Heklunálaveski til að hafa gott skipulag á heklunálunum. Hvert hólf er merkt heklunálastærðinni. Tvö ómerkt aukahólf.
Á myndinni sést heklunálaveskið brotið ó tvennt en þegar búið er að fylla það af heklunálum er þægilegt að rúlla því upp og festa með snúruteygjunni. Stærð: Lokað: 15 x 18,5 cm Opið: 47 x 25,5 cm Dýpt vasa: 10 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Linen línan - Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af heklunálum!-
Eitt skipti – miðvikudagur 26. mars kl. 17:30 - 20 Styttar umferðir er aðferð (til fleiri en ein) til að búa til upphækkun í prjónaðri flík svo að hún passi betur. Algengast er að þetta sér gert hnakkamegin í hálsmáli á peysum, en stundum líka neðan á bol til að síkka bakstykkið eða á ermum. Einnig til að búa til mynsturprjón. Styttar umferðir voru mjög mikið notaðar hér áður fyrr þegar peysur voru gjarnan þröngar, aðsniðnar og áttu að passa vel. Svo kom langt tímabil þegar peysur urðu víðar og einfaldar í sniði og þessi aðferðarfræði gleymdist. Það var ekki hefð fyrir því að prjóna lopapeysur með upphækkun á hnakka, því peysurnar voru einfaldlega teygður í form eftir þvottinn. En nú er öldin önnur, því mjög margar uppskriftir gera ráð fyrir styttum umferðum, aðallega til að móta hálsmálið. Þá skiptir engu hvort peysur eru prjónaðar ofan frá eða neðan frá því þetta snýst um að hafa fallegt, vel sniðið hálsmál svo peysan verði klæðileg.Námskeiðslýsing Á þessu örnámskeiði leggjum við áherslu á að skilja tilgang styttra umferða (upphækkunar) og lærum eina til þrjár aðferðir eftir áhuga hvers og eins og hvað tíminn leyfir. Það getur verið gott að kunna fleiri en eina aðferð því verkefnið og garnið getur haft áhrif á hversu vel snúningurinn sést og markmiðið er að hann sjáist sem minnst.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
- Þýskar styttar umferðir (German Short Rows). Sennilega vinsælasta aðferðin í dag.
- Vefja & snúa styttar umferðir (Wrap & Turn Short Rows). Vel þekkt aðferð og mikið notuð. Gott að kunna því hún sést minnst í garðaprjóni og þar sem mynsturprjón er með brugðnum lykkjum.
- Skuggavaf (Shadow Wrap). Nýleg aðferð til að bæta við í prjóntæknibankann.
Hringprjóna 3,5-4 mm 60-80 cm. Nokkrar merkikrækjur. Garn í prufuprjónið er innifalið!Kennari: Guðrún Hannele Myndin sýnir Celeste peysurnar frá Petiteknit og þar sést hvernig hálsmálið er hærra að aftan. -
Eitt skipti – miðvikudagur 2. apríl kl. 17:30 - 20 Ósýnilega affelling er gerð með grófri jafanál og verður nánast ósýnileg. Þessi aðferð er oftast notuð til að kallast á við ósýnilega uppfitjun eða faldfit (tubular cast on). Þetta er góð leið til að fella af á peysum, neðst á stroffi á bol og ermum þegar prjónað er ofan frá og/eða í hálsmáli m.a. vegna þess að hún er teygjanleg. Þessi affelling er líka eftirsóknarverð vegna útlitsins, það kemur engin brún! Hægt er að gera fleiri eða færri undirbúningsumferðir eftir því hvort óskað er eftir rúnnaðri brún (holrúmi) eða ekki. Á námskeiðinu eru gerðar prufur í hringprjóni og flatprjóni.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Takið með hringprjóna 3,5-4,5 mm (4 mm ef þið prjónið hvorki fast né laust) í 40 cm lengd fyrir hringprjónaða prufu og 60-80 cm fyrir flatprjónaða prufu. Garn í prufuprjónið og jafanál með bognum oddi er innifalið!Kennari: Guðrún Hannele
-
Mesh + Zip + Linen Rennilásabuddur Rannilásabuddur í setti með þremur stærðum. Önnur hliðin er gagnsæ þannig að auðvelt er að sjá hvað leynist í henni. Buddurnar rúmast hver inn í aðra. Önnur hliðin er úr einlitu efni með áletruninni Crafting from the heart. Minnsta buddan er frábær fyrir smáhluti eins og nálar, prjónamerki, prjóna, en stærri buddurnar eru nógu stórar fyrir 1-3 hnotu/hespu verkefni. Stærð S: Lengd: 12,7 cm x breidd: 19 cm x dýpt: 5,7 cm
L: Lengd: 15,25 cm x breidd: 24 x dýpt: 7 cm
XL: Lengd: 20,3 cm x breidd: 27,95 cm x dýpt: 8,9 cm -
Það getur verið erfitt að koma skipulagi á hringprjónana. Þeir flækjast auðveldlega og það getur tekið langan tíma að finna rétta prjóninn. Prjónahengið er svarið! Hver göng geta geymt marga prjóna í mismunandi lengdum. Böndin efst er hægt að nota til að hengja prjónahengið upp; á herðatré, á fataslá eða á hurð. Það getur verið sniðugt að hnýta böndin utan um prik eða t.d. langan prjón og hengja upp á snaga eða nagla. Neðst er vasi með rennilás til að geyma smáhluti. Tuttugu göng eru merkt með prjónastærðum og ein eru auka án merkingar. Göngin eru merkt í þessum prjónastærðir í mm: 1,5, 1,75, 2, 2,25, 2,5, 2,75, 3, 3,25, 3,5, 3,75, 4, 4,5, 5, 5,5, 6, 6,5, 7, 8, 9, 10, 12 mm.Stærð Lengd: 82,5 x breidd: 25,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga. Linen línan - Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!
