• 13 mm smellur, silfurlitar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • Öryggisnælur - 3 stærðir 34, 41 og 48 mm - 1o stk./pk.
  • Títuprjónar úr stáli með glerhaus - 30 x 0,6 mm (extra fine) - 20g /pk.
  • Perlunálar (langar með oddi), fyrir perlusaum og aðra vinnu með perlur.
  • Faldalím eða straulím til að falda buxur, pils, kjóla eða jafnvel gluggatjöld. Einfald og þægilegt, enginn saumaskapur, bara straujárn! Breidd 3 cm Lengd 10 m
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Jafanálar, oddlausar fyrir úttalinn útsaum. Nálagrófleiki 18/24. Nálahús fylgir með.
  • Höfundur: Tone Finnanger Útgefandi: David & Charles (2017)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 580 g | Mál: 210 x 273 mm A brand new Tilda project book featuring stunning photography of the latest Tilda patchwork and quilting projects in the colourful new Tilda fabric ranges. In this glorious celebration of her love of fabric, you'll find over 20 sewing, patchwork, applique and quilting projects that will bring colour and beauty to your home. Projects include stunning quilts, pretty pillows, sophisticated soft toys, and beautiful accessories such as pincushions, pumpkins, flowers, stockings and more - all designed with characteristic Tilda charm. Featuring gorgeous photography, in-depth instructions and full-size templates, you'll soon be sewing by heart.
  • Denim tvinni, sérstaklega hannaður fyrir viðgerðir á gallabuxum og öðrum fatnaði úr denim efni. Hreyfingin í litnum líkir eftir margþvegnum gallabuxum.
  • Gegnsær tvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Þegar óskað er eftir ósýnilegum saumi þá er þessi tvinni málið.
  • Þræðitvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Auðvelt að ná þræðingunni úr því tvinnann er auðvelt að slíta þegar þarf. Einungis fyrir handsaum.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
  • Sajou fyrirtækið er hvað þekktast fyrir nálabréfin. Þetta bréf er með úrvali af 40 nálum. Saumnálar með góðum oddi, 20 talsins ásamt 20 fíngerðum jafanálum.  Fullkomið fyrir fíngerða útsauminn og annan saumaskap. Frábær gjöf fyrir áhugafólk um hannyrðir.
  • Mjög langar nálar með beittum oddi til að nota við dýnusaum eða annað þar sem þarf að stinga í gegnum þykkt lag af efnum. Lengd 20 cm - 2 stk. í pakka.
  • Öryggisnælur - 34 mm - 16 stk./pk.
  • Afsláttur!

    Gütermann TVINNI – úr endurunnu polyester 100m

    Original price was: 460kr..Current price is: 300kr..
    Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
  • Sweet 'n Sharp Macaron er nálasegull sem heldur nálum og títiprjónum á sínum stað. Ekki bara sætur heldur líka nytsamlegur. Oddinum á saumnál er stungið í mjúka púðann í raufinni til að brýna hana. Fæst í tveimur litum:
    • Hindberjableikt (#4130)
    • Pistasíuhnetugrænt (#4131)
  • Vaxborinn bómullartvinni fyrir handstungu í bútasaumi eða öðrum textíl. Einnig góður í handsaumaðar bækur. 200m í kefli.
  • Auðveldar að ná taki á nálinni. 2 stk. í pakka.
    • Með fingurbjörgina á vísifingri er auðveldara að draga nálina í gegnum efnið.
    • Sveigjanleg svo hún passi betur á fingurinn.
    • Örsmá göt svo fingurbjörgin andi.
    Fást í tveimur stærðum
    • Miðstærð (#6031) - 16 mm
    • Stór (#6032) - 18 mm
  • Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum.  Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir.  Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
    • Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
    • Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
    • Tvöfalt leður fyrir öryggið.
    Mál
    • Lítil (#6028) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6029) - 16 mm
    • Stór (#6030) - 17,5 mm
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum.
Go to Top