• WORSTED

    5.495kr.
    Höfundur: Aimée Gille Útgefandi: Laine Publishing (2021)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 650 g | Mál: 190 x 225 x 17 mm 
    Þessi fallega bók kemur frá LAINE. Worsted er safn 14 prjónauppskrifta eftir tíu flotta hönnuði. Aimée Gille frá La Bien Aimée ritstýrði og valdi uppskriftirnar. Mismunandi prjóntækni og fjölbreytileiki einkennir bókina. Sami grófleiki af garni, þykkband / worsted / aran er notaður í allar uppskriftirnar. Á meðal 14 uppskrifta eru 5 peysur, 2 golftreyjur, 1 slá, 3 sjöl, 2 kragar og 1 húfa. Peysurnar eru í mörgum stærðum frá stærð 1 (75 cm yfirvídd) upp í stærð 8 (165 cm yfirvídd).
  • Höfundur: Trine Frank Påskesen / Knit by Trine P.
    Útgefandi: Turbine (2017) Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Danska Þyngd: 710 g
    NORDIC - DANSK BØRNESTRIK er full af uppskriftum fyrir börn í norrænum stíl með fallegum smáatriðum og áhugaverðum formum. Í bókinni eru uppskriftir fyrir stráka og stelpur frá 0-6 ára. Einföld snið með fjölbreyttri prjóntækni. Hönnuðurinn leikur sér með mismunandi áferð í prjóni. Uppskriftirnar henta bæði þeim sem hafa litla reynslu í prjóni sem og þeim reynslumeiri.
    Höfundurinn Trine Frank Påskesen, en hannar undir nafninu Knit by Trine P.
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2017) Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 567 g | Mál: 220 x 281 x 15 mm
    Julie Weisenberger hefur að baki 30 ára reynslu í prjónhönnun og prjónkennslu og þetta er hennar fyrsta bók: Cocoknits Sweater Workshop sem inniheldur átta peysuuppskriftir. Hún leggur áherslu á einfaldar peysur prjónaðar ofan frá án sauma.
    Bókin er ekki bara uppskriftabók, heldur er aðferðafræði hennar the Cocoknits Method – prjónakerfi þar sem þú fylgist með framganginum í prjóninu og fyllir út vinnublað á auðveldan og aðgengilegan hátt. Ólíkt flestum hefðbundnum peysuuppskriftum sem ger flöt stykki, þá er hér gert ráð fyrir þrívíðu peysuformi sem lagar sig að efri hluta líkamans og passar vel. Allar peysurnar eru prjónaðar frá hálsmáli. Um leið og lokið er við hálsmálið og axlarstykkið er leikur einn að prjóna það sem eftir er af peysunni. Það er augljós kostur við að prjóna ofan frá; hægt er að máta peysuna til að ákvarða sídd á ermum og bol. Bókin inniheldur einnig leiðbeiningar um hvernig á að velja gott snið miðað við þína líkamsstærð eða lögun m.t.t.  litavals eða litasamsetningar, útprjóni (upphleyptar lykkjur), faldar og sídd og fleira sem skiptir máli. Hægt er að kaupa vinnuhefti fyrir þessa bók og prjónakerfi.
     
