-
Prjónað af ást Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Dökkgrænt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Addi Sockwonder eru frábærir fyrir sokka, ermar, vettlinga og allt smávaxið prjónaverk. Með 70 mm lace odd og 45 mm venjulegum oddi verður mun auðveldara að prjóna fíngerðar og smágerðar flíkur.
-
Tvær nýjungar frá ADDI hafa sameinast: Novel hittir Trio. Novel-strúktúrinn passar fullkomlega við tækni addiCraSyTrio. Lykkjurnar renna ekki af: frábært bæði til að halda á og vinna með, jafnvel fyrir óvana prjónara. Útkoman er jafnar og fallegar lykkjur. Fæst í öllum helstu stærðum og hentar öllum skapandi höndum. ADDI Crasy Trio NOVELeru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 30 cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 2,5 - 5 mm.
-
Þetta fylgihlutaveski er ómissandi fyrir alla prjónara og heklara. Hagnýt, lítil taska með aukahlutum sem passar örugglega í hvaða verkefnatösku sem er. Innihald: Textíltaska með þrýstihnappi og augnholu, málband (allt að 150 cm), gullin einhyrningsskæri (10 cm), 5 lykkjukrækjur (2 gull, 3 silfur), 1 frágangsnál.
-
Getur gagnlegt prjónahjálpartæki líka verið skartgripur? Já, nýi hringurinn úr 925 sterling silfri frá addi, sem fæst í þremur stærðum, sameinar hönnun og garnleiðara í einni vöru. Hringinn er ekki aðeins hægt að nota við tvíbanda prjón, heldur er einnig frábær garnleiðari í einlitu prjóni. Hægt er að breyta spennu garnsins eftir hvernig það er þrætt. Skartgripur framleiddur í Altena, Þýskalandi. Auðvelt að aðlaga að stærð. Hönnun eftir Sylvie Rasch. Stærðir: S = ummál 52mm M = ummál 54mm L = ummál 56mm
-
Vinsæla prjónaverkefnabókin frá Laine inniheldur nægt rými fyrir 31 prjónaverkefni (hvert verkefni fær 4 bls.), 6 bls. fyrir upplýsingar um garnkaup, 18 rúðustrikaðar bls. fyrir mynsturteikningar, tafla með prjónastærðum, algengustu staðlaðar skammstafanir í prjóni á ensku, 156 bls. úr gæðapappír (+ 4 saurblöð), kápan er klædd þéttofnu efni og það er áfastur borði fyrir bókamerki. Nokkrir litir hafa verið í boði.
Stærð: 21,5 cm x 15,5 cm x 2 cm -
Þetta faldamál er hannað til að auðvelda þér að merkja saumför fljótt og nákvæmlega. Það er með merkingar frá 1 til 5 cm með 5 mm millibili og hentar flestum saumverkefnum. Faldamálið er úr málmi sem gott er að nota til að mynda skörp brot með straujárni eða sem sniðmát fyrir skörp horn á vösum og öðrum saumaskap.
-
Má kynna þig fyrir nýju Della Q Hook & Needle Notebook eða áhaldamöppunni, sem er hönnuð til að einfalda líf þeirra sem prjóna og hekla. Þetta er skipulagsmappa með síðum/spjöldum sem hefur hver með sinn tilgang og geymir á vísum stað heklunálar, prjóna, smáhluti, uppskriftir/mynstur o.fl. Hver mappa inniheldur fjórar síður og bráðlega verður einnig hægt að fá stakar viðbótarsíður. Á innanverðri kápunni eru tvær frágangsnálar, málband, skæri og þægilegur renndur vasi fyrir alls konar smádót. Kemur í 5 litum sem eru í stíl við hringprjónamöppuna. Flettið í gegnum allar myndirnar til að skoða innihald möppunnar. Þessi mappa er vönduð og gerð til að endast. Síður sem fylgja með Hook & Needle Notebook eru:
- fyrir sokkaprjóna eða heklunálar
- fyrir heklunálar eða prjónaodda
- fyrir hringprjóna eða fylgihluti
- innbyggður gegnsær renndur poki
-
Maker's Canvas skæri með slíðri Lítil og sæt skæri, fullkomin viðbót við töskurnar frá Della Q. Sömu litir fáanlegir. Slíðrið er úr V-laga kakíefni og leðri með smellu úr bronsi. Skærin eru svört merkt með 'Q' lógói. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar vöru. Hvert skæraslíður er handunnið og tímalaus hönnun.
-
Mesh + Zip + Linen Rennilásabuddur Rannilásabuddur í setti með þremur stærðum. Önnur hliðin er gagnsæ þannig að auðvelt er að sjá hvað leynist í henni. Buddurnar rúmast hver inn í aðra. Önnur hliðin er úr einlitu efni með áletruninni Crafting from the heart. Minnsta buddan er frábær fyrir smáhluti eins og nálar, prjónamerki, prjóna, en stærri buddurnar eru nógu stórar fyrir 1-3 hnotu/hespu verkefni. Stærð S: Lengd: 12,7 cm x breidd: 19 cm x dýpt: 5,7 cm
L: Lengd: 15,25 cm x breidd: 24 x dýpt: 7 cm
XL: Lengd: 20,3 cm x breidd: 27,95 cm x dýpt: 8,9 cm -
Maker’s Midi Backpack er bakpoki sem er ekki of stór og ekki of lítill. Fullkominn fyrir þau sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hin því þetta er fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg þegar axlarólarnar eru ekki í notkun. Margir góðir vasar til að hafa skipulag á öllu sem er meðferðis. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. Stærð: Lengd 35,5 cm x breidd 10 cm x hæð 32,3 cm.
-
- Grófleiki: Grófband / Chunky
- Innihald: 100% ull
- Lengd/þyngd: 100m/100g
- Prjónar: 7 mm
- Prjónfesta: 13 lykkjur og 16 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
- Magn í peysu með 80-86cm ummáli: 800g/8 x 100g
-
Ullarskafa til að hreinsa ló af ullarflíkum sem hnökra. Stundum hnökra peysur, sérstaklega ef þær eru prjónaðar úr mjúkri, snúðlinri ull. Oft eru þetta laus hár að ganga úr bandinu og peysan þannig að hreinsa sig. En stundum hnökra flíkur á álagssvæðum. Hver sem ástæðan er er gott að eiga áhald til að ná lónni af án þess að skemma peysuna eða þynna hana. Gleener er búið að margsanna notagildi sitt. Það fylgja þrír kambar með sem auðvelt er að skipta um, auk fatabursta. Fínn kambur fyrir fíngerðustu peysurnar, jafnvel úr silki eða silkiblöndu, miðlungs grófleiki sem hentar á flestar peysur og grófasti sem væri góður kambur fyrir lopapeysur eða sambærilegt garn. Þetta er smærri útgáfan af Gleener, en það fæst einnig Gleener til heimilisnota með stærra handfangi. Kambarnir eru jafnbreiðir, en ferðaútgáfan er minni um sig, án handfangs. Það er geymsluhólf fyrir kambana inni í kambinum. Poki fylgir til að geyma allt saman. Gleener er ekki bara fyrir peysur heldur einnig húsgögn, teppi og aðrar flíkur. Fataburstinn sem fylgir er upplagður til að ná dýrahárum og öðru kuski af. Engar rafhlöður. Gott fyrir umhverfið og hjálpar þér að láta flíkur og annan textíl endast lengur.
-
Ullarskafa til að hreinsa ló af ullarflíkum sem hnökra. Stundum hnökra peysur, sérstaklega ef þær eru prjónaðar úr mjúkri, snúðlinri ull. Oft eru þetta laus hár að ganga úr bandinu og peysan þannig að hreinsa sig. En stundum hnökra flíkur á álagssvæðum. Hver sem ástæðan er er gott að eiga áhald til að ná lónni af án þess að skemma peysuna eða þynna hana. Gleener er búið að margsanna notagildi sitt. Það fylgja þrír kambar með sem auðvelt er að skipta um, auk fatabursta. Fínn kambur fyrir fíngerðustu peysurnar, jafnvel úr silki eða silkiblöndu, miðlungs grófleiki sem hentar á flestar peysur og grófasti sem væri góður kambur fyrir lopapeysur eða sambærilegt garn. Gleener fæst til heimilisnota með góðu handfangi, en einnig í smærri útgáfu fyrir ferðalög. Þá er kamburinn jafnbreiður en án handfangs. Gleener er ekki bara fyrir peysur heldur einnig húsgögn, teppi og aðrar flíkur. Fataburstinn sem fylgir er upplagður til að ná dýrahárum og öðru lausu af. Engar rafhlöður. Gott fyrir umhverfið og hjálpar þér að láta flíkur og annan textíl endast lengur.
-
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 57% alpakaull / 43% bómull
- Lengd/þyngd: 120m/25g
- Prjónar: 3,5-4 mm
- Prjónfesta: 23 lykkjur og 31 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
- Grófleiki: Þykkband / Aran / Worsted
- Innihald: 70% alpaka, 7% ull, 23% pólíamíð
- Lengd/þyngd: 130m/50g
- Prjónar: 5,5 mm
- Prjónfesta: 18 lykkjur og 24 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
- Grófleiki: Fisband / Lace
- Innihald: 58% alpakaull / 22% ull / 20% pólíamíð
- Lengd/þyngd: 212m/25g
- Prjónar: 3,25-5 mm
- Prjónfesta: 18-24 lykkjur og 27-38 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
- Grófleiki: Þykkband / aran / worsted
- Innihald: 100% merínóull
- Lengd/þyngd: 80m/50g
- Prjónar: 6 mm
- Prjónfesta: 16 lykkjur og 22 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Ullarvagga 30°C
-
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 50% alpaka, 50% ull
- Lengd/þyngd: 116m/50g
- Prjónar: 3,75-4 mm
- Prjónfesta: 23 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Eco Vita Hemp útsaumsefni frá DMC Hampur er náttúrulegt vefjarefni úr jurtaríkinu og hentar vel í útsaumsefni. Áferðin líkist líni/hör. Fáanlegt í fjórum litum og hver bútur er 50,8 x 61 cm. Þetta er þéttofið efni og hentar vel frjálsan útsaum og flos. Frábært að sauma út með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu.
-
3 skipti – MIÐVIKUDAGAR kl. 18 - 20 30. apríl, 7. og 14. maí 2025 Heklnámskeið þar sem kennt er leikfangahekl eftir vinsælu bókinni CUTE CROCHETED ANIMALS eftir Emma Varnam. Bókin fylgir með ásamt 3 hnotum af Volare DK garni, í litum að eigin vali, sem hentar mjög vel í leikfangahekl.Þetta hefur verið mjög vinsælt námskeið hjá okkur og það er ástæða fyrir því. Þetta eru ótrúlega sæt dýr og mátulega stór, en bókin hefur því miður verið ófáanleg lengi. Okkur tókst að ná í nokkur eintök og bjóðum því loksins aftur upp á þetta námskeið.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Heklunálar 3 - 3,5 mm.Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir
-
Buddan er saumuð á stramma með krosssaumi með útsaumsgarni úr 100% ull. Það eru fylgja margir litir af útsaumsgarni með. Hönnuðurinn leggur til að þið veljið litina af handahófi þegar saumað er. Þá verður þetta óvissuferð, en kemur alltaf fallega út því litirnir passa allir vel saman. Rennilás fylgir og liturinn á honum er mismunandi, en alltaf í stíl við garnið. Innihald: Strammi, jafanál, útsaumsgarn úr ull, rennilás, leðursnúra, mynsturteikning, efni fyrir frágang og leiðbeiningar á dönsku. Hönnuður: Søren Nielsen Stærð: 15 cm x 22 cm Þéttleiki: 44 spor / 10 cm.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.