Útgefandi: Gyldendahl (2022)
Harðspjalda | 320 bls.
Stærð: 276 x 230 x 30 mm
Tungumál: Danska
Þyngd: 1.241 g
-
Höfundur: Anna JohannaÙtgefandi: Laine Publishing (2024)Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: 212 x 277 x 21 mmStrands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
-
Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2024)Harðspjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 810 g | Mál: 190 x 250 x 20 mmKNITTED KALEVALA BÓK IIBók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 20 uppskriftir (13 peysur, 2 jakkapeysur, 1 kjól, 3 sokka og einn hálsklút. Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
TILBOÐSVERÐ! Höfundur: Heli NikulaÚtgefandi: Vaka Helgafell (2024) Harðspjalda | 285 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 1.285 gULLARÆÐI 2Hin finnska Heli Nikula sló í gegn á Instagram með síðuna sína VILLAHULLU sem þýðir bókstaflega ullaræði. Þess var ekki langt að bíða að bókaútgefandi hafði samband við hana og lagði til að hún skrifaði prjónabók. Hún er mikill aðdáandi lopapeysunnar en fer sínar eigin leiðir í mynsturgerð og peysuhönnun. Í bókinni er bæði að finna uppskriftir, fyrir fullorðna, fyrst og fremst peysur en líka húfur, lambhúshettu og vettlinga. Hún notar sjálf mest lopa en einnig aðra ull í tveimur grófleikum; þykkband fyrir prjóna 4,5-5 mm og grófband fyrir prjóna 6-7 mm. Hér er að finna margar skemmtilegar peysuuppskriftir sem eiga eftir að verða klassískar. Peysurnar eru allar prjónaðar á hefðbundinn hátt, neðan frá og upp. Það er nýr og ferskur blær yfir þessari bók og hún verður mikill fengur fyrir aðdáendur lopapeysunnar. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
-
Bókin seldist upp fyrir jólin en er væntanleg aftur í janúar. Það er hægt að skrá sig á samprjónið sem hefst í byrjun febrúar og fara um leið á biðlista fyrir bókina. Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2022)Harðspjalda | 173 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 250 x 20 mmBók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 18 uppskriftir (12 peysur, 2 jakkapeysur, 2 sokka, 1 vettlinga og 1 húfu). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar. Smellið HÉR hér til að sjá fleiri myndir úr bókinni.
-
Höfundur: Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2022)Mjúkspjalda | 121 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 550 g | Mál: 215 x 280 mm
-
Höfundur: Paula Nivukoski ritstjóriÚtgefandi: Forlagið (2023) Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 910 gEf þú ert aðdáandi múmínálfanna og þeirra fylgisveina og prjónar þá er þetta bókin fyrir þig! Allir ættu að geta fundið sína uppáhaldspersónu í einhverri sokkauppskriftinni í bókinni. Hér stilla fimm finnskir prjónhönnuðir saman strengi og færa okkur 29 sokkapör innblásin af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi. Athugið að sokkarnir eru allir prjónaðir úr garni úr Moomin x Novita garnlínunni sem fæst núna í Storkinum. En ef þið viljið nota annað garn þá er það léttband (DK) eða garn fyrir 4 mm prjóna, og sokkarnir eru svo allir prjónaðir á 3 mm prjóna til að gera þá þéttari. Í bókinni eru flestir hælarnir bandhælar (Halldóruhæll) en þar er líka að finna franskan hæl og totuhæl. Tvíbandaprjón, myndprjón í hring, tvíbandaprjón með bindilykkjum (ný aðferð fyrir flesta!) koma við sögu. Bókin er því með öllu erfiðleikarófinu í sokkaprjóni. Vísað er í fjögur myndbönd til að kenna prjóntækni sem notuð er. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
-
Höfundur: Karin Kahnlund Harðspjalda | 151 bls. Tungumál: SænskaÞyngd: 550 g | Mál: 177 x 253 x 19 mmPrjónameistarinn Karin Kahnlund prjónar vettlingar allan ársins hring. Í Svíþjóð eru veturnir kaldir og vettlingar nauðsynlegir. Allir eiga vettlinga og það er löng vettlingahefð í Svíþjóð. Í bókinni eru hefðbundnir sænskir vettlingar ásamt nýrri hönnun; fingravettlingar, belgvettlingar, og grifflur í mörgum ólíkum útfærslum. Karin Kahnlund gerir góðar uppskriftir með smáatriðum og tækni þannig að prjónarar geti gert mismunandi kanta, stofna, þumaltungur, úrtökur á totu og mynstur. Virkilega eiguleg bók fyrir áhugafólk um vettlingaprjón.
