• Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
    • Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Samtals 54 prjónamerki.
  • Þægileg prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Þvermál: 9mm.
  • Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
    • Opnin merki til að merkja umferðir.
    • Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
    • Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
    • Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
    • Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
    Hver tegund: 24 merki, 4 í 6 mismunandi litum, samtals 120 prjónamerki. Hver tegund af merkum kemur í litlum hólkum úr kraftpappír.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
       
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
    ATH. Dönsk þýðing fylgir með!
       
    • Mælir prjóna frá 2 - 10 mm.
    • Stærð 2,5 cm x 4 cm.
    • Spjöldin haldast á sínum stað með pínulitlum seglum.
    • Búið til úr 100% náttúrueyðanlegu efni og inniheldur ekkert plast.
    • Litaröðin á spjöldunum er tilviljanakennd.
    • Notkun: Snúðu spjaldinu út og mátaðu prjóninn í hvert gat þar til þú funnur réttu stærðina.
    • Ef prjónamálið blotnar þarf að leyfa því að þorna með spjöldin út á þurrum stað í 1-2 sólarhringa (af því þetta er ekki plast!).
  • Opin prjónamerki sem auðvelt er að stinga inn í prjónaða (heklaða) lykkju. Merkið gefur aðeins eftir þannig að það hentar fyrir misgróft garn og það tollir á sínum stað á meðan prjónað er. Merkin eru úr nælonhúðuðu stáli og loða við segul. Boxið inniheldur 60 merki; 10 stk. í 6 mismunandi litum.
  • Japanskt útsaumsgarn sem hentar vel fyrir japanskar útsaumsaðferðir til dæmis Sashiko og Boro.
    Útsaumsgarn úr mattri bómull. Saumað er með þræðinum óklofnum.
    Hvert spjald inniheldur 12 metra.
  • Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.  
  • Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu.  Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
  • Sjálflímandi fatabót sem hentar á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf.
  • Sjálflímandi fatabót með endurskini sem henta á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf.
  • Höfundur: Nicholas Ball Útgefandi: Lucky Spool (2024)
    Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1215 g | Mál: ‎225 x 285 mm 
     
    Improv bútasaumur er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sér mikla sögu og vekur áhuga og innblástur. Slíkur bútasaumur hefur lengi verið annað en bara til nytja. Improv bútasaumur getur verið með pólitísk skilaboð, minningar um fallna ástvini, hann getur verið heilandi og hann stendur einnig sem viðurkennt listform. Það eru bæði sögulegar skrásetningar og persónulegar sögur í þessari tvískinnu, ,Use & Ornament'.
  • Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við  SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
    • Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
    • Mál:
      • 9 cm x 2 cm
    Valkostir:
    • Tvær segulklemmur
    • Litaval:
      • Colorful
        • Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
      • Neutral
        • Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
      • Earth Tones
        • Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
  • Klemmur til að festa saman brúnir á prjónastykkjum sem á að sauma saman. Núna án plasts! Vörurnar frá Cocoknits eru umhverfisvænar. Klemmurnar eru búnar til úr sama náttúrueyðanlega efninu og málböndin og eru í linen (lín) lit. 12 klemmur í poka.
  • Sterk taska úr júta með góðum höldum, sem rúmar prjónaverkefnið eða alla peysuumönnunarhlutina frá Cocoknits. Litlar hliðarvasar beggja vegna. Júta er náttúrulegt efni og er 100% endurvinnanlegt og niðurbrjótanlegt. Stærð töskunnar er einmitt hæfileg fyrir garn í heila peysu, grænmeti úr búðinni eða af markaðnum, eða fyrir hvers kyns innkaup. Stærð:
    • 38 cm × 31 cm × 13 cm
     
