Della Q sokkaprjónaveskin koma skipulagi á alla sokkaprjónana. Hver vasi er merktur svo að hver grófleiki ratar í réttan vasa. Það kemst eitt sett af sokkaprjónum í hvern vasa, en það er tvöföld röð af vösum svo það er ekkert mál ef þú átt fleiri en eitt sett í hverjum grófleika. Það eru fjórtán merktir vasar frá 2 mm upp í 6,5 mm og að auki eru tveir ómerktir. Svona veski heldur skipulaginu í lagi og það er auðvelt að hafa yfirsýn yfir prjónaeignina.

Linen línan – Ytra byrðið er úr lín (hör) efni og inna byrðið úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!

DELLA Q er bandarískt merki en vörurnar frá þeim eru framleiddar í Vietnam í fyrirtæki sem var stofnað til að styðja við konur og fjölskyldur þeirra. Í dag, eftir áralangt samstarf, er fyrirtækið enn starfandi með þar sem 6 konur sem eru allar fyrirvinnur sjá um framleiðsluna. Hjá Dellu Q fara saman gæði, góð hönnun, notagildi og samfélagsleg ábyrgð. Storkurinn hefur selt vörur frá Dellu Q í meira en áratug og mælum heilshugar með þeirra vörum.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.