A Knitting Life – Out into the World
Breytumst við sem manneskjur í gegnum lífsreynslu okkar? Staðirnir sem við búum á; samtöl við fólkið sem við hittum; ferðalög til annarra landa; þátttaka í sérstökum atburðum. Hvað er það sem mótar og hefur áhrif á handverksfólk?
A Knitting Life – Out into the World er önnur bókin af þremur þar sem Marianne Isager deilir prjónalífi sínu í gegnum fimm áratugi.
Það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem Marianne Isager fór virkilega að kanna heiminn. Í þessari bók fylgjumst við með ferðalögum hennar til Suður-Ameríku, Afríku, Grænlands og Nepal. Á þessum ferðalögum opnast dyr að heimi óþrjótandi innblásturs. Þar eru það ekki aðeins mynstrin í vefnaði, körfum og leirkerum sem hrífa, heldur einnig arkitektúr, landslag og öll þau undur sem fylla hug og sál þegar maður heimsækir nýjan stað í fyrsta sinn og upplifir hefðirnar, matinn, fólkið og söguna sem smám saman læðist inn í merg og bein.
Eins og í fyrstu bókinni eru hér kynnt þekkt hönnun eftir Marianne sem mörg hver endurspegla tískuna á sínum tíma. Í þessari bók eru einnig 16 ný prjónaverk með uppskriftum, öll innblásin af ferðalögum hennar, þar sem handverk og gæða garn mætast á einstakan hátt.
Á þessum árum ferðalaga er heimabær Marianne, Tversted í Norður-Danmörku, fasti punkturinn í lífi hennar. Þar er einnig staðsett garnfyrirtækið Isager, sem Marianne rekur ásamt dóttur sinni, Helgu Isager.