• Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjónn er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 15 cm langir.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • CLOVER Takumi bambusprjónarnir eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
  • Addi Novel HRINGPRJÓNAR

    1.595kr.1.695kr.
    ADDI Novel hringprjónarnir eru með upphleypta, hamraða áferð sem er þægilegt að halda á og eykur líkur á því að prjónið verði þéttara. Mælt er sérstaklega með þessum prjónum fyrir þá sem halda laust um prjónana t.d. vegna gigtar. Það eru auknar líkur á því það prjónist jafnar með svona prjónum. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði.
  • T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki. Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
    • Grófleiki:  Þykkband / Aran
    • Innihald:  40% bómull, 35% alpakka, 25%ull
    • Lengd/þyngd:  50 g/100 m
    • Prjónar:  5 - 6 mm
    • Prjónfesta:  14 lykkjur og 22 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur við 30°C
    HALAUS (faðmlag) garnið frá Novita er mjúkt, létt og loðið. Blanda af bómull, alpaka og ull. Halaus er ný tegund hjá Novita og byrjendur sem og lengra komin eru fljót að falla fyrir þessu garni. Þetta loðna mjúka garn er framleitt með því að blása alpaka og ull í bómullarnet. Þetta létta garn hentar í ýmsan klæðnað og aukahluti og er um leið einfalt og gaman að prjóna úr því. Með grófum prjónum tekur stutta stund að prjóna jafnvel stórar flíkur. Novita Halaus er með Oeko-tex® STANDARD 100 vottun.
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2022)
    Tungumál: Enska & hollenska (sama heftið) Þyngd: 160 g | Mál: 21 x 29 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru 11 uppskriftir af peysum og fylgihlutum karlmenn og smábörn. Peysurnar eru stílhreinar og klassískar og hannaðar til að nota vel og lengi. Uppskriftirnar eru á tveimur tungumálum; ensku og hollensku.
  • Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni. Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur. • Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus. • Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum. • Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar. • Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur. • Hægt að nota sem stutta heklunál. • Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni. Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  57% alpakaull / 43% bómull
    • Lengd/þyngd:  120m/25g
    • Prjónar:  3,5-4 mm
    • Prjónfesta:  23 lykkjur og 31 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur  30°C
    Allar uppskriftir fyrir garn frá Rowan Mode eru fríar ef keypt er í verkefni. Þær eru sendar rafrænt um leið og pöntunin er afgreidd. Setjið nafnið á uppskriftinni sem þið viljið í athugasemdagluggann þegar gengið er frá greiðslu. Hér getið þið skoðað Rowan Mode uppskriftirnar: https://knitrowan.com/en/mode-at-rowan/about-mode/mode-lookbook
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  50% alpaka, 50% ull
    • Lengd/þyngd:  116m/50g
    • Prjónar:  3,75-4 mm
    • Prjónfesta:  23 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
    Allar uppskriftir fyrir garn frá Rowan Mode eru fríar ef keypt er í verkefni. Þær eru sendar rafrænt um leið og pöntunin er afgreidd. Setjið nafnið á uppskriftinni sem þið viljið í athugasemdagluggann þegar gengið er frá greiðslu. Hér getið þið skoðað Rowan Mode uppskriftirnar: https://knitrowan.com/en/mode-at-rowan/about-mode/mode-lookbook
  • Breidd 243 cm. Metraverð 3.300 kr. Selt í 50 cm lengdareiningum = 1.650 kr. HEIRLOOM vatt - 80% bómull / 20% pólíester. Þetta vatt hefur alla eiginleika bómullarvatts en er örlítið léttara og sterkara vegna pólýester blöndunnar. Hentar vel í bútasaumsteppi. 1 eining = 50 cm, 2 einingar = 100 cm, 3 einingar = 150 cm, 4 einingar = 200 cm, 5 einingar 250 cm o.s.frv.
    • Grófleiki:  Fínband / 4 ply / fingering
    • Innihald:  90% merínóull og 10 % kasmírull
    • Lengd/þyngd:  180m/25g
    • Prjónar:  2,5-3,5 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 95% ull og 5% lín (hör)
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 2,5 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 26 lykkjur og 36 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur, kalt vatn
  • Þægileg og fljótleg leið til að búa til dúska. 2 stk. í pakka. Ummál dúsks: 65 mm & 85 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
    • Grófleiki: Fisband / Lace
    • Innihald: 70% móhár (geitafiða), 30% silki
    • Lengd/þyngd: 210m/25g
    • Prjónar: 3 - 5 mm
    • Prjónfesta: 18-25 lykkjur og 23-34 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Heklunálar úr bambus fyrir s.k. krækjuhekl (túnesískt hekl), léttar og hæfilega sleipar. Sama smellukerfið og er notað í addiClick prjónaoddunum. Sömu snúrur passa því og þær er hægt að fá í ýmsum lengdum og eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónakrækjur frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 20 stykkjum. Góðar krækjur til að merkja t.d. útaukningar eða úrtökur.
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  75% ull, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  100 g/225 m
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
    • Grófleiki: Fisband / lace (eins og tvinni)
    • Innihald: 100% pólíester
    • Lengd/þyngd: 990 m
    • Prjónar: Fer efir garninu sem notað er með
    • Prjónfesta: Fer eftir garninu sem notað er með
    • Þvottur: Vélþvottur við 40°C
    • Grófleiki: Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald: 100% alpakaull
    • Lengd/þyngd: 225m/25g
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 16 - 24 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í köldu vatni
    Bjartir og fallegir litirnir í þessu garni kalla á næsta prjónaverkefni. Er ekki kominn tími á litríka peysu, húfu, sjal eða vettlinga?
    • Grófleiki:  Grófband / Aran / Worsted
    • Innihald:  70% ull, 30% Tencel
    • Lengd/þyngd:  100 g/200 m
    • Prjónar:  4 - 5 mm
    • Prjónfesta:  18 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
  • TRÓÐ

    1.695kr.
    Tróð / fylling úr pólíester fyrir leikföng. 100% políester, einangrandi, lyktarlaust, ofnæmisfrítt. Má þvo á 40°C í þvottavél. Má þurrka í þurrkara við 60°C.
    • Grófleiki:  Grófband / Aran
    • Innihald:  86% ull, 20% pólýamíd, 4% viskós
    • Lengd/þyngd:  100 g/200 m
    • Prjónar:  4 - 5 mm
    • Prjónfesta:  18 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
     
  • Þetta faldamál er hannað til að auðvelda þér að merkja saumför fljótt og nákvæmlega. Það er með merkingar frá 1 til 5 cm með 5 mm millibili og hentar flestum saumverkefnum. Faldamálið er úr málmi sem gott er að nota til að mynda skörp brot með straujárni eða sem sniðmát fyrir skörp horn á vösum og öðrum saumaskap.
Go to Top