given at the back of the book, making this delightful collection of embroidered motifs a must-have for beginners as well as more experienced stitchers.
  • Höfundur: Emma Congdon Útgefandi: David & Charles (2022)
    Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 460 g | Mál: 210 x 273 mm Stitch a kinder world with this stunning collection of heartfelt designs from leading cross stitch designer Emma Congdon. Whether it’s a declaration to a soulmate, gratitude for a true friendship or compassion for the whole of humanity, this celebration of love in all its forms will heal your heart, one stitch at a time. Emma's iconic designs are universally loved by her fans who have bought over 50,000 of her patterns on Etsy. This collection features 20 exclusive designs, each with an easy-to-read full colour and symbol chart. Sentiments include: Life is the flower for which love is the honey; We rise by lifting others; Together is my favourite place to be; Your greatness is not what you have but what you give; Be the reason someone smiles today; Be brave my heart, have courage my soul; In a world where you can be anything, be kind. Alongside the designs, Emma shares her thoughts and inspirations for each one, with a detailed materials list and instructions for stitching. Ideal for beginners, the designs range in size from mini hoops to larger scale samplers and they all share Emma's skill with colour, typography and design which have made her one of the world's best-loved cross stitch designers.
  • Höfundur: Emma Varnam Útgefandi: Guild of Master Craftsman Publications Ltd (2016) Mjúkspjalda | 128 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 454 g | Mál: 203 x 254 x 10.16 mm
    Hekluð dýr og fatnaður á þau. Ótrúlega sæt og krúttleg. Dýrin eru öll í sömu stærð svo hægt að að deila fötunum á milli þeirra. Það eru kanínur, mýs, kettir, refir og birnir - allir með sinn persónuleika og flottu föt.  Góðar ljósmyndir af öllu sem gerir vinnuna þægilegar, góðar uppskriftir og leiðbeiningar.
    Við mælum heilshugar með bókum eftir Emmu Varnam. Þessi bók hefur verið mjög vinsæl og selst vel.
    Smellið hér til sjá myndir úr bókinni:  CUTE CROCHETED ANIMAL
  • Höfundur: Emma Varnam Útgefandi: Guild of Master Craftsman Publications Ltd (2021) Mjúkspjalda | 124 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 454 g | Mál: 203 x 254 x 10.16 mm
    Hekluð dýr og fatnaður á þau. Ótrúlega sæt og krúttleg. Dýrin eru öll í sömu stærð svo hægt að að deila fötunum á milli þeirra. Það eru alls konar dýr  - öll með sinn persónuleika og flott föt.  Góðar ljósmyndir af öllu sem gerir vinnuna þægilegar, góðar uppskriftir og leiðbeiningar.
    Við höfum áður verið með aðrar bækur eftir sama höfunda sem hafa verið mjöf vinsælar. Við mælum heilshugar með bókum eftir Emmu Varnam.
  • Höfundur: Hikaru Noguchi Útgefandi: Hawthorn Press (2019)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: 186 x 256 mm Umhverfismálin eru að hafa þau áhrif að við viljum endurhugsa hvernig við nýtum fatnaðinn okkar. Það er aftur orðið göfugt og skynsamlegt að gera við fatnaðinn til að vinna gegn hraðtískunni og sóuninni sem á sér stað.  Viðgerðirnar mega sjást og þess vegna prýða fatnaðinn, skreyta hann um leið og líftíminn er lengdur. Viðgerðirnar gera uppáhaldsflíkina þína enn persónulegri og bjargar henni frá því að verða að landfyllingu. Þetta er fyrsta útgáfan á ensku frá Hikaru Noguchi sem er orðin þekkt í Japan fyrir aðferðir sínar í fataviðgerðum. Nákvæmar vinnulýsingar, skref fyrir skref, svo að m.a.s. byrjendur í saumi geta fylgt þeim.  Ljósmyndirnar endurspegla listræna nálgun hönnuðarins.
    • Grófleiki: Grófband / chunky
    • Innihald: 100% merínóull
    • Lengd/þyngd: 150m/100g
    • Prjónar: 5,5 - 6 mm
    • Prjónfesta: 14 - 16 L og 20 - 22 umferðir á prjóna 5 - 6 mm = 10 x 10cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
    • Grófleiki: Þykkband / worsted / aran
    • Innihald: 100% merínóull
    • Lengd/þyngd: 250m/100g
    • Prjónar: 4 - 5 mm
    • Prjónfesta: 17 - 19 L og 24 - 26 umferðir = 10 x 10 cm
    • Handþvottur
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 70% merínóull/ 30% endurunnin bómull þar af 2%  aðrir endurunnir þræðir
    • Lengd/þyngd: 185m/50g
    • Prjónar: 2,5 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 22-26 L og 34-40 umferðir = 10 x 10 cm
    • Handþvottur
    Vistvæn merínóull og endurunnin bómull, spunnin og lituð í Frakklandi með náttúrulegum litum.
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af peysu á dömur með fléttuköðlum. Fjórar stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman. Í svona peysu er það skynsamlegt því kaðlarnir þyngja hana og hún heldur betur forminu ef það eru saumar á hliðum. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Þetta teppi kemur úr smiðju Debbie Bliss sem er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst FRÍTT. Athugið að þessi uppskrift er líka til í íslenskri þýðingu og heitir DROPI.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af stelpupeysu eftir hana í þremur stærðum á 1, 2 og 3 ára. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af teppi eða værðarvoð úr grófu garni. Auðvelt að aðlaga uppskriftina að fínna garni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af vesti með kaðla- og hnútaprjóni á miðju framstykki. Sjö stærðir. Vestið er prjónað í stykkjum, fram og til baka og saumað saman. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af peysu með köðlum og gataprjóni. Þrjár stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af vesti með kaðla- og gataprjóni. Fimm stærðir. Vestið er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumað saman. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af sokkum með kaðlaprjóni í fjórum stærðum. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af krakkapeysu í mörgum stærðum. Garnið á myndinni er randalitað þannig að kaðallinn sést ekki vel en kæmi betur út í einlitu garni. Kaðallinn á ermunum nær alveg upp að hálsmáli. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman en reyndir prjónarar geta auðveldlega breytt því í hringprjón. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af stórri og grófri kaðlapeysu á dömur. Þrjár stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman, en það er lítið mál að breyta því hringprjón fyrir vana prjónara. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
     
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af peysu með kaflamynstri. Þrjár stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman. Reyndir prjónarar geta mögulega breytt henni í hringprjón. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af þykkri peysu með reitamynstri. Fjórar stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman. Reyndir prjónarar geta mögulega breytt henni í hringprjón. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
Go to Top