Verslun

  • Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Höfundur: Sally Harding
    Útgefandi: Vaka Helgafell (2024) Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 830 g
    20 auðveldar uppskriftir – Yfir 100 aðferðir og heklmunstur. Viltu læra að hekla? Þá er Heklað skref fyrir skref rétta bókin fyrir þig! Hér geturðu kynnst öllum grundvallaratriðum í hekli – aðferðum, garni og áhöldum – og hvert skref er vandlega útskýrt til að auðvelda þér að læra rétt handbragð. Uppskriftir og grunnaðferðir í hekli, heklmunstur, festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum. Ómissandi handbók fyrir alla sem langar til að hekla sér eitthvað fallegt.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • Svört teygja fyrir allan almennan saumaskap. Teygjan er flöt, 13 mm á breidd og 3 m á spjaldi.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 100% bómull
    • Lengd/þyngd: 420m/100g
    • Prjónar: 2 - 3 mm
    • Prjónfesta: 28 lykkjur og 44 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Vélþvottur  30°C
  • Tengdamamma prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Brúnt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • SOKKATRÉ

    3.795kr.
    Sokkatré til að strekkja nýprjónaða sokka. Fást í nokkrum stærðum.  
  • Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað.  Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  •  Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.
    Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!
    Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Lítil, miðstærð og stór unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mm
    Bókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • SILFA armband eða framlenging á hálsmenið. Passar við fjölnota hálsfestina - skart og prjónamál. Á armbandinu er hægt að mæla fínustu og grófustu prjónana; 1,5 mm, 1,75 mm og 12 mm. Armbandið er 21 cm á lengd og fæst með 18 karata gyllingu eða úr hápóleruðu læknastáli. Festin er einnig prjónamál sem  mælir 2 – 10mm prjóna, hver hringur er merktur. Eitt lykkjumerki (8mm) með ferskvatnsperlu (10mm) fylgir. 95 cm lengd, hægt að fá framlengingu (sem er líka armband) ef þið viljið lengja festina. Hægt að kaupa aukalega: Lykkjumerki með perlum og lykkjuhring.
  • Prjónakrækjur frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 20 stykkjum. Góðar krækjur til að merkja t.d. útaukningar eða úrtökur.
  • Þetta teppi kemur úr smiðju Debbie Bliss sem er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst FRÍTT. Athugið að þessi uppskrift er líka til í íslenskri þýðingu og heitir DROPI.  
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 80% viskósi, 20% pólýester
    • Lengd/þyngd: 100m/125g
    • Prjónar/heklunál: 2 – 2,5 mm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Trendy eru hefðbundin málbönd en í björtum litum. Þýsk gæðaframleiðsla. Málbandið er úr endingargóðu efni sem teygist ekki. Merkingin er hvít á lituðum grunni. Mælir í cm og tommum. Málbandið mælir 150 cm í cm og tommum.
  • Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum.  Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.  Ef uppskriftin er keypt ein og sér veljið þá valkostinn að sækja í Storkinn og við sendum uppskriftina frítt.
  • Afsláttur!

    Gütermann TVINNI – úr endurunnu polyester 100m

    Original price was: 460kr..Current price is: 300kr..
    Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
  • Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
Go to Top