Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér.
Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel.
Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð.
Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa.
Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar.
Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með.
Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
-
Rollfix málböndin eru þýsk gæðaframleiðsla og vinsælustu málböndin hjá okkur. Þau eru þægileg í notkun; málbandið er dregið út og er með stoppara. Dregið aftur inn með því að ýta á miðjuna. Skelin er úr sterku ABS plasti og fást með alls konar skreytingum. Málbandið sjálft er líka úr endingargóðu efni sem teygist ekki. Merkingin er svört á hvítum grunni. Skelin er 5 cm í þvermál og málbandið mælir bæði í cm og tommum. Lengd 150 cm.
-
Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
- Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Samtals 54 prjónamerki.
-
Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
- Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
- Mál:
- 9 cm x 2 cm
- Tvær segulklemmur
- Litaval:
- Colorful
- Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
- Neutral
- Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
- Earth Tones
- Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
- Colorful
-
Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu. Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald: Fjögur hólf, þríhyrningslaga sem lokast eins og umslag með smellum. Þrjár marglitar teygjur sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Utan um hvern hólk er beinhvít teygja. Stærð: Ytri mál eru 16,5 cm x 6,3 cm x 6,3 cm. Innri mál hvers hólks eru 14,5 cm x 4,5cm x 2,5 cm. Hugmyndin á bak við hönnunina er að halda skipulagi á smáhlutunum. Setjið prjónamerkin og annað sem fylgir ykkur í hólfin, takið öll með eða bara eitt með því sem skiptir máli hverju sinni, því þau eru fest saman með smellum. ATH. Innihald sem sést á mynd fylgir ekki með.
-
- Gluggi yfir tölunum með stækkun
- Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
- Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
- Til að telja umferðir:
- Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
- Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
- Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
-
- Stikan er 20 cm x 2,5 cm – með 3 innbyggðum seglum
- Prjónamálið er 25 cm x 3,5 cm – með 4 innbyggðum seglum
- Mælir prjónastærðir 2 mm – 12 mm (þ.m.t. 2,5mm, 3mm, 7mm og 12mm sem kom ekki fyrir á litla prjónamálinu frá Cocoknits)
- Framleitt úr 100% efni sem nefnist polylactic acid (PLA), sem er búið til úr trefjum úr jurtaríku og er 100% vistvænt (ekkert plast).
- PLA efnið er mótað utan um seglana og þ.a.l. er ekkert mengandi lím nota til að festa þá og þeir munu ekki losna!
- 1 reglustika með seglum
- 1 prjónamál með seglum
-
Krækju prjónamerki sem auðvelt er að opna og stinga inn í prjónaða (heklaða) lykkju. Merkið gefur aðeins eftir þannig að það hentar fyrir misgróft garn og það tollir á sínum stað á meðan prjónað er. Merkin eru úr nælonhúðuðu stáli og loða við segul. Boxið inniheldur 60 merki; 10 stk. í 6 mismunandi litum.