About Guðrún Hannele

This author has not yet filled in any details.
So far Guðrún Hannele has created 10 blog entries.

Prjónabylgjan sem hefur gengið yfir Ísland

Þessi prjónapistill birtist í vikublaðinu Fréttatíminn og síðar á heimasíðu Storksins árið 2014. Þegar ég las þetta yfir til endurskoðunar í tilefni af nýrri heimasíðu Storksins, sá ég að það þyrfti engu að breyta. Allt sem þarna stendur er í fullu gildi og eitthvað er þá hefur bara bætt í. Við sem prjónum vitum þetta, en hinir sem standa fyrir utan prjónaheiminn kannski ekki. Þið getið þá deilt þessu með þeim! Með prjónakveðju, Guðrún Hannele

By |2022-04-05T14:54:21+00:005. apríl 2022|Pistlar & greinar|

KYNNINGARKVÖLD

Við skipuleggjum gjarnan afsláttar- og kynningarkvöld fyrir hópa. Saumaklúbbar, prjónaklúbbar, vinnustaðahópar, frænkuklúbbar... allir velkomnir! Hafið samband og bókið tíma! Þið veljið tímann sem hentar og við sjáum til þess að tekið verður vel á móti ykkur. Í boði er kynning á garni, prjónhönnuði eða örnámskeið í prjóntækni. Ykkar er valið. Hafið samband við [email protected] eða í síma 551 8258 eða 659 6686.

By |2022-04-05T14:17:47+00:003. apríl 2022|Fréttir|

HANDÞVOTTUR EÐA VÉLÞVOTTUR

Við sem prjónum komust ekki hjá því að þvo í höndum. Handþvottur er ekkert mál ef fylgt er örfáum leiðbeiningum. En hvers vegna vex þetta svo mörgum í augum? Handþvottur er hluti af ferlinu eftir prjónið eða heklið. Þegar búið er að leggja mikla vinnu í flík og hún er úr vönduðu garni þá ætti ekki að stytta sér leið á lokasprettinum. Ef málið snýst um að leiðast að þvo í höndum þá þarf að

By |2022-04-04T01:48:08+00:002. apríl 2022|Pistlar & greinar|

PRJÓNFESTA

Hvað er prjónfesta og hvaða máli skiptir hún? Prjónfesta (einnig kallað prjónþensla) er mæling á þéttleika prjóns. Það er best að mæla prjónfestu í sléttprjóni og flestar uppskriftir gera ráð fyrir því. Til að mæla fjölda lykkja er mælt á breiddina og fjöldi umferða er mældur á hæðina. Best er að mæla 10 cm á breidd og hæð og telja lykkjur og umferðir innan þeirra marka. En ef prufan er minni má notast við 5

By |2022-04-04T16:04:18+00:0025. mars 2022|Fræðsla, Pistlar & greinar|

Hve mikið garn þarf í verkefnið?

Hér er listi með áætluðu garnmagni í algeng verkefni í prjóni og hekli. Athugið að hér er aðeins um viðmið er að ræða og gert er ráð fyrir meðalstærð af verkefni. Prjónfesta og prjóntækni hafa áhrif á garnmagnið. Sama á við um hekl. Þegar kanna á hve mikið garn fer í flík þaf að liggja fyrir metrafjöldi í garninu sem valið er. Að meðaltali fer 30% meira garn í hekl en prjón. P R J

By |2022-04-04T02:17:52+00:0013. apríl 2021|Fræðsla, Pistlar & greinar|

Ýmislegt um hnökur

Öll textílefni hnökra að einhverju marki. En innihaldið og veikleiki eða styrkur þráðarins ræður því hvort hnökrið dettur af eða festist við yfirborðið. Dæmi um þetta er gerviefnið akríl. Það á það til að hnökra og litlar hnökur-kúlur festast við flíkina á meðan ýmis konar ull hnökrar en hreinsar sig svo sjálf. Því skulið þið ekki örvænta þótt ullin ýfist eitthvað því oft hverfur þetta við fyrsta þvott eða við notkun. Sum vefjarefni eru líklegri

By |2022-04-06T14:59:59+00:0018. október 2020|Pistlar & greinar|

GÓÐ RÁÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KENNA BÖRNUM AÐ PRJÓNA

Að kenna börnun að prjóna á jákvæðan hátt Hér eru nokkrir punktar um prjónkennslu byggðir á grein eftir Laura Kelly úr veftímaritinu Knitting Daily. Það er alltaf mikils virði þegar barn sýnir áhuga á að læra að prjóna eða aðrar hannyrðir. Hvort sem barnið er þitt eigið, barnabarn, nemandi eða nágranni er tækifærið til að kenna/leiðbeina barni prjón verðmætt. Þú ert ekki bara að miðla færni og þekkingu, þú ert að búa til minningu, tengsl

By |2022-04-04T02:16:19+00:0011. september 2015|Fræðsla, Pistlar & greinar, Prjón og hekl|

Að skipta um garntegund

Stundum er garnið sem gefið er upp í uppskrift ekki lengur framleitt eða það fæst ekki á landinu. Þá er hægt að skoða hvort annað garn geti ekki komið í staðinn. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að garn hefur mismunandi eiginleika, áferð og þyngd sem hefur áhrif á útkomuna. Mismunandi vefjarefni hafa eðlilega mismunandi eiginleika eins og t.d. ull, bómull eða silki. En það geta líka verið mismunandi eiginleikar á garni

By |2022-04-06T14:21:49+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Hvað þýðir enska orðið ply?

Breytt hugtakanotkun Áður fyrr var garn spunnið í fínan þráð sem var þá einband eða einspinna (single ply á ensku). Ef óskað var eftir grófara bandi voru tveir þræðir snúnir saman eða tvinnaðir og þá var komið tvíband eða tvinnað band (2-ply). Þá skildi fólk auðveldlega að tvinnað band var fínna en þrinnað (3-ply) eða fjórfalt (4-ply). Í dag hefur garnframleiðsla breyst mikið og fjölbreytileiki á garni aukist þannig að það á ekki lengur við

By |2022-04-05T15:13:10+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Úr hverju er garnið?

Vefjarefnin eru ýmist úr náttúrunni eða manngerð eða blanda af þessu Garn er framleitt úr alls konar trefjum / þráðum úr dýra- og jurtaríkinu.  Af dýrum fáum við nokkrar tegundir af ull t.d. lambsull (lambswool, merino wool), geitaull (mohair), angóruull eða fiðu (af kanínum), kasmírull (af angórugeitum), lamaull (af lamadýrum), alpakaull (af alpakadýrum) og kamelull (af kameldýrum). Listinn er engan veginn tæmandi. Silki er einnig úr dýraríkinu unnið úr þráðum sem lirfa mórberjafiðrildisins spinnur utan

By |2022-04-06T14:33:36+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Title

Go to Top