  • Höfundur: Guðrún Hannele Henttinen
    Útgefandi: Forlagið (2020) Harðspjalda | 272 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 1000 g
    The mittens in this book are a contemporary interpretation of a collection of 19th- and 20th-century mittens and gloves from the Textile Museum in Blönduós in North Iceland. These carefully reconstructed patterns and charts enable the creation of modern versions of a rich knitting tradition, focusing on both the utility and beauty of these knitted mittens and gloves. The book emphasizes the variety of stranded colour patterns and many different techniques so that all knitters can find a pair to knit at their desired level of complexity. The author, Guðrún Hannele Henttinen, has a degree in textile teaching and has taught knitting for many years. For more than a decade she has also been the owner of Storkurinn, a yarn shop in Reykjavík. Click here to see a document with revised patterns.
  • Höfundur: Guðrún Hannele Henttinen
    Útgefandi: Forlagið (2020) Harðspjalda | 272 bls. Tungumál: Íslenska
    Þyngd: 1.000 g
    Vettlingarnir í þessari bók eiga sér fyrirmyndir frá 19. og 20. öld sem varðveittar eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Þessar nýju útfærslur gera okkur kleift að viðhalda þeirri þjóð­legu hefð að nota handprjónaða vettlinga og um leið að halda til haga fallegum sígildum mynstrum frá gömlum tíma. Áhersla er lögð á að hafa úrvalið fjölbreytt, bæði í mynsturgerð og prjóntækni, svo að hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Guðrún Hannele Henttinen, höfundur bókarinnar, er textílkennari að mennt og hefur kennt prjón í mörg ár. Hún hefur rekið garnverslunina Storkinn í meira en áratug. Smellið hér til að fara á síðu með kennslumyndböndum sem tengjast vettlingaprjóni. Smellið hér til að sjá skjal með leiðréttingum.
  • Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mm
    Bókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • CONTRASTS

    5.995kr.
    Höfundur: Meiju K.P. Útgefandi: Laine Publishing (2021)
    Harðspjalda | 280 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 205 x 270 x 27 mm
    Þessi dásamlega fallega bók frá Meiju P endurspeglar metnaðarfulla prjónhönnun. Allar uppskriftirnar eru með útprjóni; köðlum eða öðru til að gera áferðina skemmtilega í einlitum flíkum. Bókin inniheldur 22 uppskriftir (9 peysur, 5 golftreyjur, 1 slá, 4 sjöl, 3 húfur). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: Auður Björt Skúladóttir
    Útgefandi: Forlagið (2022) Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 1.000 g
    Sjöl og teppi - eins báðum megin er, eins og heiti bókarinnar gefur til kynna, er með sjölum og teppum sem er með báðar hliðar eins.  Yfir tuttugu uppskriftir eru í bókinni og eru þær á ýmsum erfiðleika stigum,  einfaldari fyrir byrjendur upp í flóknari fyrir vana prjónara. Auður Björt Skúladóttir hefur áður sent frá sér bókina Lopapeysuprjón – fyrir byrjendur og lengra komna. Hún starfar sem textílkennari og er með langa reynslu af prjónaskap.
  • Höfundur: Dee Hardwick Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 785 g | Mál: 193 x 242 x 22 mm 
  • Höfundur: Karin Kahnlund Harðspjalda | 151 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎550 g | Mál: ‎177 x 253 x 19 mm
    Prjónameistarinn Karin Kahnlund prjónar vettlingar allan ársins hring. Í Svíþjóð eru veturnir kaldir og vettlingar nauðsynlegir. Allir eiga vettlinga og það er löng vettlingahefð í Svíþjóð. Í bókinni eru hefðbundnir sænskir vettlingar ásamt nýrri hönnun; fingravettlingar, belgvettlingar, og grifflur í mörgum ólíkum útfærslum. Karin Kahnlund gerir góðar uppskriftir með smáatriðum og tækni þannig að prjónarar geti gert mismunandi kanta, stofna, þumaltungur, úrtökur á totu og mynstur. Virkilega eiguleg bók fyrir áhugafólk um vettlingaprjón.
  • Höfundur: Aimée Gille Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 190 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 230 x 22 mm 
     
