5.595kr.

Höfundur: Aleks Byrd

Útgefandi: Laine Publishing (2022)

Harðspjalda | 216 bls.

Tungumál: Enska

Þyngd: 1.080 g | Mál: 205 x 270 x 27 mm

Bókin inniheldur 19 prjónauppskriftir (10 peysur, 1 golftreyju, 1 kjól, 1 vesti, 1 sjal, 1 kraga, 1 húfu, 1 sokkapar, 1 grifflur, 1 vettlinga).
Vel útfærðar, teiknaðar lýsingar á aðferðum fyrir hefðbundnar prjónaaðferðir frá Eistlandi.
Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.

Aðeins 1 eftir á lager

Miðað við stærð Eistlands þá eru áhrif þeirra á prjón mjög mikil enda prjónahefðin þar þekkt og sagan löng. Eistneskt prjón snýst m.a. um sérstaka prjóntækni, skreytingar og staðbundin mynstur. Hver prjónuð flík segir sögu þeirra sem prjóna og hvar þau búa.

Bók Aleks Byrd Traditions Revisited – Modern Estonian Knits er gluggi inn í eistneska prjónaheiminn. Hún tekur hefðirnar þaðan og tengir þær við nútímaprjón á fallegan hátt.

Aleks á rætur að rekja til Eistlands, Kanada og BNA. Hún er prjónhönnuður og býr í Bath í Bretlandi. Hún vinnur einnig sem teiknari og kennir eistneskt prjón um allan heim. Hennar prjónastíll einkennist af blöndu af hefðbundnu og nútímalegu prjóni. Með þessari bók vill hún kynna hefðbundnar eistneskar aðferður fyrir prjónurum og byggja um leið brú á milli eistneskra og alþjóðlegra prjónara um allan heim.

Sjá myndir úr bókinni hér:

Pattern previews for Traditions Revisited.

Title

Go to Top