BROOKLYN TWEED

BROOKLYN TWEED

Við erum svo heppnar í Storkinum að fá að selja garn frá BROOKLYN TWEED. Stofnandi fyrirtækisins er prjónhönnuðurinn Jared Flood sem hefur komið til Íslands og þekkir okkar prjónmenningu. Hann hannar sjálfur margt af því sem kemur frá BT en hefur fengið til liðs við sig úrvals hönnuði. Þau eru öll á sömu línunni sem verður best líst sem stílhreinni, klassískri, elegant, klæðilegri og spennandi hönnun. Peysurnar eru bæði fyrir konur og karla og nú er komin barnalína. Þá eru fylgihlutirnir mjög flottir; húfur, treflar og vettlingar. BROOKLYN TWEED garnið er til sem SHELTER sem er grófara tweedgarn og LOFT sem er fínna. Báðar tegundir fást í 32 fallegum litum. Ullin er af hinu ameríska fjárkyni Targhee-Colombia. Ef þú kannt að meta áhugaverðar uppskriftir sem fá þig til að fara út fyrir þægindahringinn í prjóni þá er þetta garnið og prjónhönnunin fyrir þig. Við frestum SAMPRJÓNINU þar til í lok ágúst. Margir í sumarfríum og erfitt að finna rétta tímann fyrir alla núna. Þá höfum við það þannig að ákveðin kvöld verða tekin frá fyrir samprjónið og þá getið þið valið hvað barnapeysu sem er frá Brooklyn Tweed. Miðað er við að allir prjóni úr garni frá BT, annað hvort Shelter eða Loft. Á myndinni er peysan ARLO. Ef einhverjir sem þetta lesa hafa áhuga sendið okkur þá línu á storkurinn(hjá)storkurinn.is. Við munum hittast vikulega til að byrja með og þeir sem taka þátt fá afslátt af garninu og kennslu í boði hússins. Sjá nánar peysurnar á www.brooklyntweed.com.

 • Sumarútsala

  Sumarútsalan verður frá mánudeginum 28. júlí til föstudagsins 1. ágúst. Allar bækur, útsaumur, ...
 • KNIT PRO prjónar – líka til góðs

  KNIT PRO prjónar hafa fyrir löngu haslað sér völl á Íslandi enda eru þetta ágæt verkfæri og á s...
 • CLOVER sending nýkomin

  Vorum að fá sendingu frá CLOVER m.a. hinar vinsælu Soft Touch og Amour heklunálar. Nú eru Amour...
 • Nýtt garn: ALPACA SILK 4 PLY

  ARTESANO Alpaca Silk 4-ply er nýtt garn hjá Storkinum. Þetta er fíngert garn fyrir prjóna 2,5 t...
 • ROWAN klúbbur Storksins

    Storkurinn er með ROWAN klúbb. Þeir/þær sem ganga í hann gerast áskrifendur að Rowan bla...
TOP