• Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU. 
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á DÖNSKU.
  • Höfundur: Louise Crowther Útgefandi: David & Charles (2023)
    Mjúkspjalda | 128 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 522 g | Mál: ‎210 x 273 x 12,7 mm

    Þetta er fjórða bókin sem við höfum verið með eftir Louise Crowther. Þær eru hver annarri fallegri því hún hefur einstakt auga fyrir formum. Hún hefur sinn sérstaka stíl og hvert dýr fær sinn fatnað að auki. Það eru samtals 25 prjónuð dýr í bókinni, hvert þeirra með sín einkenni og sinn fatastíl. Öll dýrin hafa í grunninn sömu stærð af búk og því er hægt að nota fötin á fleiri en eitt dýr. Veldu þitt uppáhaldsdýr og klæðnað á þær. Fullkomin gjöf fyrir vini og vandamenn.

    Smellið hér til að sjá sýnishorn úr bókinni: Search Press
  • Maker's Canvas Satchel taskan er fyrir þá sem vilja það besta. Hún er hönnuð í anda gömlu læknataskanna. Hún opnast vel og helst opin þannig að auðvelt er að hafa yfirlit yfir allt innihaldið. Botninn er flatur og því stendur taskan vel og getur virkað sem karfa á meðan prjónað er. Tvær krækjur loka töskunni, það er fullt af vösum og stöðum til að geyma allt smádótið og verkefnin. Bryddingar, höldur o.fl. eru úr leðri með festingum úr antík bronsi. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Góð handtaska fyrir prjónalífið og hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Þetta er rúmgóð hliðartaska með góðu handfangi. Vandlega handunnin taska þar sem hugað er að öllum smáatriðum. Nútímaleg og hefðbundin í senn, taska sem hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á DÖNSKU. 
    • Grófleiki:  Fínband / fingering / 4 ply
    • Innihald:  75% ull, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  50 g/210 m
    • Prjónar:  2 ½ - 3 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 30°C
  • Stoppunálar með góðum oddi, frábærar í fataviðgerðir. Nálagrófleiki 3/9. Nálahús fylgir með.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2023)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu. Hér getið þið séð yfirlit yfir innihald ROWAN #73.
  • Dúskur úr manngerðu loðskinni. Efni 100% akríl. Stærð um 12 x 12 cm. Festur með smellu.
  • Prjónamál úr tré með lógói Storksins. Mælir 14 prjónastærðir frá 2 mm upp í 10 mm. Einnig mælistika t.d. til að mæla prjónfestuna. Lítð og létt og handhægt úr hörðum við sem tryggir nákvæma mælingu. Stærð 12 x 4,5 cm. Framleitt á Íslandi af UGLU.
  • Saumaðu út á einfaldan hátt með því að þrýsta nálinni í gegnum strekkt efni. Strekktu efnið á útsaumshring og teiknaðu með nálinni! Innihald
    • Flosnál með handfangi
    • Hringur, jafanál og þræðitvinni
    Notkun
    1. Þrýstu nálinni í gegnum vel strekkt efni og dragðu upp.
    2. Renndu nálinni eftir efninu og endurtaktu.
    Garn
    • Léttband (medium eða DK) til stórband (bulky) garn.
    Heppileg efni
    • Grófur panamajafi (monk cloth) fæst í Storkinum.
     
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Sérstaklega hannað fyrir útsaum með flosnál, hringurinn stendur á fótum sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum.
    • Stikan er  20 cm x 2,5 cm – með 3 innbyggðum seglum
    • Prjónamálið er 25 cm x 3,5 cm – með 4 innbyggðum seglum
    • Mælir prjónastærðir 2 mm – 12 mm (þ.m.t. 2,5mm, 3mm, 7mm og 12mm sem kom ekki fyrir á litla prjónamálinu frá Cocoknits)
    • Framleitt úr 100% efni sem nefnist polylactic acid (PLA), sem er búið til úr trefjum úr jurtaríku og er 100% vistvænt (ekkert plast).
    • PLA efnið er mótað utan um seglana og þ.a.l. er ekkert mengandi lím nota til að festa þá og þeir munu ekki losna!
    Inniheldur:
    • 1 reglustika með seglum
    • 1 prjónamál með seglum
  • Dóttir prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Brúnt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • Rollfix málböndin eru þýsk gæðaframleiðsla og vinsælustu málböndin hjá okkur. Þau eru þægileg í notkun; málbandið er dregið út og er með stoppara. Dregið aftur inn með því að ýta á miðjuna. Skelin er úr sterku ABS plasti og fást með alls konar skreytingum. Málbandið sjálft er líka úr endingargóðu efni sem teygist ekki. Merkingin er svört á hvítum grunni. Skelin er 5 cm í þvermál og málbandið mælir bæði í cm og tommum. Lengd 150 cm.
  • Gegnsær tvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Þegar óskað er eftir ósýnilegum saumi þá er þessi tvinni málið.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 100% bómull
    • Lengd/þyngd: 210m/100g
    • Prjónar: 3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 22 lykkjur og 36 umferðir = 10 cm
    • Þvottur: Vélþvottur 30°C
  • SILFA skartgripa- eða smáhlutabox. Snagar fyrir prjónamerkin, og pláss fyrir alls konar fylgihluti. Vegan leður með perluáferð. Stærð: 17 x 12 x 5,5 cm.
  • Prjónamerki frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 20 sexhyrningum sem eru lokuð merki og svo fylgir ein býfluga með krækju.
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af stórri og grófri kaðlapeysu á dömur. Þrjár stærðir. Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman, en það er lítið mál að breyta því hringprjón fyrir vana prjónara. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
     
  • Sajou ÚTSAUMSHRINGUR

    2.195kr.3.195kr.
    Útsaumshringur úr tré með góðum festingum (hægt að herða með fingrum og/eða skrúfjárni ef þarf), nauðsynlegt áhald fyrir þá sem sauma út. Ef útsaumsefnið er viðkvæmt er mælt með því að hringurinn sé vafinn með þunnri léreftsræmu eða t.d. teygjanlegri grisju sem fæst í apótekum. Þetta auðveldar vinnuna og heldur, sérstaklega þunnum, efnum betur strekktum og markar þau ekki. Það er mikilvægt að velja stærð útsaumshringsins í samræmi við verkefnið sem unnið er. Ef hringurinn er of lítill fyrir verkefnið fer mikill tími á að færa hringinn til og efnið getur skemmst.
  • Rollfix málböndin eru þýsk gæðaframleiðsla og vinsælustu málböndin hjá okkur. Þau eru þægileg í notkun; málbandið er dregið út og er með stoppara. Dregið aftur inn með því að ýta á miðjuna. Skelin er úr sterku ABS plasti og fást með alls konar skreytingum. Málbandið sjálft er líka úr endingargóðu efni sem teygist ekki. Merkingin er svört á hvítum grunni. Skelin er 5 cm í þvermál og málbandið mælir bæði í cm og tommum. Lengd 150 cm.
  • Afsláttur!
    Symfonie heklunálarnar eru úr marglituðu birki með slétta og mjúka áferð svo garnið rennur vel á yfirborðinu. Oddurinn fremst á króknum er hæfilega beittur til að komast auðveldlega í gegnum lykkjurnar.
  • Fíngerður teygjutvinni fyrir handsaum eða vélsaum. Einnig hægt að nota í prjóni til að þrengja hálsmál eða stroff á ermum. 10m á kefli
  • Auðveldar að ná taki á nálinni. 2 stk. í pakka.
    • Með fingurbjörgina á vísifingri er auðveldara að draga nálina í gegnum efnið.
    • Sveigjanleg svo hún passi betur á fingurinn.
    • Örsmá göt svo fingurbjörgin andi.
    Fást í tveimur stærðum
    • Miðstærð (#6031) - 16 mm
    • Stór (#6032) - 18 mm
  • Nálahús með 3 jafanálum. Bogni oddurinn gerir það auðveldara að þræða nálina í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru nr. 15 (2 stk.) og nr. 17 (1 stk.). Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
    • Jafanálasett (# 339)
    • Jumbo jafanálasett (# 340)
    • Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)
     
  • Prjónamerkin eru búin til úr stáli með gull, silfur eða koparlitaðri húð og festast við segul. Í pakkningunni eru: Stórir hringir  fyrir allt að 10 mm prjóna, litlir hringir fyrir allt að 5,5 mm prjóna og merkikrækjur fyrir allt að 8 mm prjóna. Samtals 54 merki í öskju úr kraftpappír með segulloku.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir minni hringir.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir stærri hringir.
    • 6 gulllitaðar, silfurlitaðar og koparlitaðar merkikrækjur.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald: Fjögur hólf, þríhyrningslaga sem lokast eins og umslag með smellum. Þrjár marglitar teygjur sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Utan um hvern hólk er beinhvít teygja. Stærð: Ytri mál eru 16,5 cm x 6,3 cm x 6,3 cm. Innri mál hvers hólks eru 14,5 cm x 4,5cm x 2,5 cm. Hugmyndin á bak við hönnunina er að halda skipulagi á smáhlutunum. Setjið prjónamerkin og annað sem fylgir ykkur í hólfin, takið öll með eða bara eitt með því sem skiptir máli hverju sinni, því þau eru fest saman með smellum. ATH. Innihald sem sést á mynd fylgir ekki með.
  • SOAK Mini er bréf með þvottalegi sem dugar í stóra peysu eða 2-3 þvotta ef um minni flík er að ræða. Hentug eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK eða hafa með sér á ferð. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti. Veldu ilm eða ilmlaust hér fyrir neðan.
  • Soak Flatter er úði án sterkju sem sléttir, afrafmagnar og frískar upp. Óþarfi að þvo peysuna (eða flíkina) eins oft ef Flatter er til staðar. Mild umhverfisvæn formúla. Flatter auðveldar straujun bæði með eða án gufu. Úðað er jafnt yfir flíkina. Endurtekið ef óskað er eftir meiri stífni. Notað til að fríska upp á flíkur á milli þvotta eða til að koma í veg fyrir krumpur.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2015)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 211 x 258 x 6 mm

    The Embroidered Garden : Stitching through the Seasons of a Flower Garden

    Dásamlega falleg útsaumsbók eftir japanska höfundinn Kazuko Aoki. Það sést að áhugasviðið nær yfir garðyrkju jafnt sem útsaum. Kazuko Aoki yfirfærir fegurðina úr garðinum yfir í útsauminn á einstakan hátt. Fjörtíu mynstur endurspegla blómagarðinn og líka býflugurnar og fiðrildin. Teikningarnar sýna verkefnin vel og fyrir þá sem þurfa þá er aðferðirnar líka útskýrðar vel. Útsauminn er svo hægt að útfæra í barmnælur, bókakápur, nálapúða og poka.
  • Höfundur: Zoe Bateman Útgefandi: Octopus Publishing Group (2020)
    Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 560 g | Mál: ‎188 x 244 x 16 mm
    Þú vilt læra að hekla en einhverra hluta vegna endarðu með garnflækju og skilur ekkert í neinu. Þessi byrjendavæna bók byrjar á grunninum, útskýrir vel og vandlega staf fyrir staf allt sem maður þarf að læra til að geta heklað. Þú lærir að gera rennilykku, loftlykkju, auka út og taka úr, hekla í hring,  auk annara atriða sem skipta máli. Um leið og þú ert búin/n að ná aðalatriðunum, eru í bókinni 15 auðveld verkefni, allt frá litríkum pottaleppa til heklaðs teppis.  Eftir því sem verkefnin verða flóknari nærðu betri æfingu og tökum á hekltækninni. Þegar þú lýkur við bókina mundu geta heklað mismunandi verkefni eins og farsímaveski, leikfang, vegghengi  og húfu.  Gefðu þér tíma og lærðu nýja aðferð og njóttu þess að hekla eitthvað fallegt fyrir þig og þína.. Verkefni í bókinni: - Dúskahúfa - Körfur - Púðar - Leikfang - Innkaupataska - Ennisband - Kaffibollahlíf - Svefngríma

  • Höfundur: Bristol Ivy
    Útgefandi: Pom Pom Press (2019)
    Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
  • Má kynna þig fyrir nýju Della Q Hook & Needle Notebook eða áhaldamöppunni, sem er hönnuð til að einfalda líf þeirra sem prjóna og hekla. Þetta er skipulagsmappa með síðum/spjöldum sem hefur hver með sinn tilgang og geymir á vísum stað heklunálar, prjóna, smáhluti, uppskriftir/mynstur o.fl. Hver mappa inniheldur fjórar síður og bráðlega verður einnig hægt að fá stakar viðbótarsíður. Á innanverðri kápunni eru tvær frágangsnálar, málband, skæri og þægilegur renndur vasi fyrir alls konar smádót. Kemur í 5 litum sem eru í stíl við hringprjónamöppuna. Flettið í gegnum allar myndirnar til að skoða innihald möppunnar. Þessi mappa er vönduð og gerð til að endast. Síður sem fylgja með Hook & Needle Notebook eru:
    • fyrir sokkaprjóna eða heklunálar
    • fyrir heklunálar eða prjónaodda
    • fyrir hringprjóna eða fylgihluti
    • innbyggður gegnsær renndur poki
    STÆRÐ | 26,7 cm (hæð) x 23 cm (breidd) x 6,5 cm (dýpt)
    • Útsaumsnálar með stóru auga.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
  • Garnleiðari er settur upp á vísifingur vinstri handar í tvíbanda- eða þríbandaprjóni. Þá haldast litirnir aðskildir svo auðveldara verður að láta ríkjandi og víkjandi liti vera á sínum stað. Fæst fyrir fínna garn og grófara garn. Ath. litir geta verið mismunandi.  
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
  • Löngu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 15 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • FINNISH KNITS Aukatímarit frá LAINE (á ensku) með 18 uppskriftum eftir þekktustu prjónhönnuði Finnlands. Peysur og sokkar, áhugaverðar greinar og eins og alltaf, dásamlega fallegar myndir.
  • Vettlingapakki LATVIAN GREY #06 Þessar pakkningar innihalda vettlingauppskrift með mynsturteikningu og ullargarni. Vettlingamynstrin eiga rætur að rekja til ýmissa svæða í Lettlandi. Hvert vettlingapar hefur sína sögu og sína merkingu. Í Lettlandi hafa vettlingar verið aðalgjafirnar um aldaskeið. Nú til dags eru þeir, í öllum sínum litríku útgáfum, enn mikilvægur hluti af vetrarklæðnaði fólks. Allar pakkningarnar innihalda 100% nýull frá bóndabæ í eigu fjölskyldu sem vinnur ullina sjálf fyrir spunann. Allt er handgert, þ.m.t. kassinn. Í Knit Like a Latvian pakkningunni er:
    • litprentuð mynsturteikning
    • 100% ull í litum sem duga í vettlingapar í stærð M/L
    • vettlingauppskrift
    Ráðlagðir prjónar: 1,5mm - 3 mm – prjónarnir fylgja ekki með. Við mælum með handþvotti í ylvolgu vatni og leggja vettlingana flata til þerris.
     
  • Höfundur: Claudia Quintanilla Útgefandi: Hardie Grant Books (2024)
    Harðspjalda | 184 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 615 g | Mál: 231 x 196 mm

    Making Memories: 25 Timeless Knitting Patterns for Children is an enchanting collection of knitting patterns for children from Claudia Quintanilla and Laine.

    From cardigans and sweaters to cosy blankets to smaller pieces such as socks and mittens, this book covers a range of techniques, skill levels and yarns in 25 accessible knitting patterns. The majority of the patterns are graded from new-borns to 10-year-olds, so you can pick just the right piece for the smallest in the family. What about a colourwork pullover, an all-over lace scarf or an embroidered cardigan?

    These classic knits combined with dreamy photography and playful illustrations create a children’s knitwear book unlike anything seen in this genre before.

  • Saumnálar með góðum oddi fyrir allan almennan saumaskap. Tólf nálar í pakka í mismunandi lengdum og grófleikum.
  • Getur gagnlegt prjónahjálpartæki líka verið skartgripur? Já, nýi hringurinn úr 925 sterling silfri frá addi, sem fæst í þremur stærðum, sameinar hönnun og garnleiðara í einni vöru. Hringinn er ekki aðeins hægt að nota við tvíbanda prjón, heldur er einnig frábær garnleiðari í einlitu prjóni. Hægt er að breyta spennu garnsins eftir hvernig það er þrætt. Skartgripur framleiddur í Altena, Þýskalandi. Auðvelt að aðlaga að stærð. Hönnun eftir Sylvie Rasch. Stærðir: S = ummál 52mm M = ummál 54mm L = ummál 56mm
  • Höfundur: Claudia Quintanilla Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Mjúkpjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 630  g | Mál: 190 x 240 x 16 mm
    MEMORY LANE, embellished knits to cherish  
Go to Top