• Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
    • 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
    • 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
    • Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
    • Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
  • Innihald:
    • Dúkur úr efni sem drekkur í sig mikinn raka.
    • Poki með snúru til að geyma dúkinn.
  • Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu.  Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald: Fjögur hólf, þríhyrningslaga sem lokast eins og umslag með smellum. Þrjár marglitar teygjur sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Utan um hvern hólk er beinhvít teygja. Stærð: Ytri mál eru 16,5 cm x 6,3 cm x 6,3 cm. Innri mál hvers hólks eru 14,5 cm x 4,5cm x 2,5 cm. Hugmyndin á bak við hönnunina er að halda skipulagi á smáhlutunum. Setjið prjónamerkin og annað sem fylgir ykkur í hólfin, takið öll með eða bara eitt með því sem skiptir máli hverju sinni, því þau eru fest saman með smellum. ATH. Innihald sem sést á mynd fylgir ekki með.
  • Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við  SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
    • Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
    • Mál:
      • 9 cm x 2 cm
    Valkostir:
    • Tvær segulklemmur
    • Litaval:
      • Colorful
        • Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
      • Neutral
        • Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
      • Earth Tones
        • Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
  • Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.  
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Notkun:
    • Skipuleggið öll áhöldin sem þarf fyrir hvert verkefni
    • Kemst inn í prjónatösku, bakpoka eða körfu
    • Lokið nær yfir alla vasana þó það sé fullt
    • Vefjið bómullarsnúru utan um veskið og loks töluna
    • Teygið í sundur til að láta standa á borði
    • Takið vasana með smáhlutunum úr til að komast auðveldlega að þeim
    Til að fá góð ráð og hugmyndir um hvernig hægt er að nota veskið; smellið hér: "A LOOK INSIDE THE PROJECT WALLET"
    Innihald:
    • Verkefnaveski með 11 vösum, vaxborin snúra úr bómull og tala úr corozo (resin unnið úr vistvænu efni).
    • 3 vasar sem hægt er að taka úr.
    ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
  • Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér. Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel. Stærð: 15cm á dýpt  x 29cm breidd x 16,5cm hæð. Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa. Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar. Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með. Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
  • T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki. Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
  • Opin prjónamerki sem auðvelt er að stinga inn í prjónaða (heklaða) lykkju. Merkið gefur aðeins eftir þannig að það hentar fyrir misgróft garn og það tollir á sínum stað á meðan prjónað er. Merkin eru úr nælonhúðuðu stáli og loða við segul. Boxið inniheldur 60 merki; 10 stk. í 6 mismunandi litum.
  • Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
    • Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Samtals 54 prjónamerki.
  • Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
    • Lókamburinn er  12,5 cm x 2,5 cm (samanbrotinn)
    • Lókamburinn er  22,5 cm x 2,5 cm (í fullri lengd)
    Notkun:
    • Rennið kambinum varlega yfir yfirborð prjónlessins í sömu átt. Grípur lausa ló og hnökra.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
    • Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
    • Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
    • Tveir litlir, kringlóttir seglar.
    • Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
    • Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
    Stærð: 28 cm x 23 cm (samanbrotið). ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
  • Inniheldur:
    • 6 kringlótta segla í 6 mildum litum.
  • Umhverfisvæn lausn fyrir þá prjónara sem vilja halda garnhnotunum heilum án þess að þær flækist á meðan prjónað er og jafnvel ferðast með prjónaverkefnið á milli staða. Snilldin við þennan poka er, fyrir utan að leysa af hólmi alla plastpokana sem þjónuðu e.t.v. sama hlutverki, að smellurnar sem loka opinu mynda þrjú göt. Þannig er hægt að leiða einn þráð út um eitt gatið og annan t.d. silki/mohair garni sem vill flækjast út um annað op. Þá flækist garnið ekki. Allir sem hafa prjónað úr tvöföldu eða þreföldu garni þekkja það vandamál. Efni: Náttúruleg pappírskvoða. Stærð: Opið 15 cm á hæð x 15 cm á breidd x 15 cmá dýpt. Rúmar eina stóra hnotu eða 2-3 litlar. Lokast með smellum (engir rennilásar sem garnið getur flækst í), flatur botn og stendur upprétt á borði.
  • Innihald:
    • 6 stk. af þjölum
    Stærð:
    • Hver þjöl: 8  cm x 1,5 cm
    • Pakkning: 10 cm x 9 cm
  • Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
    • Opnin merki til að merkja umferðir.
    • Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
    • Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
    • Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
    • Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
    Hver tegund: 24 merki, 4 í 6 mismunandi litum, samtals 120 prjónamerki. Hver tegund af merkum kemur í litlum hólkum úr kraftpappír.
  • Klemmur til að festa saman brúnir á prjónastykkjum sem á að sauma saman. Núna án plasts! Vörurnar frá Cocoknits eru umhverfisvænar. Klemmurnar eru búnar til úr sama náttúrueyðanlega efninu og málböndin og eru í linen (lín) lit. 12 klemmur í poka.
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mm
    SWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
Go to Top