Breytt hugtakanotkun

Áður fyrr var garn spunnið í fínan þráð sem var þá einband eða einspinna (single ply á ensku). Ef óskað var eftir grófara bandi voru tveir þræðir snúnir saman eða tvinnaðir og þá var komið tvíband eða tvinnað band (2-ply). Þá skildi fólk auðveldlega að tvinnað band var fínna en þrinnað (3-ply) eða fjórfalt (4-ply).

Í dag hefur garnframleiðsla breyst mikið og fjölbreytileiki á garni aukist þannig að það á ekki lengur við að t.d. fjórfalt band (4-ply) sé alltaf af sama grófleika. Í Storkinum er hægt að kaupa garn sem er tæknilega séð einband fyrir 2-2,5 mm prjóna með 34-36 lykkjur í prjónfestu og annað sem er fyrir 10 mm prjóna og 8-10 lykkjur í prjónfestu. Gömlu viðmiðin eiga því ekki lengur við sem tilvísun í grófleika garnsins.

Þjóðverjar og Ástralir hafa þó haldið áfram að nota þetta kerfi því garn framleitt hjá þeim er gjarnan nefnt 2-fach, 4-fach, 6-fach eða 2-ply, 4-ply, 6-ply og vísa þar til grófleikans.  Bretar og Bandaríkjamenn hafa valið sér önnur kerfi. Bandaríkajmenn nota Lace, fingering/sock, sort/baby, DK/light worsted, worsted/aran, chunky og bulky.

Bretar standa okkur nær því það er meira af garni á okkar markaði sem er merkt samkvæmt þeirra kerfi. Þeir nota lace, 4-ply, light weight (baby), DK (double knitting), aran, chunky, bulky.

Og nú erum við komin með góð heiti yfir grófleika garns á íslensku:

Fisband, fínband, smáband, léttband, þykkband, grófband,

Upplýsingarnar sem fylgja garni í dag eru mun ítarlegri en áður. Þar má nefna innihald garnsins, þvottaleiðbeiningar, leiðbeinandi prjónastærð, prjónfesta (lykkju- og umferðafjöldi á 10 cm miðað við uppgefna prjónastærð), þyngd og metrafjöldi. Það er því að mörgu að huga þegar garn er valið.

Guðrún Hannele

[email protected]