  • Umhverfisvæn lausn fyrir þá prjónara sem vilja halda garnhnotunum heilum án þess að þær flækist á meðan prjónað er og jafnvel ferðast með prjónaverkefnið á milli staða. Snilldin við þennan poka er, fyrir utan að leysa af hólmi alla plastpokana sem þjónuðu e.t.v. sama hlutverki, að smellurnar sem loka opinu mynda þrjú göt. Þannig er hægt að leiða einn þráð út um eitt gatið og annan t.d. silki/mohair garni sem vill flækjast út um annað op. Þá flækist garnið ekki. Allir sem hafa prjónað úr tvöföldu eða þreföldu garni þekkja það vandamál. Efni: Náttúruleg pappírskvoða. Stærð: Opið 15 cm á hæð x 15 cm á breidd x 15 cmá dýpt. Rúmar eina stóra hnotu eða 2-3 litlar. Lokast með smellum (engir rennilásar sem garnið getur flækst í), flatur botn og stendur upprétt á borði.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2015)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 211 x 258 x 6 mm

    The Embroidered Garden : Stitching through the Seasons of a Flower Garden

    Dásamlega falleg útsaumsbók eftir japanska höfundinn Kazuko Aoki. Það sést að áhugasviðið nær yfir garðyrkju jafnt sem útsaum. Kazuko Aoki yfirfærir fegurðina úr garðinum yfir í útsauminn á einstakan hátt. Fjörtíu mynstur endurspegla blómagarðinn og líka býflugurnar og fiðrildin. Teikningarnar sýna verkefnin vel og fyrir þá sem þurfa þá er aðferðirnar líka útskýrðar vel. Útsauminn er svo hægt að útfæra í barmnælur, bókakápur, nálapúða og poka.
  • Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210

    Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj

    Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou  á instagram er  mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.
    • 12 aðferðir til viðgerða
    • 10 helstu saumspor sem notuð eru
    • 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
    Með áherslu á hefðbundar handversksaðferðir og full af aðgengilegum upplýsingum mun þessi bók kenna þer að hægja á og skapa.  
  • Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Roost Books (2024)
    Mjúkspjalda | 100 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 320 g | Mál: 180 x 241

    Seamless Embriodery eftir Yumiko Higuchi

    42 falleg munstur og verkefni sem veita innsýn í töfra síendurtekinna munstra.  
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
    • Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
    • Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
    • Tveir litlir, kringlóttir seglar.
    • Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
    • Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
    Stærð: 28 cm x 23 cm (samanbrotið). ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Notkun:
    • Skipuleggið öll áhöldin sem þarf fyrir hvert verkefni
    • Kemst inn í prjónatösku, bakpoka eða körfu
    • Lokið nær yfir alla vasana þó það sé fullt
    • Vefjið bómullarsnúru utan um veskið og loks töluna
    • Teygið í sundur til að láta standa á borði
    • Takið vasana með smáhlutunum úr til að komast auðveldlega að þeim
    Til að fá góð ráð og hugmyndir um hvernig hægt er að nota veskið; smellið hér: "A LOOK INSIDE THE PROJECT WALLET"
    Innihald:
    • Verkefnaveski með 11 vösum, vaxborin snúra úr bómull og tala úr corozo (resin unnið úr vistvænu efni).
    • 3 vasar sem hægt er að taka úr.
    ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald: Fjögur hólf, þríhyrningslaga sem lokast eins og umslag með smellum. Þrjár marglitar teygjur sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Utan um hvern hólk er beinhvít teygja. Stærð: Ytri mál eru 16,5 cm x 6,3 cm x 6,3 cm. Innri mál hvers hólks eru 14,5 cm x 4,5cm x 2,5 cm. Hugmyndin á bak við hönnunina er að halda skipulagi á smáhlutunum. Setjið prjónamerkin og annað sem fylgir ykkur í hólfin, takið öll með eða bara eitt með því sem skiptir máli hverju sinni, því þau eru fest saman með smellum. ATH. Innihald sem sést á mynd fylgir ekki með.
Go to Top