1.200kr.

Peysan HARPA er klassísk peysa eftir Helgu Thoroddsen. Notuð er tengiaðferð til að prjóna hálsmál, axlir og efri hluta erma. Allt prjónað, ekkert saumað saman. Peysur með þessu sniðu smellpassa og eru mjög klæðilegar.

Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. 

Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðin birtist einnig í tölvupóstinum sem þið fáið eftir kaupin.

Hægt er að hlaða uppskriftinni í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann allt að fimm sinnum.

HÖNNUN / UPPSKRIFT                                    

Helga Thoroddsen

AÐFERР                

Þessi peysa er prjónuð ofan frá og niður með svokallaðri tengiaðferð. Hún er prjónuð úr 100 % geitahári (mohair) krullubandi (boucle) á prjóna # 5, 5 ½ – 6 mm. Til að fá enn meiri vídd má fara með prjónastærð upp í 7 mm. Peysan er prjónuð með sléttprjóni fram og til baka. Efri hlutinn er aðsniðinn en aukavídd í bolnum fæst með að stækka prjóna eftir því sem prjónað er niður bolinn. Aukasídd að aftan er fengin með því að prjóna mislangar umferðir neðst á bolnum. Þar sem bandið ber sig vel og rúllast ekki upp á kanta þá þarf ekki að prjóna stroff né lista á jaðra. Í hálsmáli eru L teknar upp, prjónað gatasnar og fellt af. Í gatasnarið er hægt að draga borða til að setja svip á og taka peysuna saman að framan.

STÆRÐIR    (án hreyfivíddar)

Mál (stærðir 1 – 9)
Sjá má sjá ítarlega máltöflu á heimasíðunni – prjon.is

PRJÓNFESTA

Í sléttprjóni eftir þvott u.þ.b. 18 L x 24 umferðir = 10 x 10 cm á prjóna 5 mm.
Ath. það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma prjónfestu fyrir þetta band.

GARN

 Mohair (Boucle) by Canard eða sambærilegt garn.

Í peysuna fara – 4 (4) (5) (5) (6) (6) (7) (7) (8) x 100 g (170 m/100 gr) – 680 (680) (850) (850) (1020) (1020) (1190) (1190) (1360) m.

PRJÓNAR

Prjónar # 5 – 7 mm