-
Höfundur: Andrea RangelÚtgefandi: Krause Craft (2023)Harðspjalda | 160 bls. Þyngd: 750 g | Mál: 2o5 x 256 x 15 mm
Skoðið sýnishorn úr KnitOvation bókinni hér.
- Falleg og nörg nýstárleg mynstur sem hægt er að nota í alls konar prjónaverkefni.
- Þegar þessari bók er flett fer sköpunargleðin á flug!
-
Höfundur: Anna Bauers Ùtgefandi: Bokförlaget Polaris (2023)Harðspjalda | 150 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 680 g | Mál: 258 x 188 x 18 mmAnna Bauer er textíllistakona hefur safnað saman gömlum rúðumynstrum sem er hægt að nota í prjóni og úttalinn útsaum. Mjög skemmtileg bók sem á eftir að nýtast mörgum sem vilja setja mynsturbekki á peysur, sokka eða vettlinga. Eiguleg handbók fyrir hannyrðafólk. Það hafa áður komið út tvær bækur um "hönsestrik" eftir Anna Bauer þar sem þessi mynstur nýtast vel.
-
Höfundur: Auður Björt SkúladóttirÚtgefandi: Forlagið (2022) Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 1.000 gSjöl og teppi - eins báðum megin er, eins og heiti bókarinnar gefur til kynna, er með sjölum og teppum sem er með báðar hliðar eins. Yfir tuttugu uppskriftir eru í bókinni og eru þær á ýmsum erfiðleika stigum, einfaldari fyrir byrjendur upp í flóknari fyrir vana prjónara. Auður Björt Skúladóttir hefur áður sent frá sér bókina Lopapeysuprjón – fyrir byrjendur og lengra komna. Hún starfar sem textílkennari og er með langa reynslu af prjónaskap.
-
Höfundur: Meiju K.P. Útgefandi: Laine Publishing (2021)Harðspjalda | 280 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 205 x 270 x 27 mmÞessi dásamlega fallega bók frá Meiju P endurspeglar metnaðarfulla prjónhönnun. Allar uppskriftirnar eru með útprjóni; köðlum eða öðru til að gera áferðina skemmtilega í einlitum flíkum. Bókin inniheldur 22 uppskriftir (9 peysur, 5 golftreyjur, 1 slá, 4 sjöl, 3 húfur). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mmBókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Höfundur: Aleks Byrd Útgefandi: Laine Publishing (2022)Harðspjalda | 216 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.080 g | Mál: 205 x 270 x 27 mmBókin inniheldur 19 prjónauppskriftir (10 peysur, 1 golftreyju, 1 kjól, 1 vesti, 1 sjal, 1 kraga, 1 húfu, 1 sokkapar, 1 grifflur, 1 vettlinga). Vel útfærðar, teiknaðar lýsingar á aðferðum fyrir hefðbundnar prjónaaðferðir frá Eistlandi. Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Höfundur: Aimée Gille Útgefandi: Laine Publishing (2021)Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 650 g | Mál: 190 x 225 x 17 mmÞessi fallega bók kemur frá LAINE. Worsted er safn 14 prjónauppskrifta eftir tíu flotta hönnuði. Aimée Gille frá La Bien Aimée ritstýrði og valdi uppskriftirnar. Mismunandi prjóntækni og fjölbreytileiki einkennir bókina. Sami grófleiki af garni, þykkband / worsted / aran er notaður í allar uppskriftirnar. Á meðal 14 uppskrifta eru 5 peysur, 2 golftreyjur, 1 slá, 3 sjöl, 2 kragar og 1 húfa. Peysurnar eru í mörgum stærðum frá stærð 1 (75 cm yfirvídd) upp í stærð 8 (165 cm yfirvídd).
-
Höfundur: Anna NikipirowiczÙtgefandi: David & Charles (2024)Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g | Mál: 190 x 245 x 12 mm
Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet
- Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
- Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
- Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
- Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.