-
Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
-
Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
- Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
- Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
-
Útsaumshringur úr tré með góðum festingum (hægt að herða með fingrum og/eða skrúfjárni ef þarf), nauðsynlegt áhald fyrir þá sem sauma út. Ef útsaumsefnið er viðkvæmt er mælt með því að hringurinn sé vafinn með þunnri léreftsræmu eða t.d. teygjanlegri grisju sem fæst í apótekum. Þetta auðveldar vinnuna og heldur, sérstaklega þunnum, efnum betur strekktum og markar þau ekki. Það er mikilvægt að velja stærð útsaumshringsins í samræmi við verkefnið sem unnið er. Ef hringurinn er of lítill fyrir verkefnið fer mikill tími á að færa hringinn til og efnið getur skemmst.
-
Eco Vita #3. The Mender's Wardrobe
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Hér geta þau sem vilja lengja líf flíkanna sinna eða endurnýjað og skreytt með útsaumi fengið fullt af flottum hugmyndum. Í bókinni eru 21 hugmynd til að fegra og gera við fatnað með stæl. Hver flík mun endurspegla skapandi lífstíl og sjálfbærni! Allur útsaumur gerir ráð fyrir að notað sé DMC Eco Vita organic útsaumsgarnið. -
Eco Vita #1. The Botanist's Cabinet
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Mynstur furor b´æði frjálsan útsaum og krosssaum. Fjórtán mismunandi mynstur, hvert og eitt með góðum útskýringum, og myndum. Mynstrin eru öll saumuð með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu. -
Eco Vita #2. The Forester Wall
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Í bókinni eru 19 mynstur fyrir frjálsan útsaum, krosssaum og flos, allar í anda náttúrunnar; skógar, engi og blóm. Allur útsaumur gerir ráð fyrir að notað sé DMC Eco Vita organic útsaumsgarnið. -
Afsláttur!MAKING #12 -DUSK. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.