Verslun

    • Grófleiki: Þykkband / worsted / aran
    • Innihald: 50% alpaka og 50% ull
    • Lengd/þyngd: 200m/100g
    • Prjónar: 5 - 6 mm
    • Prjónfesta: 15 lykkjur og 20 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Afsláttur!

    Moomin x Novita MUUMIT

    Original price was: 955kr..Current price is: 573kr..
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  55% ull, 45% bómull
    • Lengd/þyngd:  50 g/115 m
    • Prjónar:  4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 30°C
  • Þessar snudduklemmur eru úr málmi og eru ætlaðar til að festa band eða borða við sem síðan tengist við snudduna sjálfa. Þessar klemmur eru líka fínar á axlabönd. Veljið lit hér fyrir neðan.
    • Grófleiki: Smáband / sport
    • Innihald: 80% íslensk ull, 20% mórberjasilki
    • Lengd/þyngd: 208m/50g
    • Prjónar: 3 - 4,5 mm
    • Prjónfesta: 20 - 25 L = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Hver lengd kemur í sérstökum lit til þæginda fyrir okkur. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru, svo og pinni til að festa og losa þegar prjóninn er skrúfaður á. Við mælum með því að nota alltaf pinnann til að losa og festa svo að prjóninn losni ekki þegar prjónað er. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
  • Vatnsuppleysanlegt flíselín. Hentar vel í allan útsaum, bæði í höndum og á saumavél. Hentar vel í útsaum á prjón. Hægt að teikna mótíf á með blýanti eða penna og sauma svo út. Svo er flíselínið skolað af. 25 cm lengdareining = 450 kr. Metraverð 1.800 kr. Hver lengdareining er 25 cm x 90 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm.
  • Slétt, mjúkt og fallegt garn með örlitlum gljáa. Unnið úr fínustu merínóullinni sem gerir það svona mjúkt. Gott í ungbarnafatnað, sjöl, peysur og allt mögulegt. Margir fallegir litir.

    • Grófleiki:  Fínband / fingering / 4 ply
    • Innihald: 100% extrafín merinóull
    • Lengd/þyngd:  200m/50g
    • Prjónar:  2,25 - 3,5 mm
    • Prjónfesta:  28-32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
    • Grófleiki: Þykkband / aran / worsted
    • Innihald: 90% ull og 10% viskósi
    • Lengd/þyngd: 100m/50g
    • Prjónar: 4,5 - 5 mm
    • Prjónfesta: 18 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Symfonie DREAMZ prjónaoddarnir eru úr birki, hver grófleiki í sérstökum lit og fást í tveimur lengdum. Þessir eru 10 cm eða styttri og passa fyrir stystu snúrurnar til að mynda 40 cm langan hringprjón fyrir húfu- og ermaprjón eða hálsmál á peysu. Hægt er að nota oddana á allar aðrar lengdir af snúrum eftir þörfum. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
  • Gatamynstrið í þessu barnateppi er klassískt og skemmtilegt í prjóni. Hver mynstureind er endurtekin það oft að flestir læra hana fljótt. Ef ekki þá er bæði hægt að fylgja mynsturteikningu og/eða vinnulýsingu í texta.

    Hver mynstureining er 16 lykkjur og 10 umferðir og svo bætist við garðaprjónskantur allan hringinn. Það er auðvelt að stækka eða minnka teppið eftir óskum, bæta við eða fækka um heila mynstureind.

    Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Langamma prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni þannig að það er auðvelt að festa við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 23cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón á barnapeysum. Fást í 2 - 5 mm. Fást einnig 26cm langir.
  • Sæbjörg er sokkar sem eru þægilegir í prjóni. Hællinn er hefðbundinn bandhæll, sem er líka þekktur undir nafninu Halldóruhæll. Hér er þó útgáfa þar sem hælstallurinn er með garðaprjónskanti sem minnkar líkur á að það myndist göt þegar hælstallslykkjurnar eru prjónaðar upp. Þá er bæði hælstallurinn og hæltungan með styrkingu eða prjónað með óprjónuðum og prjónuðum lykkjum á víxl til að gera hælinn þéttari og mýkri.
    Gægt er að hafa stroffið á sokkleggnum hærra og brjóta það tvöfalt, ykkar er valið. Þægindin við að stroffið nái niður að hæl er að þá er svo auðvelt að bregða sér í og úr sokkunum.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni, smellið á hana til að hlaða henni niður. Það er einnig hægt að smella á slóðina sem er að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Frænka prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni þannig að það er auðvelt að festa við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • Þetta er útsaumsgarn úr 100% lífrænni ull. Ullin er lituð með náttúrulegum litum sem eru unnir úr valhnetum, rabbarbara, indigó og eini. Litapallettan er sérlega falleg sem auðveldar val á litum í útsaumsverk. Útsaumgarnið hefur jafna áferð (er ekki misþráða) og er hæfilega snúðlint og hentar því afar vel í alls kyns útsaum, vefnað og fataviðgerðir. Tvinnað garnið er notað eins og það er (ekki hægt að kljúfa). Grófleikinn er u.þ.b. sá sami og 3 þræðir af árórugarni.
    • Woolmark vottað - góð ending, er litekta, dofnar ekki
    • 100% lífræn ull (af fé sem er ekki dindilklippt)
    • 60 náttúrulegir litir í boði
    • Hver dokka er með 16 m
    • Handþvottur við 30°C
    • Grófleiki: Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald: 100% merínóull
    • Lengd/þyngd: 225m/50g
    • Prjónar:  2,5 - 4 mm
    • Prjónfesta: 24 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í köldu vatni
    Bjartir og fallegir litirnir í þessu garni kalla á næsta prjónaverkefni. Er ekki kominn tími á litríka peysu, húfu, sjal eða vettlinga?
  • Seld í stykkjatali. Prjónamerkin er hægt að nota lokuð utan um prjóninn til að merkja stað á milli lykkja. Einnig til að merkja stað í umferð því það er hægt að opna þau og þau haldast vel lokuð.
    • Grófleiki:  Fínband / 4 ply / fingering
    • Innihald:  90% merínóull og 10 % kasmírull
    • Lengd/þyngd:  180m/25g
    • Prjónar:  2,5-3,5 mm
    • Prjónfesta:  30 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
  • 25 cm lengdareining = 675 kr. Metraverð 2.700 kr. TONAL DITZY  er bómullarefni frá Andover í Bretlandi. Efnin eru öll með fíngerðu mynstri og henta því einnig í bakgrunna. Litapallettan er klassísk og falleg og efnin passa vel saman hvert með öðru eða með öðrum efnum. Hver lengdareining er 25 cm x 110 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm. Athugið að það getur verið erfitt að sýna hárétta liti á tölvuskjá eða símaskjá.
  • Lykkjusnúrur / prjónasnúrur / geymslusnúrur. Snúrurnar eru úr sílíkóni og gefa því vel eftir. Prjónaoddinum er þrýst inn í hola snúruna og lykkjurnar dregnar varlega yfir. Þegar snúran er losuð er besta að ýta snúrunni til baka með nöglinni, ekki toga í hana. Þægilegt að nota þegar peysur eru prjónaðar ofan frá. Hægt að færa hluta af lykkjunum eða allar yfir á snúruna á meðan mátað er. Lykkjur bols og/eða erma eru einnig  hægt að geyma tímabundið á snúrunum ef nota þarf prjóninní annað verkefni. Seldar í boxi - 3 stk. (1 x 150 cm, 2 x 75 cm). 10 litir í boði.
  • Afsláttur!

    RICO Crochet Essentials heklugarn

    Original price was: 595kr..Current price is: 357kr..
    • Grófleiki: Heklgarn nr. 10
    • Innihald: 100% bómull
    • Lengd/þyngd: 260m/50g
    • Heklunál: 1,75 - 2 mm
    • Heklfesta: 37 lykkjur - 17 umferðir = 10 cm
    • Þvottur: Vélþvottur 40°C (60°C fyrir hvítt)
  • Knit Pro Symfonie HRINGPRJÓNAR

    1.145kr.1.995kr.
    KNITPRO Symfonie hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40cm, 60cm, 80cm og 100cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Eitt skipti – miðvikudagur 26. mars kl. 17:30 - 20 Styttar umferðir er aðferð (til fleiri en ein) til að búa til upphækkun í prjónaðri flík svo að hún passi betur. Algengast er að þetta sér gert hnakkamegin í hálsmáli á peysum, en stundum líka neðan á bol til að síkka bakstykkið eða á ermum. Einnig til að búa til mynsturprjón. Styttar umferðir voru mjög mikið notaðar hér áður fyrr þegar peysur voru gjarnan þröngar, aðsniðnar og áttu að passa vel. Svo kom langt tímabil þegar peysur urðu víðar og einfaldar í sniði og þessi aðferðarfræði gleymdist. Það var ekki hefð fyrir því að prjóna lopapeysur með upphækkun á hnakka, því peysurnar voru einfaldlega teygður í form eftir þvottinn. En nú er öldin önnur, því mjög margar uppskriftir gera ráð fyrir styttum umferðum, aðallega til að móta hálsmálið. Þá skiptir engu hvort peysur eru prjónaðar ofan frá eða neðan frá því þetta snýst um að hafa fallegt, vel sniðið hálsmál svo peysan verði klæðileg.
    Námskeiðslýsing Á þessu örnámskeiði leggjum við áherslu á að skilja tilgang styttra umferða (upphækkunar) og lærum eina til þrjár aðferðir eftir áhuga hvers og eins og hvað tíminn leyfir. Það getur verið gott að kunna fleiri en eina aðferð því verkefnið og garnið getur haft áhrif á hversu vel snúningurinn sést og markmiðið er að hann sjáist sem minnst.
    1. Þýskar styttar umferðir (German Short Rows). Sennilega vinsælasta aðferðin í dag.
    2. Vefja & snúa styttar umferðir (Wrap & Turn Short Rows).  Vel þekkt aðferð og mikið notuð. Gott að kunna því hún sést minnst í garðaprjóni og þar sem mynsturprjón er með brugðnum lykkjum.
    3. Skuggavaf (Shadow Wrap). Nýleg aðferð til að bæta við í prjóntæknibankann.
    Á námskeiðinu eru gerðar prufur í flatprjóni.
    Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
    Hringprjóna 3,5-4 mm 60-80 cm. Nokkrar merkikrækjur. Garn í prufuprjónið er innifalið!
    Kennari: Guðrún Hannele Myndin sýnir Celeste peysurnar frá Petiteknit og þar sést hvernig hálsmálið er hærra að aftan.
    • Grófleiki: Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald: 100% alpakaull
    • Lengd/þyngd: 225m/25g
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 16 - 24 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í köldu vatni
    Bjartir og fallegir litirnir í þessu garni kalla á næsta prjónaverkefni. Er ekki kominn tími á litríka peysu, húfu, sjal eða vettlinga?
Go to Top