1.200kr.

Peysan JÚNÍ er klassísk peysa eftir Helgu Thoroddsen. Notuð er tengiaðferð til að prjóna hálsmál, axlir og efri hluta erma. Allt prjónað, ekkert saumað saman. Peysur með þessu sniðu smellpassa og eru mjög klæðilegar.

Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. 

Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðin birtist einnig í tölvupóstinum sem þið fáið eftir kaupin.

Hægt er að hlaða uppskriftinni í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann allt að fimm sinnum.

HÖNNUN / UPPSKRIFT                                    

Helga Thoroddsen

AÐFERР                

Júní er hlý og mjúk sumarpeysa sem innifelur margvíslega prjóntækni. Peysan er úr 100% ullarfínbandi sem gerir hana afar létta en jafnframt hlýja. Hún er prjónuð ofan frá og niður og auðvelt er að víkka og/eða síkka eftir óskum. Júní er einstaklega falleg yfir kjóla en nýtur sín líka vel með gallabuxum. Peysuna er hægt að prjóna með 2 litum eða fleirum og í uppskriftinni er ekki gefið upp nákvæmlega hvað margar umferðir á að prjóna á milli litaskipta. Litaval og litaskiptingar eru í höndum þess sem prjónar með þá reglu að gatasnar er notað til að skipta á milli randa í. Peysan er gefin upp í 9 stærðum.

STÆRÐIR    

• Yfirvídd – 88 (99) (108) (118) (129) (139) cm, hreyfivídd er  4 – 6 cm.

• Mjaðmaummál – 96 (106) (116) (126) (136) (146) cm, hreyfivídd er 8 – 10 cm.

• Handvegsbreidd (þetta mál er helmingurinn af upphaldleggsbreidd með hreyfivídd 2 cm) – 14 (15) (16) (17) (18) (19) cm.

• Sídd – handvegur að affellingu – 30 (32) (34) (36) (38) (40) cm.

• Bakbreidd (handvegur til handvegs) – 50 (56) (60) (68) (70) (74) cm

PRJÓNFESTA
Í sléttprjóni eftir þvott 29 L x 39 umf = 10 cm á 3 mm prjóna.

GARN

Hedgehog Skinny Singles (fínband) eða annað band í sambærilegum grófleika.

• Litur A  – 2 (2) (2) (3) (3) (3) (4) (4) (4) x 100 g – 732 (732) (732) (1098) (1098) (1098) (1464) (1464) (1464) m.

• Litur B – 1 (1) (1) (2) (2) (2) (3) (3) (3) x 100 g – 366 (366) (366) (732) (732) (732) (1098) (1098) (1098) m.

PRJÓNAR

Prjónastærðir # 3 og 3 ½ mm.