- Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
- 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
- Framleitt úr umhverfisvænu efni.
- Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
-
-
Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu. Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
-
- Mælir prjóna frá 2 - 10 mm.
- Stærð 2,5 cm x 4 cm.
- Spjöldin haldast á sínum stað með pínulitlum seglum.
- Búið til úr 100% náttúrueyðanlegu efni og inniheldur ekkert plast.
- Litaröðin á spjöldunum er tilviljanakennd.
- Notkun: Snúðu spjaldinu út og mátaðu prjóninn í hvert gat þar til þú funnur réttu stærðina.
- Ef prjónamálið blotnar þarf að leyfa því að þorna með spjöldin út á þurrum stað í 1-2 sólarhringa (af því þetta er ekki plast!).
-
Prjónamerkin eru búin til úr stáli með gull, silfur eða koparlitaðri húð og festast við segul. Í pakkningunni eru: Stórir hringir fyrir allt að 10 mm prjóna, litlir hringir fyrir allt að 5,5 mm prjóna og merkikrækjur fyrir allt að 8 mm prjóna. Samtals 54 merki í öskju úr kraftpappír með segulloku.
- 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir minni hringir.
- 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir stærri hringir.
- 6 gulllitaðar, silfurlitaðar og koparlitaðar merkikrækjur.
-
Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
- Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Samtals 54 prjónamerki.
-
Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
- Opnin merki til að merkja umferðir.
- Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
- Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
- Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
- Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
-
Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
- Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
- Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
- Tveir litlir, kringlóttir seglar.
- Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
- Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
-
Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
- Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
- Mál:
- 9 cm x 2 cm
- Tvær segulklemmur
- Litaval:
- Colorful
- Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
- Neutral
- Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
- Earth Tones
- Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
- Colorful
-
- Stikan er 20 cm x 2,5 cm – með 3 innbyggðum seglum
- Prjónamálið er 25 cm x 3,5 cm – með 4 innbyggðum seglum
- Mælir prjónastærðir 2 mm – 12 mm (þ.m.t. 2,5mm, 3mm, 7mm og 12mm sem kom ekki fyrir á litla prjónamálinu frá Cocoknits)
- Framleitt úr 100% efni sem nefnist polylactic acid (PLA), sem er búið til úr trefjum úr jurtaríku og er 100% vistvænt (ekkert plast).
- PLA efnið er mótað utan um seglana og þ.a.l. er ekkert mengandi lím nota til að festa þá og þeir munu ekki losna!
- 1 reglustika með seglum
- 1 prjónamál með seglum
-
Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
- 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
- 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
- Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
- Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
-
Höfundur: Julie WeisenbergerÚtgefandi: Cocoknits (2017) Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 567 g | Mál: 220 x 281 x 15 mmJulie Weisenberger hefur að baki 30 ára reynslu í prjónhönnun og prjónkennslu og þetta er hennar fyrsta bók: Cocoknits Sweater Workshop sem inniheldur átta peysuuppskriftir. Hún leggur áherslu á einfaldar peysur prjónaðar ofan frá án sauma.Bókin er ekki bara uppskriftabók, heldur er aðferðafræði hennar the Cocoknits Method – prjónakerfi þar sem þú fylgist með framganginum í prjóninu og fyllir út vinnublað á auðveldan og aðgengilegan hátt. Ólíkt flestum hefðbundnum peysuuppskriftum sem ger flöt stykki, þá er hér gert ráð fyrir þrívíðu peysuformi sem lagar sig að efri hluta líkamans og passar vel. Allar peysurnar eru prjónaðar frá hálsmáli. Um leið og lokið er við hálsmálið og axlarstykkið er leikur einn að prjóna það sem eftir er af peysunni. Það er augljós kostur við að prjóna ofan frá; hægt er að máta peysuna til að ákvarða sídd á ermum og bol. Bókin inniheldur einnig leiðbeiningar um hvernig á að velja gott snið miðað við þína líkamsstærð eða lögun m.t.t. litavals eða litasamsetningar, útprjóni (upphleyptar lykkjur), faldar og sídd og fleira sem skiptir máli. Hægt er að kaupa vinnuhefti fyrir þessa bók og prjónakerfi.
-
Sterk taska úr júta með góðum höldum, sem rúmar prjónaverkefnið eða alla peysuumönnunarhlutina frá Cocoknits. Litlar hliðarvasar beggja vegna. Júta er náttúrulegt efni og er 100% endurvinnanlegt og niðurbrjótanlegt. Stærð töskunnar er einmitt hæfileg fyrir garn í heila peysu, grænmeti úr búðinni eða af markaðnum, eða fyrir hvers kyns innkaup. Stærð:
- 38 cm × 31 cm × 13 cm
-
- Gluggi yfir tölunum með stækkun
- Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
- Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
- Til að telja umferðir:
- Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
- Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
- Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
-
Höfundur: Julie WeisenbergerÚtgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: EnskaÞyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mmSWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
-
Höfundur: Kerstin Balke Útgefandi: Stackpole Books (2021)Mjúkspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 345 g | Mál: 159 x 210 mm Nú geta allir í fjölskyldunni eignast litríka sokka! Höfundurinn Kerstin Balke kemur hér með aðra sokkabók í svipuðum anda og áður, enda sló hin bókin í gegn. Litríkir sokkar með einföldum en fallegum símynstrum sem mörg hver eru þægileg í prjóni. Uppskriftirnar eru fyrir karla, konur og börn. Tuttugu og fimm uppskriftir með tvíbandaprjóni og röndum, litríkir fyrir börnin en í aðeins dempaðri litium fyrir fullorðna. Hver og einn prjónari velur auðvitað sína eigin litasamsetningar. Ef þú ert byrjandi í sokkaprjóni þá er góður kafli með útskýringum um ýmislegt varðandi sokkaprjón.
-
Höfundur: Meiju K.P. Útgefandi: Laine Publishing (2021)Harðspjalda | 280 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 205 x 270 x 27 mmÞessi dásamlega fallega bók frá Meiju P endurspeglar metnaðarfulla prjónhönnun. Allar uppskriftirnar eru með útprjóni; köðlum eða öðru til að gera áferðina skemmtilega í einlitum flíkum. Bókin inniheldur 22 uppskriftir (9 peysur, 5 golftreyjur, 1 slá, 4 sjöl, 3 húfur). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Höfundur: Kaffe FassettÚtgefandi: Taunton Press (2008)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | 220 x 280 mm Hér eru 20 falleg bútateppi frá Kaffe Fassett í blómlegu þema. Teppin eru öll mynduð með enska garða sem bakgrunn. Efnin sem eru notuð í teppin eru einstök; hönnuð af Kaffe Fassett sjálfum, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi. Bók sem aðdáendur Kaffe Fassett munu elska.
-
Afsláttur!Höfundur: Kim Hargreaves Útgefandi: Kim Hargreaves (2019)
Mjúkspjalda | 68 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 277 g | Mál: 210 x 260 x 7 mm
Covet inniheldur tólf uppskriftir eftir hinn velkunna prjónhönnuð Kim Hargreaves fyrir haust og vetur. Klassískar kvenpeysur, elegant gollur, kósípeysur opnar og heilar.
Rowan garnið sem notað er í þessu hefti: