-
Mýkir
Þurrkaraboltar eru bráðnauðsynlegir til að þurrka yfirhafnir með fyllingu úr dúni. Þeir veltast um í þurrkaranum og berja lofti í flíkina. En þurrkaraboltarnir (Dryer Dots) hafa annan og meiri tilgang. Þeir mýkja efni á náttúrulegan hátt, með varkárri og hávaðalausri veltandi hreyfingu.Spara tíma, peninga og orku
Dryer Dots boltarnir eru úr 100% umhverfisvænni ull sem drekkur í sig raka sem styttir þurrkunartímann. Boltarnir koma loftinu á meiri hreyfingu í þurrkaranum sem spara þess vegna orku.Lyktarlausir og án ofnæmisvaldandi efna
Boltarnir eru án mýkingarefna og ilmefnalausir, öruggir í notkun fyrir þau sem eru með viðkvæma húð, asma og ofnæmi. Það er einnig hægt að nota boltana til að mýkja ungbarnafatnað og taubleyjur. Þeir fara vel með efni.Endist í yfir 3.000 þurrkarafylli!
-
Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni. Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur. • Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus. • Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum. • Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar. • Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur. • Hægt að nota sem stutta heklunál. • Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni. Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm
-
Búið til skúfa með alls konar garni! Hægt að nota útsaumsgarn, prjónagarn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Sniðugt að eiga skúfa til að merkja/skreyta skærin og önnur áhöld. Hér er PDF skjal með leiðbeiningum um hvernig skúfarnir eru búnir til með þessu áhaldi: SKÚFAGERÐ.
-
Þetta námskeið hefur verið sett á bið. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með þegar það fer í gang aftur sendu okkur þá línu á [email protected]. 3 skipti – Þriðjudagar kl. 18-20 Prjón fyrir byrjendur - English below Námskeiðið er fyrir alla sem eru byrjendur eða hafa smá reynslu eða vilja rifja upp grundvallaratriði. Garn er innifalið þið getið valið um mismunandi tegundir og liti. Althea Wetter fer í gengum ferlið að prjóna ennisband og frágang á því. Ef vel gengur þá verður hún með annað verkefni ef þarf. Námskeiðið er fyrir íslensku-, þýsku- og enskumælandi og kennir á þeim tungumálum ef þarf. Farið verður í:
- Val á garni og prjónum
- Uppfitjun
- Slétt prjón
- Brugðið prjón
- Affelling
- Frágangur
- To choose yarn and needles
- To cast on
- To knit (continental style)
- To purl (continental style)
- To cast/bind off
- To weave in ends