• "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Þræðitvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Auðvelt að ná þræðingunni úr því tvinnann er auðvelt að slíta þegar þarf. Einungis fyrir handsaum.
  • Mjög langar nálar með beittum oddi til að nota við dýnusaum eða annað þar sem þarf að stinga í gegnum þykkt lag af efnum. Lengd 20 cm - 2 stk. í pakka.
  • Höfundur: Hikaru Noguchi Útgefandi: Hawthorn Press (2019)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: 186 x 256 mm Umhverfismálin eru að hafa þau áhrif að við viljum endurhugsa hvernig við nýtum fatnaðinn okkar. Það er aftur orðið göfugt og skynsamlegt að gera við fatnaðinn til að vinna gegn hraðtískunni og sóuninni sem á sér stað.  Viðgerðirnar mega sjást og þess vegna prýða fatnaðinn, skreyta hann um leið og líftíminn er lengdur. Viðgerðirnar gera uppáhaldsflíkina þína enn persónulegri og bjargar henni frá því að verða að landfyllingu. Þetta er fyrsta útgáfan á ensku frá Hikaru Noguchi sem er orðin þekkt í Japan fyrir aðferðir sínar í fataviðgerðum. Nákvæmar vinnulýsingar, skref fyrir skref, svo að m.a.s. byrjendur í saumi geta fylgt þeim.  Ljósmyndirnar endurspegla listræna nálgun hönnuðarins.
  • Vaxborinn bómullartvinni fyrir handstungu í bútasaumi eða öðrum textíl. Einnig góður í handsaumaðar bækur. 200m í kefli.
  • Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum.  Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir.  Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
    • Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
    • Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
    • Tvöfalt leður fyrir öryggið.
    Mál
    • Lítil (#6028) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6029) - 16 mm
    • Stór (#6030) - 17,5 mm
  • Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Öryggisnælur - mismunandi stærðir - 10 stk./pk.
  • Saumnálar með góðum oddi, frábærar í allan almennan saumaskap. Nálar í mismunandi grófleikum. Nálahús fylgir með.
  • Öryggisnælur - 48 mm - 10 stk./pk.
  • Leðurnálar sérstaklega ætlaðar fyrir að sauma í leður, rúskinn og gervileður. Oddurinn er þrístrendur svo hann komist í gegnum leðrið án þess að rífa það. Þrjár nálar í pakka í stærðum 3, 5 og 7.
  • Saumnálar með góðum oddi fyrir allan almennan saumaskap. Tuttugu nálar í pakka í mismunandi lengdum.
  • Fatamerking með textílpenna og skapalóni fyrir stafi. Hugsað til að merkja leikskólaföt barnanna. Dugar í nokkrar merkingar.
  • Saumavélanálar í algengustu grófleikunum. 2 stk. nr. 70 & 80 og 1 stk. nr. 90.
  • Öryggisnælur - 3 stærðir 27, 38 og 50 mm - 18 stk./pk.
  • Höfundur: Nicholas Ball Útgefandi: Lucky Spool (2024)
    Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1215 g | Mál: ‎225 x 285 mm 
     
    Improv bútasaumur er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sér mikla sögu og vekur áhuga og innblástur. Slíkur bútasaumur hefur lengi verið annað en bara til nytja. Improv bútasaumur getur verið með pólitísk skilaboð, minningar um fallna ástvini, hann getur verið heilandi og hann stendur einnig sem viðurkennt listform. Það eru bæði sögulegar skrásetningar og persónulegar sögur í þessari tvískinnu, ,Use & Ornament'.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Hægt er að nota hverja doppu aftur og aftur, límið helst í einhvern tíma. Inniheldur 12 leðurdoppur.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Sérstakt lím fylgir sem heldur fingurbjörginni á sínum stað. Hverja límdoppu er hægt að endurnýta aftur og aftur. Inniheldur 1 málmdoppu og 8 límdoppur.
  • Dúkkunálar sem eru nógu langar til að stinga í gegnum saumuð, prjónuð eða hekluð leikföng. Tvær nálar í pakka, lengri og styttri.
  • Jafanálar (oddlausar nálar) frágang í prjóni eða hekli. Bogni oddurinn gerir saumaskapinn auðveldari, sérstaklega þegar stykki eru saumuð saman eða t.d. í ítalskri affellingu. Tvær nálar í pakka, fínni og grófari.
  • Höfundur: Love Productions
    Útgefandi: Quadrille Publishing (2023) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 160 x 210 x 20 mm Tungumál: Enska
    Þyngd: 550 g Sjónvarpsþátturinn The Great British Sewing Bee er raunveruleikaþáttur sem sýndur hefur verið á BBC 2. Þar keppast 12 snjallir áhugasaumarar um að gera fallegar flíkur og sína dómurunum Esme Young og Patrick Grant. Þessi bók er gerð af þáttaframleiðendunum og sýnir snjalla og góða tækni sem mikilvægt er að tileinka sér í fatasaumi. Farið er yfir mismunandi þykktir á efnum, fallegan frágang og ýmsar skreytingar á fatnaði.
  • Textíllím, fljótandi í túbu. Hægt að nota á alls konar textílefni, bætur, leður, PVC plast o.m.fl. Límið festist hratt og varanlega, þolir þvott að 40°C og samskeytin með líminu halda sveigjanleika sínum.
  • Bútasaumsnálar (langar með oddi) fyrir handsaum. 20 stk./pk.
  • Saumnálar (stuttar með oddi) fyrir bútasaum. 12 stk./pk.
Go to Top