• Textíllím, fljótandi í túbu. Hægt að nota á alls konar textílefni, bætur, leður, PVC plast o.m.fl. Límið festist hratt og varanlega, þolir þvott að 40°C og samskeytin með líminu halda sveigjanleika sínum.
  • Límstifti til þess að auðvelda saumaskapinn. Hægt að þvo af. Skilur ekki eftir sig far. Notkunarleiðbeiningar: Setjið lím í saumfarið og leggið efnin saman, saumið yfir.
  • Denim tvinni, sérstaklega hannaður fyrir viðgerðir á gallabuxum og öðrum fatnaði úr denim efni. Hreyfingin í litnum líkir eftir margþvegnum gallabuxum.
  • Extra sterkur tvinni úr 100% polyester. Grófari en hefðbundinn saumatvinni. Hentar í vélsaum og handsaum, stungur í gróf efni eins og kakí og denimefni.
  • Gegnsær tvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Þegar óskað er eftir ósýnilegum saumi þá er þessi tvinni málið.
  • Vaxborinn bómullartvinni fyrir handstungu í bútasaumi eða öðrum textíl. Einnig góður í handsaumaðar bækur. 200m í kefli.
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
  • Afsláttur!

    Gütermann TVINNI – úr endurunnu polyester 100m

    Original price was: 460kr..Current price is: 300kr..
    Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
  • Þræðitvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Auðvelt að ná þræðingunni úr því tvinnann er auðvelt að slíta þegar þarf. Einungis fyrir handsaum.
  • Saumnálar (stuttar með oddi) fyrir bútasaum. 12 stk./pk.
  • Bútasaumsnálar (langar með oddi) fyrir handsaum. 20 stk./pk.
  • Dúkkunálar sem eru nógu langar til að stinga í gegnum saumuð, prjónuð eða hekluð leikföng. Tvær nálar í pakka, lengri og styttri.
  • Jafanálar (oddlausar nálar) fyrir krosssaum eða annan útalinn útsaum, einnig frábærar í að ganga frá í prjóni. Athugið að hærra númer = fínni nál. Grófleikar í boði: #13 - 2 stk/pk #14 - 2 stk/pk #14/18 - ein af hvorum grófleika. #16 - 5 stk/pk #18 - 6 stk/pk Veljið hér fyrir neðan:
  • Jafanálar (oddlausar nálar) frágang í prjóni eða hekli. Bogni oddurinn gerir saumaskapinn auðveldari, sérstaklega þegar stykki eru saumuð saman eða t.d. í ítalskri affellingu. Tvær nálar í pakka, fínni og grófari.
  • Jafanálar, oddlausar fyrir úttalinn útsaum. Nálagrófleiki 18/24. Nálahús fylgir með.
  • Perlunálar (langar með oddi), fyrir perlusaum og aðra vinnu með perlur.
  • Stoppunálar (langar með oddi), fyrir alls konar saum en fyrst og fremst viðgerðir.
  • Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎150 g | Mál: ‎170 x 240 mm
    Öll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan  Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu.  Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.  
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 25 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 14,5 x 15,5 x 18 cm.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 60 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 34 x 40 cm.
Go to Top