• Knit Pro Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.  
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 95% ull og 5% lín (hör)
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 2,5 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 26 lykkjur og 36 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur, kalt vatn
  • CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
  • KATLA

    4.495kr.
    • Grófleiki: Smáband eða léttband / sport eða DK
    • Innihald: 100% íslensk ull
    • Lengd/þyngd: 220m/100g
    • Prjónar: 2–4 mm
    • Prjónfesta: 24-32 L á prjóna 2-4 mm = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
  • Storkskonur eru duglegar að gera uppskriftir endrum og sinnum. Flestar eru klassískar og hægt að prjóna á margar kynslóðir barna. Litavalið sér hvert og eitt ykkar um eftir eigin smekk og e.t.v. tíðaranda.
    STRENGUR Hönnuður/uppskrift: Guðný Benediktsdóttir / Storkurinn Garn: Volare DK 3 (4) 5 (5) x 50g í lit A (á mynd grátt #700) og  1 x 50g í lit M (á karrýgult #285) Prjónar: Hringprjónar 60 cm 3½ og 4 mm, sokkaprjónar 3½ og 4 mm. Stærðir: 1 ( 2) 4 (6) ára
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður.
  • Knit Pro Dreamz HRINGPRJÓNAR

    1.350kr.2.395kr.
    KnitPro DREAMZ hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Dreamz sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Hver grófleiki er í sérstökum lit. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40 cm, 60 cm og 80cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 100% merínóull
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 3 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 25 lykkjur og 36 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
  • Knit Pro Bamboo HRINGPRJÓNAR

    1.295kr.1.595kr.
    KNIT PRO hringprjónar úr bambus sem er deigari en birki og þola því meira átak. Prjónaoddarnir eru léttir og mjúkir viðkomu og samskeyti snúru og prjónaodds slétt. Hægt er að fá sokkaprjóna úr bambus, bæði stutta og langa. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • ADDI Click snúrur er hægt að kaupa stakar í ýmsum lengdum. Athugið að lengdin sem gefin er upp er mæld þegar snúra og oddar eru festir saman og mynda hringprjón. Athugið jafnframt að 40cm og 50cm snúrur er aðeins hægt að nota með stuttum oddum. Addi snúrurnar eru liprar og þægilegar í prjóni.
  • Lykkjustopparar - fást í tveimur stærðum. Minni passar fyrir prjóna 1,5 mm til 5 mm og stærri fyrir 5,5 mm til 10 mm. Í raun er hægt að nota þann stærri fyrir alla grófleika prjóna. Það er gormur inn í sem heldur vel að prjónunum svo að lykkjurnar renni ekki fram af prjónunum. Ómissandi fyrir alla prjónara!
    • Grófleiki: Léttband / DK
    • Innihald: 50% ull, 25% alpakaull, 25% viskós
    • Lengd/þyngd: 175m/50g
    • Prjónar: 3,5-4 mm
    • Prjónfesta: 22-24 lykkjur og 30-32 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
    • Grófleiki: Fisband /Lace
    • Innihald: 60% móhár og 40 % silki
    • Lengd/þyngd: 300 m/25g
    • Prjónar: 3-5 mm
    • Prjónfesta: 22 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
    • Grófleiki:  Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald:  50% ull, 25% silki, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  200m/50g
    • Prjónar:  2,5-3,5 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 42 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Handþvottur við 30°C
  • Mamma prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð: 1,2 x 5,3 cm. Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
    • Grófleiki: Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald: 100% alpakaull
    • Lengd/þyngd: 225m/25g
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 16 - 24 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í köldu vatni
    Bjartir og fallegir litirnir í þessu garni kalla á næsta prjónaverkefni. Er ekki kominn tími á litríka peysu, húfu, sjal eða vettlinga?
  • Eitt skipti – miðvikudagur 26. mars kl. 17:30 - 20 Styttar umferðir er aðferð (til fleiri en ein) til að búa til upphækkun í prjónaðri flík svo að hún passi betur. Algengast er að þetta sér gert hnakkamegin í hálsmáli á peysum, en stundum líka neðan á bol til að síkka bakstykkið eða á ermum. Einnig til að búa til mynsturprjón. Styttar umferðir voru mjög mikið notaðar hér áður fyrr þegar peysur voru gjarnan þröngar, aðsniðnar og áttu að passa vel. Svo kom langt tímabil þegar peysur urðu víðar og einfaldar í sniði og þessi aðferðarfræði gleymdist. Það var ekki hefð fyrir því að prjóna lopapeysur með upphækkun á hnakka, því peysurnar voru einfaldlega teygður í form eftir þvottinn. En nú er öldin önnur, því mjög margar uppskriftir gera ráð fyrir styttum umferðum, aðallega til að móta hálsmálið. Þá skiptir engu hvort peysur eru prjónaðar ofan frá eða neðan frá því þetta snýst um að hafa fallegt, vel sniðið hálsmál svo peysan verði klæðileg.
    Námskeiðslýsing Á þessu örnámskeiði leggjum við áherslu á að skilja tilgang styttra umferða (upphækkunar) og lærum eina til þrjár aðferðir eftir áhuga hvers og eins og hvað tíminn leyfir. Það getur verið gott að kunna fleiri en eina aðferð því verkefnið og garnið getur haft áhrif á hversu vel snúningurinn sést og markmiðið er að hann sjáist sem minnst.
    1. Þýskar styttar umferðir (German Short Rows). Sennilega vinsælasta aðferðin í dag.
    2. Vefja & snúa styttar umferðir (Wrap & Turn Short Rows).  Vel þekkt aðferð og mikið notuð. Gott að kunna því hún sést minnst í garðaprjóni og þar sem mynsturprjón er með brugðnum lykkjum.
    3. Skuggavaf (Shadow Wrap). Nýleg aðferð til að bæta við í prjóntæknibankann.
    Á námskeiðinu eru gerðar prufur í flatprjóni.
    Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
    Hringprjóna 3,5-4 mm 60-80 cm. Nokkrar merkikrækjur. Garn í prufuprjónið er innifalið!
    Kennari: Guðrún Hannele Myndin sýnir Celeste peysurnar frá Petiteknit og þar sést hvernig hálsmálið er hærra að aftan.
  • Knit Pro Symfonie HRINGPRJÓNAR

