3 skipti frá kl. 18-20
Þriðjudagur 25. mars
Þriðjudagur 1. apríl
Þriðjudagur 15. apríl
Cumulus bolur, tilvalin sumarflík. Hægt er að velja um V hálsmál eða O hálsmál.
Uppskriftin er á ensku eða dönsku.
Ýmisleg prjóntækni er notuð fyrir utan uppfit og útaukningar.
Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri og fá um leið leiðsögn frá reyndum prjónara.
Umsjón með samprjóninu hefur Magna Rún frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftirnar og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang.
Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur.
Til að taka þátt þarf að greiða 3.500 kr. skráningargjald. sem greiðist við skráningu. Til að taka þátt þarf einnig að kaupa garnið í peysuna í Storkinum tímalega fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.
Skráningargjald er bindandi og fæst ekki endurgreitt.