• Addilinos HRINGPRJÓNAR

    695kr.985kr.
    Hringprjónar hannaðir fyrir börn og þá sem eru að læra að prjóna.  Annar oddurinn er gylltur og hinn silfraður svo ekki þurfi að vísa í vinstri og hægri prjón. Snilld!
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með góðum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu gæða prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Short prjónaodda er hægt að nota með 40cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með löngum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu góðu prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Long prjónaodda er hægt að nota með 60cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • ADDI Click snúrur er hægt að kaupa stakar í ýmsum lengdum. Athugið að lengdin sem gefin er upp er mæld þegar snúra og oddar eru festir saman og mynda hringprjón. Athugið jafnframt að 40cm og 50cm snúrur er aðeins hægt að nota með stuttum oddum. Addi snúrurnar eru liprar og þægilegar í prjóni.
  • Addi JAFANÁLAR

    295kr.330kr.
    ADDI jafanálar (án odds); 6 stk. í pakka. Góðar sem frágangsnálar eða í krosssaum eða önnur úttalin spor. Lægra númer = grófari nálar.
  • addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • ADDI Click SOS snúrur, 3/pk; 60cm, 80cm og 100cm. ADDI SOS snúrur eru eins og aðrar snúrur, nema það er lítið gat beggja vegna þar sem samskeytin eru. Götin eru til að þræða fíngert garn eða þráð í gegnum og hnýta. Síðan er umferðin prjónuð eins og venjulega. Þráðurinn er losaður og hnýttur saman. Ef villa uppgötvast er snilld að geta sleppt lykkjunum af prjóninum, rakið upp og lykkjurnar sitja öruggar á þræðinum. Þetta þarf svo að endurtaka reglulega svo ekki þurfi að rekja mjög langt niður í hvert sinn, t.d. á 10-20 umferða fresti. Það er upplagt að nota þessa aðferð við alls konar gataprjón og klukkuprjón sem getur verið erfitt að rekja upp.  
  • Seld í stykkjatali. Prjónamerkin er hægt að nota lokuð utan um prjóninn til að merkja stað á milli lykkja. Einnig til að merkja stað í umferð því það er hægt að opna þau og þau haldast vel lokuð.
  • Gylltu skærin frá ADDI eru aðeins 6,5 cm löng og eru því fyrirferðarlítil og frábær í prjónapokann.
  • Kaðlaprjónar fyrir gróft garn í grófleikum 7mm og 10mm.
  • Hefðbundnar lykkjunælur, 2 í pakka, til að geyma lykkjur í handvegi eða á öðrum stöðum.
  • T-pinnar eru sérstakir títuprjónar fyrir strekkingu. Þeir eru grófari, sterkari og svigna ekki. Ryðfríir og ómissandi þegar strekkja á sjöl eða annan textíl. 50 stk. í boxi.  
  • Hver teinn er þræddur í gegnum brúnina á sjalinu eða peysunni sem á að strekkja eða móta. Teinninn er svo festur með T-pinnunum. Allir teinar eru úr ryðfríu stáli. Innihald: Hólkur með 6 teinum 95cm á lengd, 6 teinum 50cm á lengd, 3 sveigjanlegum teinum 95cm á lengd, 1 málband & 20 T-pinnar.
  • Aukareim í NATURAL hnotuvinduna frá Knit Pro.
  • Kaðlaprjónar, tveir misgrófir úr málmi í pakka.
  • Fyrirferðarlítið prjónamál úr plasti. Þægilegt til að hafa með í prjónatöskunni. Myndin sýnir US stærðir en á hinni hliðinni eru mm stærðir.  
  • Prjónamál, ílangt úr plasi. Mælir prjónafestu og er með stækkunargleri til að auðvelda talningu á lykkjum og/eða setja yfir línu í uppskrift.
  • Hringur sem er teljari. Telur upp í 99. Mismunandi stærðir í boði. Flestir hafa hringinn/teljarann á vísifingri eða þumli. Stærðir 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
  • Addi HRINGPRJÓNAR

    1.195kr.2.095kr.
    ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. 12mm prjónarnir eru með slöngur, ekki snúru.
  • Stuttu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermar á ungbarnapeysur. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 20 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Löngu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 15 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjónn er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 15 cm langir.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.
  • Addi Lace HRINGPRJÓNAR

    1.195kr.1.845kr.
    ADDI Lace hringprjónanir með góða oddinum! Þeir eru úr málmi með löngum oddi sem hentar mjög vel fyrir gataprjón, en líka allt annað prjón. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Vanir prjónarar sem prjóna hratt finna vel muninn á að nota þessa prjóna því lykkjurnar renna svo vel á prjóninum og þá tefur þig ekkert! Það er ekki skrítið að þessir prjónar eru kallaðir Turbo í BNA. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds.
Go to Top