3.995kr.

  • Grófleiki: Mitt á milli fis- og fínbands / between lace and fingering
  • Innihald: 100% mórberja silki
  • Lengd/þyngd: 300m/50g
  • Prjónar: 2-2.5mm
  • Prjónfesta: 23 – 31 lykkja = 10 cm
  • Þvottur: Handþvottur, kalt vatn

Jaipur Peace Silk er unnið með dýravernd í huga. Lirfa mórberjafiðrildisins fær að fljúga úr púpunni áður en silkið er undið ofan af henni.

Jaipur Peace Silk er dásamlegt silki í grófleika mitt á milli fis- og fínbands. Fáanlegt í mörgum fallegum litum. Hentar í fíngerðar flíkur sem eiga að vera mjúkar og gljáandi t.d. gataprjónuð sjöl eða peysur, vefnað og vélprjón. Einnig ýmislegt á ungbörn, annað hvort úr einföldu eða tvöföldu garninu. Silki hefur temprandi eiginleika og er því svalt í heitu veðri og hlýtt í köldu. Garnmagn í meðal kvenpeysu um 300g.

Þvottur

Eingöngu handþvottur. Til að varðveita gljáann í mórberjasilki þarf að þvo það í höndum með sérstökum þvottalegi fyrir ull og silki. Athugið að það getur verið umframlitur í dökkum og skærum litum. Við mælum með því að skola garnið úr köldu vatni áður en flíkin er notuð. Setjið smá borðedik í síðasta skolvatnið. Þvoið alltaf úr köldu vatni.