Nýtt hjá Storkinum: Z P A G E T T I

Nýtt hjá Storkinum: Z P A G E T T I

ZPAGETTI er afskurður af bómullarefni sem notað er í boli. Ræmurnar falla til í fataiðnaði og er því verið að endurvinna og nýta það sem annars hefði verið fleygt. Hoooked gætir þess að velja aðeins fyrsta flokks efni í Zpagetti. Vinnslan fer öll fram í Portúgal undir ströngu gæðaeftirliti. Ræmurnar eru seldar á keflum og hver þeirra inniheldur að lágmarki 120 metra. Þyngdin er mismunandi eftir tegund bolaefnisins en er oftast um 850g. Úr hverju Zpagetti-kefli er hægt að hekla eða prjóna um 50 x 50 cm bút. Hentar vel í töskur, púða, mottur og margt annað. Heklunálar og prjónar nr 10-12. Sautján mismunandi litir í boði. Keflið kostar 1.995 kr.

 • KAFFE FASSETT samprjón

  KAFFE FASSETT samprjónið er hafið! Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Rowan: www.knitro...
 • Prjónakaffi

  Næsta prjónakaffi verður laugardaginn 27. september kl. 15-18. Allir velkomnir. Heitt á könnunn...
 • DEBBIE BLISS, NORO og ELSEBETH LAVOLD sending komin

  Vorum að fá stóra sendingu af garni og bókum: Frá DEBBIE BLISS fengum við Rialto Lace, Rialto 4...
 • EHRMAN útsaumspúðar

  Vorum að fá nýja sendingu af Ehrman útsaumspúðum. Púðarnir eru allir saumaðir með ullargarni á ...
 • SAMPRJÓN

  Samprjónið sem kynnt var í sumar hefst 8. september. Það er auglýst nánar á námskeiðssíðunni hé...
 • Sumarútsala

  Sumarútsalan verður frá mánudeginum 28. júlí til föstudagsins 1. ágúst. Allar bækur, útsaumur, ...
 • KNIT PRO prjónar – líka til góðs

  KNIT PRO prjónar hafa fyrir löngu haslað sér völl á Íslandi enda eru þetta ágæt verkfæri og á s...
 • CLOVER sending nýkomin

  Vorum að fá sendingu frá CLOVER m.a. hinar vinsælu Soft Touch og Amour heklunálar. Nú eru Amour...
TOP