- Fíngerð, löng nál fyrir perlusaum.
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
- Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir.
- 4 stk. í pakka.
-
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
Iron-On Transfer Pencil er blýantur er notaður til að yfirfæra mynstur á efni með straujárni. Teiknið með blýantinum á bökunarpappír, leggið yfir efnið, strauið og mynstrið færist yfir á efnið eða aðra fleti sem á að merkja. Hægt að nota hvert mynstur 2-3 sinnum. Notkun: (1) Setjið bökunarpappír á mynstrið sem á að nota. (2) Dragið mynstrið í gegn með Iron-On Transfer blýantinum. (3) Setjið mynstrið ofan á efnið og strauið yfir og þannig yfirfærist mynstrið á efnið.
-
Afsláttur!YO YO Quick Maker eru skapalón til að búa til hringi, bæði sníða þá og sauma svo rykkingin og sporin lendi á réttum stað. Þessi aðferð er vinsæl í Brasilíu og hefur borist um bútasaumsheiminn. Hægt er að búa til heilu teppin eða nota til skrauts á púða eða annað. Skaplónin koma í mismunandi stærðum.
-
CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið. Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
-
- Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir.
- 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
-
Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjuhaldarar í pakka.
-
Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
-
Nálahús með 3 jafanálum. Bogni oddurinn gerir það auðveldara að þræða nálina í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru nr. 15 (2 stk.) og nr. 17 (1 stk.). Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
- Jafanálasett (# 339)
- Jumbo jafanálasett (# 340)
- Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)
-
Prjónasnúra úr mjúku efni. Snúran er með stuttum prjóni á öðrum endanum til að þræða í gegnum lykkjurnar sem á að geyma. Prjóninum er svo stungið inn í tappa á hinum endanum og hægt að draga snúruna í gegn eins langt og þarf. Öruggt og þægilegt. Styttri snúran er algjör snilld til að geyma lykkjur í handvegi eða hálsmáli og sú lengri fyrir lykkjur á bol, t.d. þegar peysa er prjónuð ofan frá og mátuð. Tvær lengdir fáanlegar
- Stutt: 23-41 cm (#3161)
- Löng: 61-91 cm (#3162)
-
CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
-
CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
CLOVER bambusprjónar eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
-
CLOVER Amour heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið. Áferðin á krókhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er úr mjúku efni (elastomer) sem er þægilegt viðkomu og situr vel í hendi og þá er sama hvernig haldið er á heklunálinni. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar í hekli og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hvert númer af heklunál er í sérstökum lit. Fínustu heklunálarnar frá 0,60mm til 1,75mm eru með krók úr stáli og það fylgir hetta með til að verja krókinn. Hægt er að kaupa Amour heklunálar í stærðum 0,6mm til 15mm.
-
Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
- Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
- Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
-
Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru minni. Innihald: 20 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
-
Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
-
Afsláttur!Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
-
Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
- Lítil (#6025) - 14,5 mm
- Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
- Stór (#6027) - 17 mm
-
CLOVER Takumi bambusprjónarnir eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
-
Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni. Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur. • Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus. • Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum. • Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar. • Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur. • Hægt að nota sem stutta heklunál. • Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni. Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm