T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki.
Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
-
Jafanálar (oddlausar nálar) fyrir krosssaum eða annan útalinn útsaum, einnig frábærar í að ganga frá í prjóni. Athugið að hærra númer = fínni nál. Grófleikar í boði: #13 - 2 stk/pk #14 - 2 stk/pk #14/18 - ein af hvorum grófleika. #16 - 5 stk/pk #18 - 6 stk/pk #20 - 6 stk/pk #22 - 6 stk/pk Veljið hér fyrir neðan:
-
Afsláttur!LAINE TUTTUGU Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
-
Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
- Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
- Samtals 54 prjónamerki.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
-
REYKJAVIK KNITTING COMPANY Hvers vegna ekki að nota sæt og krúttleg prjónamerki? Þið getið valið um merki með krækju eða merki sem er hringur. Til að fylgjast með framvindu verks eða merkja úrtökur og útaukningar er gott að nota krækjur. Til að merkja byrjun umferðar eða stað í umferð þar sem eitthvað á að gerast er gott að nota hringi. Hringmerkin fara utan um prjóninn og fylgja okkur í hverri umferð. Veljið krækjur eða hringi og svo hvaða tegund þið viljið. Á hverjum hring eru fjögur lykkjumerki (hringir) EÐA og fjögur framvindumerki (krækjur).
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír.
-
Höfundur: Bergrós KjartansdóttirÚtgefandi: Bókabeitan (2022) Harðspjalda | 73 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 410 gSjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Öll sjölin í bókinni eru prjónuð úr íslenskri ull en jafnframt sýnd í annarri útgáfu hvað band og liti snertir. Segja má að hvert sjal sé eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að hlýja eigandanum, vernda hann og gleðja skynfæri hans. Íslensk náttúra nýtur sín í allri sinni dýrð á ljósmyndum bókarinnar en vefur sig einnig gegnum uppskriftirnar og endurspeglast þannig í sjölunum.