T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki.
Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
-
CLOVER Takumi bambusprjónarnir eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
-
ADDI Novel hringprjónarnir eru með upphleypta, hamraða áferð sem er þægilegt að halda á og eykur líkur á því að prjónið verði þéttara. Mælt er sérstaklega með þessum prjónum fyrir þá sem halda laust um prjónana t.d. vegna gigtar. Það eru auknar líkur á því það prjónist jafnar með svona prjónum. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði.
-
- Grófleiki: Þykkband / Aran
- Innihald: 40% bómull, 35% alpakka, 25%ull
- Lengd/þyngd: 50 g/100 m
- Prjónar: 5 - 6 mm
- Prjónfesta: 14 lykkjur og 22 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur við 30°C
-
Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni. Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur. • Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus. • Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum. • Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar. • Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur. • Hægt að nota sem stutta heklunál. • Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni. Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm
-
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 57% alpakaull / 43% bómull
- Lengd/þyngd: 120m/25g
- Prjónar: 3,5-4 mm
- Prjónfesta: 23 lykkjur og 31 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 50% alpaka, 50% ull
- Lengd/þyngd: 116m/50g
- Prjónar: 3,75-4 mm
- Prjónfesta: 23 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Breidd 243 cm. Metraverð 3.300 kr. Selt í 50 cm lengdareiningum = 1.650 kr. HEIRLOOM vatt - 80% bómull / 20% pólíester. Þetta vatt hefur alla eiginleika bómullarvatts en er örlítið léttara og sterkara vegna pólýester blöndunnar. Hentar vel í bútasaumsteppi. 1 eining = 50 cm, 2 einingar = 100 cm, 3 einingar = 150 cm, 4 einingar = 200 cm, 5 einingar 250 cm o.s.frv.
-
Þetta faldamál er hannað til að auðvelda þér að merkja saumför fljótt og nákvæmlega. Það er með merkingar frá 1 til 5 cm með 5 mm millibili og hentar flestum saumverkefnum. Faldamálið er úr málmi sem gott er að nota til að mynda skörp brot með straujárni eða sem sniðmát fyrir skörp horn á vösum og öðrum saumaskap.
-
Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
-
Knit Pro Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Afsláttur!POMPOM #29 - sumar 2019. Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að POMPOM tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að POMPOM kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
KNIT PRO Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Knit Pro DREAMZ Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.
-
Löngu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 15 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Höfundur: Julie WeisenbergerÚtgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: EnskaÞyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mmSWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
-
HEIÐI
Hönnuður: Margrét HalldórsdóttirGarn: Léttlopi 100% ull eða sambærilegt garn Stærðir: S (M) L (XL) Yfirvídd: 92 ( 101) 109 (117) cm Prjónfesta: 19L x 25 umf í sléttprjóni á 4mm prjóna = 10 x 10 cm Peysan er prjónuð neðan frá og upp.Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku. Með uppskriftinni fylgir leðurmerki með MÓAKOT áletrun til að festa í peysuna. -
BLIKI
Hönnuður: Margrét HalldórsdóttirGarn: Plötulopi 100% ull eða sambærilegt band Stærðir: S (M) L Yfirvídd: 94 (103) 113 cm Prjónfesta: 17L x 21 umf í sléttprjóni á 5,5 mm prjóna = 10 x 10 cm Peysan er prjónuð neðan frá og upp með einum þræði af plötulopa.Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku. Með uppskriftinni fylgir leðurmerki með MÓAKOT áletrun til að festa í peysuna. -
HALLDÓR
Hönnuður: Margrét HalldórsdóttirGarn: Isager Alpaca 2 og Duo eða sambærilegt garn Stærðir: S (M) L (XL) XXL Yfirvídd: 94 (104) 109 (115) 120 cm Prjónfesta: 22L x 30 umf í sléttprjóni á 4mm prjóna = 10 x 10 cm Peysan er prjónuð neðan frá og upp með tveimur þráðum.Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku. Með uppskriftinni fylgir leðurmerki með MÓAKOT áletrun til að festa í peysuna. -
ENGI
Hönnuður: Margrét HalldórsdóttirGarn: Plötulopi og Isager Alpaca 1 eða sambærilegt garn Stærðir: S (M) L (XL) XXL Yfirvídd: 91 (97) 103 (108) 114 cm Prjónfesta: 21L x 25 umf í sléttprjóni á 4 mm prjóna = 10 x 10 cm Peysan er prjónuð neðan frá og upp með tveimur þráðum.Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku. Með uppskriftinni fylgir leðurmerki með MÓAKOT áletrun til að festa í peysuna. -
Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2023)Tungumál: Sænska Þyngd: 350 g | Mál: 21 x 29,5 mm NOVITA tímaritin koma út fjórum sinnum á ári; vor-, sumar-, haust- og vetrarblöð. Hvert tímarit með um eða yfir 40 uppskriftum fyrir börn, fullorðna og heimilið.Uppskriftirnar eru með teikningum ef við á og er auðvelt að fylgja. Í hverju blaði er er kennsla á tiltekinni aðferð í hannyrðum.
-
Höfundur: Femke Vindevogel Útgefandi: Search Press (2024)Harðspjalda | 80 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 205 g | Mál: 180 x 180 mm Crochet Peter Panda and his amigurumi friends: 10 quirky animals to brighten your day. Be captivated by the personalities of Peter Panda and his whimsical friends! Femke Vindevogel invites you to crochet 10 irresistible animals, each one with its own uplifting story to tell. If you can't decide between Harry Hare and Bertha Chicken, or Albert Whale and Karate Pig, you'll just have to make them all! Between 18cm (7in) and 26cm (10in) high, yet with personalities much bigger, these toys burst onto the scene with their Scandi palette, joyful outlook and smart accessories. Have fun adding pops of colour to your creations: mittens for Iggy Polar Bear, a scarf and derby hat for Tom Dachshund, a sweater for Jules Reindeer and a rainbow bag for Zoe Zebracorn. Whether you are at beginner, adventurous beginner or intermediate level, there is a playful amigurumi project waiting for you, complete with charts and templates and with all the key techniques clearly explained.
-
- Grófleiki: Grófband / Chunky
- Innihald: 100% ull
- Lengd/þyngd: 100m/100g
- Prjónar: 7 mm
- Prjónfesta: 13 lykkjur og 16 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
- Magn í peysu með 80-86cm ummáli: 800g/8 x 100g
-
- Grófleiki: Þykkband / Aran / Worsted
- Innihald: 70% alpaka, 7% ull, 23% pólíamíð
- Lengd/þyngd: 130m/50g
- Prjónar: 5,5 mm
- Prjónfesta: 18 lykkjur og 24 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Prjónamerkin eru búin til úr stáli með gull, silfur eða koparlitaðri húð og festast við segul. Í pakkningunni eru: Stórir hringir fyrir allt að 10 mm prjóna, litlir hringir fyrir allt að 5,5 mm prjóna og merkikrækjur fyrir allt að 8 mm prjóna. Samtals 54 merki í öskju úr kraftpappír með segulloku.
- 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir minni hringir.
- 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir stærri hringir.
- 6 gulllitaðar, silfurlitaðar og koparlitaðar merkikrækjur.