    1.145kr.1.995kr.
    KNITPRO Symfonie hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40cm, 60cm, 80cm og 100cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Afsláttur!

    RICO Crochet Essentials heklugarn

    Original price was: 595kr..Current price is: 357kr..
    • Grófleiki: Heklgarn nr. 10
    • Innihald: 100% bómull
    • Lengd/þyngd: 260m/50g
    • Heklunál: 1,75 - 2 mm
    • Heklfesta: 37 lykkjur - 17 umferðir = 10 cm
    • Þvottur: Vélþvottur 40°C (60°C fyrir hvítt)
  • 25 cm lengdareining = 675 kr. Metraverð 2.700 kr. TONAL DITZY  er bómullarefni frá Andover í Bretlandi. Efnin eru öll með fíngerðu mynstri og henta því einnig í bakgrunna. Litapallettan er klassísk og falleg og efnin passa vel saman hvert með öðru eða með öðrum efnum. Hver lengdareining er 25 cm x 110 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm. Athugið að það getur verið erfitt að sýna hárétta liti á tölvuskjá eða símaskjá.
    • Grófleiki:  Fínband / 4 ply / fingering
    • Innihald:  90% merínóull og 10 % kasmírull
    • Lengd/þyngd:  180m/25g
    • Prjónar:  2,5-3,5 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
  • Afsláttur!

    Brooklyn Tweed – SHELTER

    Original price was: 2.195kr..Current price is: 1.537kr..
    • Grófleiki: Þykkband / Aran / Worsted
    • Innihald: 100% ull
    • Lengd/þyngd: 128m/50g
    • Prjónar: 4,5 mm
    • Prjónfesta: 17 L á 5,5 mm prjóna, 18 L á 5 mm prjóna og 20 L á 4,5 mm prjóna = 10 cm
    • Handþvottur
  • Seld í stykkjatali. Prjónamerkin er hægt að nota lokuð utan um prjóninn til að merkja stað á milli lykkja. Einnig til að merkja stað í umferð því það er hægt að opna þau og þau haldast vel lokuð.
  • SOAK 375ml er flaska sem dugar í 75+ þvotta. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
  • Þetta er útsaumsgarn úr 100% lífrænni ull. Ullin er lituð með náttúrulegum litum sem eru unnir úr valhnetum, rabbarbara, indigó og eini. Litapallettan er sérlega falleg sem auðveldar val á litum í útsaumsverk. Útsaumgarnið hefur jafna áferð (er ekki misþráða) og er hæfilega snúðlint og hentar því afar vel í alls kyns útsaum, vefnað og fataviðgerðir. Tvinnað garnið er notað eins og það er (ekki hægt að kljúfa). Grófleikinn er u.þ.b. sá sami og 3 þræðir af árórugarni.
    • Woolmark vottað - góð ending, er litekta, dofnar ekki
    • 100% lífræn ull (af fé sem er ekki dindilklippt)
    • 60 náttúrulegir litir í boði
    • Hver dokka er með 16 m
    • Handþvottur við 30°C
Go to Top