-
Maker’s Buddy Case eða smáhlutabudda. Nýjasta útgáfan af þessum buddum er með enn sterkari segli í lokinu. Þannig haldast smáhlutir eins og prjónamerki, nálar o.fl. á sínum stað. Stærð: 12,7 x 8,9 x 5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna og Maker's hringprjónatöskuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
MATRYOSHKA STARTER KIT er útsaumspakki fyrir lengra komna í útsaumi. Pakkinn heitir grunnsett af því það er allt í honum til að byrja að sauma. Notuð eru fjölbreytt frjáls útsaumsspor. Öll útsaumsmynstur frá Kiriki eru handþrykkt með björtum, vatnsbaseruðum bleklitum á efni. Það er því ekki þörf á að yfirfæra mynstur á efni. Innihald:
- Útsaumshringur Ø 15 cm
- Gyllt storkaskæri
- Bók með lýsingu á útsaumssporunum
- Silkiprentað bómullarefni
- Áprentað efni fyrir bak
- Útsaumsnál nr. 9
- Útsaumsgarn frá DMC; árórugarn
- Fylling
- Góð vinnulýsing
- Litmynd af útsaumaðri dúkku
- Áprentaðar umbúðir; upplagt sem gjöf!
-
HORNED OWL STARTER KIT er útsaumspakki fyrir byrjendur og lengra komna í útsaumi. Pakkinn heitir byrjunarpakki af því það er allt í honum til að byrja að sauma. Sporin eru fyrir þá sem hafa einhverja reynslu í útsaumi. Notuð eru einföld frjáls útsaumsspor og aðeins flóknari. Öll útsaumsmynstur frá Kiriki eru handþrykkt með björtum, vatnsbaseruðum bleklitum á efni. Það er því ekki þörf á að yfirfæra mynstur á efni. Innihald:
- Útsaumshringur Ø 15 cm
- Gyllt storkaskæri
- Bók með lýsingu á útsaumssporunum
- Silkiprentað bómullarefni
- Áprentað efni fyrir bak
- Útsaumsnál nr. 9
- Útsaumsgarn frá DMC; árórugarn
- Fylling
- Góð vinnulýsing
- Litmynd af útsaumaðri uglu
- Áprentaðar umbúðir; upplagt sem gjöf!
-
Höfundur: Anna JohannaÙtgefandi: Laine Publishing (2024)Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: 212 x 277 x 21 mmStrands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
- Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
- Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
- Tveir litlir, kringlóttir seglar.
- Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
- Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
-
Höfundur: Veronika Lindberg Útgefandi: Laine Publishing (2024)Harðspjalda | 204 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950 g | Mál: 210 x 280 x 20 mmKNITS TO WEAR: KUTOVA KIKABók með fallegum og klæðilegum peysum og fylgihlutum. Í bókinni eru 17 uppskriftir; 7 heilar peysur, 2 hnepptar peysur, 3 bolir, 1 vesti, 3 húfur og 1 kragi. Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Buddan er saumuð á stramma með krosssaumi með útsaumsgarni úr 100% ull. Það eru fylgja margir litir af útsaumsgarni með. Hönnuðurinn leggur til að þið veljið litina af handahófi þegar saumað er. Þá verður þetta óvissuferð, en kemur alltaf fallega út því litirnir passa allir vel saman. Rennilás fylgir og liturinn á honum er mismunandi, en alltaf í stíl við garnið. Innihald: Strammi, jafanál, útsaumsgarn úr ull, rennilás, leðursnúra, mynsturteikning, efni fyrir frágang og leiðbeiningar á dönsku. Hönnuður: Søren Nielsen Stærð: 15 cm x 22 cm Þéttleiki: 44 spor / 10 cm.
-
Þetta fylgihlutaveski er ómissandi fyrir alla prjónara og heklara. Hagnýt, lítil taska með aukahlutum sem passar örugglega í hvaða verkefnatösku sem er. Innihald: Textíltaska með þrýstihnappi og augnholu, málband (allt að 150 cm), gullin einhyrningsskæri (10 cm), 5 lykkjukrækjur (2 gull, 3 silfur), 1 frágangsnál.