• Handunnin garn- eða hnotuvinda úr birkivið sem getur undið allt að 450 g af garni í fínbands (4ply/fingering) grófleika. Garnvindan er alveg hljóðlaus og hún er hönnuð þannig að snertifletir eru fáir og því er gengur vindingin ljúft og snuðrulaust fyrir sig. Borðfesting fylgir. Fyrirhafnarminna að vinda garn í hnotu í þessari vindu því hver hringur sem snúið er eins og þrír á minni garnvindum. Hægt að kaupa auka gúmmíreim ef á þarf að halda. Allt í senn falleg og nytsamleg. Hægt er að kaupa aukareim ef á þarf að halda.
  • Rollfix málböndin eru þýsk gæðaframleiðsla og vinsælustu málböndin hjá okkur. Þau eru þægileg í notkun; málbandið er dregið út og er með stoppara. Dregið aftur inn með því að ýta á miðjuna. Skelin er úr sterku ABS plasti og fást með alls konar skreytingum. Málbandið sjálft er líka úr endingargóðu efni sem teygist ekki. Merkingin er svört á hvítum grunni. Skelin er 5 cm í þvermál og málbandið mælir bæði í cm og tommum. Lengd 150 cm.
  • Þessar snudduklemmur eru úr málmi og eru ætlaðar til að festa band eða borða við sem síðan tengist við snudduna sjálfa. Þessar klemmur eru líka fínar á axlabönd. Veljið lit hér fyrir neðan.
  • Prjónamál úr tré með lógói Storksins. Mælir 14 prjónastærðir frá 2 mm upp í 10 mm. Einnig mælistika t.d. til að mæla prjónfestuna. Lítð og létt og handhægt úr hörðum við sem tryggir nákvæma mælingu. Stærð 12 x 4,5 cm. Framleitt á Íslandi af UGLU.
  • Sæbjörg er sokkar sem eru þægilegir í prjóni. Hællinn er hefðbundinn bandhæll, sem er líka þekktur undir nafninu Halldóruhæll. Hér er þó útgáfa þar sem hælstallurinn er með garðaprjónskanti sem minnkar líkur á að það myndist göt þegar hælstallslykkjurnar eru prjónaðar upp. Þá er bæði hælstallurinn og hæltungan með styrkingu eða prjónað með óprjónuðum og prjónuðum lykkjum á víxl til að gera hælinn þéttari og mýkri.
    Gægt er að hafa stroffið á sokkleggnum hærra og brjóta það tvöfalt, ykkar er valið. Þægindin við að stroffið nái niður að hæl er að þá er svo auðvelt að bregða sér í og úr sokkunum.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni, smellið á hana til að hlaða henni niður. Það er einnig hægt að smella á slóðina sem er að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Höfundur: Nihon Vogue & Gayle Roehm Útgefandi: Tuttle Publishing (2021)
    Mjúkspjalda | 152 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 845 g | Mál: 216 x 292 mm Stórkostleg mynsturbók með alls kyns gata- og áferðarprjóni. Mynsturteikningar fylgja öllum mynstrum og aftast eru nokkrar uppskriftir að auki.
  • Afsláttur!

    Radåm 03 CONFIDENCE

    Original price was: 4.395kr..Current price is: 2.637kr..
    Radåm er nýtt og spennandi tímarit fyrir prjónara sem vilja hafa puttann á púlsinum í nýrri prjónhönnun.
    • Grófleiki: Fisband /Lace
    • Innihald: 60% móhár og 40 % silki
    • Lengd/þyngd: 300 m/25g
    • Prjónar: 3-5 mm
    • Prjónfesta: 22 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
    • Grófleiki:  Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald:  50% ull, 25% silki, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  200m/50g
    • Prjónar:  2,5-3,5 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 42 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Handþvottur við 30°C
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  100% extra fín merínóull
    • Lengd/þyngd:  120m/25g
    • Prjónar:  3,5-4,5 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 34 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
  • Afsláttur!

    Lamana – ICA

    Original price was: 1.195kr..Current price is: 837kr..
    • Grófleiki:  Þykkband / aran / worsted
    • Innihald:  100% bómull
    • Lengd/þyngd:  80m/50g
    • Prjónar:  5-5,5 mm
    • Prjónfesta:  19 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
     
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Sérstaklega hannað fyrir útsaum með flosnál, hringurinn stendur á fótum sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum.
  • Handunnin garn- eða hnotuvinda úr tré sem getur undið allt að 450 g af garni í fínbands (4ply/fingering) grófleika. Garnvindan er alveg hljóðlaus og hún er hönnuð þannig að snertifletir eru fáir og því er gengur vindingin ljúft og snuðrulaust fyrir sig. Gúmmítappar eru á botninum svo vindan renni ekki til eða rispi borð. Borðfesting fylgir. Fyrirhafnarminna að vinda garn í hnotu í þessari vindu því hver hringur sem snúið er eins og þrír á minni garnvindum. Hægt að kaupa auka gúmmíreim ef á þarf að halda.
  • Sokkamál til að mæla lengdina á sokkbolnum frá hæl áður en byrjað er á úrtöku á tátotunni. Sniðugt þegar verið er að prjóna til gjafa. Sokkamálið mælir líka prjónastærðirnar! Laserskorið úr við.
  • Útsaumsmynd Krosssaumur á stramma með ullargarni. Nál fylgir og mynsturteikning sem reitirnir eru bæði litaðir og með táknum. Hönnuður:  Pelse Asboe Stærð: 16,5 cm x 16,5 cm Þéttleiki: 44 spor / 10 cm.
  • Panamajafi úr hvítri bómull. Selt í pakkningu með 50 x 65 cm. Grófleiki 4,4 þræðir/1 cm. Jafi fyrir krosssaum og önnur úttalin útsaumsspor. Jafinn er það þéttur að hann gæti líka hentað í frjálsan útsaum.  
  • Panamajafi úr beinhvítri bómull. Selt í pakkningu með 50 x 65 cm. Grófleiki 4,4 þræðir/1 cm. Jafi fyrir krosssaum og önnur úttalin útsaumsspor. Jafinn er það þéttur að hann gæti líka hentað í frjálsan útsaum.  
  • Innihald:
    • 6 stk. af þjölum
    Stærð:
    • Hver þjöl: 8  cm x 1,5 cm
    • Pakkning: 10 cm x 9 cm
  • Höfundur: Aimée Gille Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 190 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 230 x 22 mm 
     
  • Afsláttur!

    POMPOM magazine #44

    Original price was: 3.995kr..Current price is: 2.397kr..
    POMPOM #44 - vor 2023. Nú í stærra broti! Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að POMPOM tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að POMPOM kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Höfundur: Meghan Fernandes  & Lydia Gluck
    Útgefandi: Pom Pom Press (2022)
    Mjúkspjalda | 136 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 472 g  Stærð:  217 x 245 mm
  • KNITHOW

    3.995kr.
    Höfundur: Ritstjórar Pompom Meghan Fernandes & Lydia Gluck Útgefandi: Pom Pom Press (2018) Mjúkspjalda | 164 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 581 g
    Þessi bók kemur frá hina vinsæla prjónatímariti Pompom.  Bók er fyrir byrjendur í prjóni, sú eina sem þarf til að hefja ferðalagið inn í prjónaheiminn.  Knit How er auðveld og þægileg bók tmeð góðum leiðbeiningum. Bókin inniheldur auk kennslukaflanna, tíu prjónauppskriftir af fylgihlutum og flíkum, ásamt teikningum af prjóntækni og margar góðar ábendingar og ráð fyrir nýja prjónara. Í bókinni eru bæði teknar fyrir prjónaaðferðir, sem á ensku heita pick og svo throw. Pick er aðferðin sem líka er kölluð continental og er notuð á Íslandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Hér geturðu séð myndir úr bókinni: KNITHOW  
  • Skemmtileg barnahúfa út litríku garni, kaflalituðu og sprengdu.  Mynstrið er gert með óprjónuðuðum lykkjum sem er víxlað eins og köðlum reglulega. Einfalt að læra eftir fyrsta mynsturkaflann. Húfuna er auðvelt að stækka eða minnka.
    Garn:  Zauberwolle 1 x 100g/250m frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn.
    Prjónar: Hringprjónn 3 mm og 3,5 mm og sokkaprjónar 3,5 mm. Stærðir: Ein barnastærð 8-12 ára (auðvelt að minnka eða stækka).
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti. Þið getið hlaðið uppskriftinni niður allt að fimm sinnum.
    • Grófleiki: Smáband /sport
    • Innihald: 40% ull, 25% silki, 25% nælon, 10% mohair
    • Lengd/þyngd: 300m/100g
    • Prjónar: 3-4 mm
    • Prjónfesta: 23-26 lykkjur  = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
    ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock Solo garn í fylgir sokkauppskrift með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)
Go to Top