  • Höfundur: Paula Nivukoski ritstjóri
    Útgefandi: Forlagið (2023) Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 910 g
    Ef þú ert aðdáandi múmínálfanna og þeirra fylgisveina og prjónar þá er þetta bókin fyrir þig! Allir ættu að geta fundið sína uppáhaldspersónu í einhverri sokkauppskriftinni í bókinni. Hér stilla fimm finnskir prjónhönnuðir saman strengi og færa okkur 29 sokkapör innblásin af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi. Athugið að sokkarnir eru allir prjónaðir úr garni úr Moomin x Novita garnlínunni sem fæst núna í Storkinum. En ef þið viljið nota annað garn þá er það léttband (DK) eða garn fyrir 4 mm prjóna, og sokkarnir eru svo allir prjónaðir á 3 mm prjóna til að gera þá þéttari. Í bókinni eru flestir hælarnir bandhælar (Halldóruhæll) en þar er líka að finna franskan hæl og totuhæl. Tvíbandaprjón, myndprjón í hring, tvíbandaprjón með bindilykkjum (ný aðferð fyrir flesta!) koma við sögu. Bókin er því með öllu erfiðleikarófinu í sokkaprjóni. Vísað er í fjögur myndbönd til að kenna prjóntækni sem notuð er. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
  • Höfundur:  Marie Wallin Útgefandi: Marie Wallin Designs (2022)
    Mjúkspjalda | 121 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 550 g | Mál: 215 x 280 mm
    Cumbria, sérstök bók frá Marie Wallin því þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur peysur á herra með. Í bókinni eru 11 verkefni, þar af 3 herrapeysur, 6 dömupeysur og 2 fylgihlutir. Allar peysurnar er hægt að prjóna í hring að viðbættum klippilykkjum þar sem hliðar eða handvegsop á að vera. Í bókinni er sérstakur kafli þar sem kennt er að klippa upp peysur. Kvenstærðirnar eru S, M, L, XL, XXL, 2XL OG 3XL og passa fyrir ummál 81-86 cm, 91-97cm, 102-107cm, 112-117cm, 122-127cm, 132-137 cm og 142-147 cm. Herrastærðirnar eru XS, S, M, L, XL, XXL, 2XL og 3XL og passa fyrir ummál 97-102 cm, 102-107 cm, 107-112 cm, 112-117 cm, 117-122 cm, 122-127 cm, 127-132 cm og 132-137 cm. Hverri bók fylgir rafbók, það er kóði til að hlaða bókinni niður í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann. Þá er auðvelt að stækka mynstrin þegar prjónað er eftir þeim.
  • TILBOÐSVERÐ! Höfundur: Heli Nikula
    Útgefandi: Vaka Helgafell (2024) Harðspjalda | 285 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 1.285 g
    ULLARÆÐI 2
    Hin finnska Heli Nikula sló í gegn á Instagram með síðuna sína VILLAHULLU sem þýðir bókstaflega ullaræði. Þess var ekki langt að bíða að bókaútgefandi hafði samband við hana og lagði til að hún skrifaði prjónabók. Hún er mikill aðdáandi lopapeysunnar en fer sínar eigin leiðir í mynsturgerð og peysuhönnun. Í bókinni er bæði að finna uppskriftir, fyrir fullorðna, fyrst og fremst peysur en líka húfur, lambhúshettu og vettlinga. Hún notar sjálf mest lopa en einnig aðra ull í tveimur grófleikum; þykkband fyrir prjóna 4,5-5 mm og grófband fyrir prjóna 6-7 mm. Hér er að finna margar skemmtilegar peysuuppskriftir sem eiga eftir að verða klassískar. Peysurnar eru allar prjónaðar á hefðbundinn hátt, neðan frá og upp. Það er nýr og ferskur blær yfir þessari bók og hún verður mikill fengur fyrir aðdáendur lopapeysunnar. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
  • Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 810  g | Mál: 190 x 250 x 20 mm
    KNITTED KALEVALA BÓK II
    Bók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 20 uppskriftir (13 peysur, 2 jakkapeysur, 1 kjól, 3 sokka og einn hálsklút. Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A KNITTING LIFE  - Back to Tversted

    „A Knitting Life – Back to Tversted“ er bók um fyrstu tuttugu ár Marianne Isager sem prjónahönnuður og eigandi garnfyrirtækisins ISAGER. Marianne segir frá arfleifð sinni, frá Åse Lund Jensen og hvernig hún samræmdi fjölskyldulíf og prjónalíf í litla þorpinu Tversted.

