• addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
    • Grófleiki:  Fínband / Fingering / 4ply
    • Innihald:  75% extrafine superwash merinó ull, 25% nælon
    • Lengd/þyngd:  400m/100g
    • Prjónar:  2,25 - 2,5 mm
    • Prjónfesta:  28 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
    • Grófleiki:   Léttband / DK
    • Innihald:   70% nýull, 30% alpaka
    • Lengd/þyngd:  125m/50g
    • Prjónar:  4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 67% ull,  23% nylon (vistvænt), 10% hampur
    • Lengd/þyngd: 420m/100g
    • Prjónar: 2 - 3 mm
    • Prjónfesta: 27 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
    • Grófleiki: Smáband /sport
    • Innihald: 100% kasmírull
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 3,5-4,5 mm
    • Prjónfesta: 23-26 lykkjur  = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • SOAK 9oml er flaska með þvottalegi sem dugar í 18+ þvotta. Góð eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK, hafa með sér á ferðalögum eða gleðja einhvern með gjöf. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
  • Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér. Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel. Stærð: 15cm á dýpt  x 29cm breidd x 16,5cm hæð. Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa. Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar. Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með. Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
  • Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
    • 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
    • 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
    • Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
    • Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
  • Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu.  Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
  • Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.  Ef uppskriftin er keypt ein og sér veljið þá valkostinn að sækja í Storkinn og við sendum uppskriftina frítt.
  • Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 80% viskósi, 20% pólýester
    • Lengd/þyngd: 100m/125g
    • Prjónar/heklunál: 2 – 2,5 mm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Þetta teppi kemur úr smiðju Debbie Bliss sem er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst FRÍTT. Athugið að þessi uppskrift er líka til í íslenskri þýðingu og heitir DROPI.  
  • Prjónakrækjur frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 20 stykkjum. Góðar krækjur til að merkja t.d. útaukningar eða úrtökur.
  • SILFA armband eða framlenging á hálsmenið. Passar við fjölnota hálsfestina - skart og prjónamál. Á armbandinu er hægt að mæla fínustu og grófustu prjónana; 1,5 mm, 1,75 mm og 12 mm. Armbandið er 21 cm á lengd og fæst með 18 karata gyllingu eða úr hápóleruðu læknastáli. Festin er einnig prjónamál sem  mælir 2 – 10mm prjóna, hver hringur er merktur. Eitt lykkjumerki (8mm) með ferskvatnsperlu (10mm) fylgir. 95 cm lengd, hægt að fá framlengingu (sem er líka armband) ef þið viljið lengja festina. Hægt að kaupa aukalega: Lykkjumerki með perlum og lykkjuhring.
  • Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mm
    Bókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað.  Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
Go to Top