    Bókin inniheldur sögur og myndir frá áttunda og níunda áratugnum, auk 15 nýrra uppskrifta með prjónaleiðbeiningum sem nota sömu aðferðir og sjá má í hönnun frá þessum tveimur áratugum.

    Leiðréttingar má finna HÉR.

  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A Knitting Life – Out into the World

    Breytumst við sem manneskjur í gegnum lífsreynslu okkar? Staðirnir sem við búum á; samtöl við fólkið sem við hittum; ferðalög til annarra landa; þátttaka í sérstökum atburðum. Hvað er það sem mótar og hefur áhrif á handverksfólk?

    A Knitting Life – Out into the World er önnur bókin af þremur þar sem Marianne Isager deilir prjónalífi sínu í gegnum fimm áratugi.

    Það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem Marianne Isager fór virkilega að kanna heiminn. Í þessari bók fylgjumst við með ferðalögum hennar til Suður-Ameríku, Afríku, Grænlands og Nepal. Á þessum ferðalögum opnast dyr að heimi óþrjótandi innblásturs. Þar eru það ekki aðeins mynstrin í vefnaði, körfum og leirkerum sem hrífa, heldur einnig arkitektúr, landslag og öll þau undur sem fylla hug og sál þegar maður heimsækir nýjan stað í fyrsta sinn og upplifir hefðirnar, matinn, fólkið og söguna sem smám saman læðist inn í merg og bein.
    Eins og í fyrstu bókinni eru hér kynnt þekkt hönnun eftir Marianne sem mörg hver endurspegla tískuna á sínum tíma. Í þessari bók eru einnig 16 ný prjónaverk með uppskriftum, öll innblásin af ferðalögum hennar, þar sem handverk og gæða garn mætast á einstakan hátt.

    Á þessum árum ferðalaga er heimabær Marianne, Tversted í Norður-Danmörku, fasti punkturinn í lífi hennar. Þar er einnig staðsett garnfyrirtækið Isager, sem Marianne rekur ásamt dóttur sinni, Helgu Isager.

  • Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm

    A Knitting Life 3 – Tokyo Tversted

    Marianne skrifar í formála bókarinnar:
    „Í fermingargjöf fékk ég tvo fallega tréskorna hluti frá frænda mínum, Niels. Þessi gjöf vakti áhuga minn á japanskri list og síðar, þegar japanskir tískuhönnuðir fóru að ryðja sér til rúms í vestrænum tískuheimi, jókst forvitni mín um þetta heillandi land enn frekar. Árið 2001 kynntist ég eiginmanni mínum, Nels, sem þá bjó og starfaði í Tókýó; þetta markaði upphaf af 15 árum af ferðalögum milli Japans og Danmerkur – og jafnframt upphaf margra auðgandi upplifana.

    Prjónasköpun mín er alltaf innblásin af því sem gerist í kringum mig – reynslu úr daglegu lífi og ferðalögum. Langar dvalir mínar í Japan urðu mikilvæg uppspretta innblásturs. Þessi bók fjallar um líf mitt í Japan og það sem veitti mér innblástur á þessari vegferð.“

    Leiðréttingar HÉR.

  • ECHOES

    6.996kr.
    Höfundur: Susan Crawford
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 231 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1100 g | Mál: ‎212 x 277 x 24 mm
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 269 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Höfundur: Stephanie Earp & Naomi Endicott Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 760 g | Mál: 211 x 276 x 15 mm 
  • Höfundur: Veronika Lindberg Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 204 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950  g | Mál: 210 x 280 x 20 mm
    KNITS TO WEAR: KUTOVA KIKA
    Bók með fallegum og klæðilegum peysum og fylgihlutum. Í bókinni eru 17 uppskriftir; 7 heilar peysur, 2 hnepptar peysur, 3 bolir, 1 vesti, 3 húfur og 1 kragi. Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • ATH. ÞESSI VARA ER Í FORSÖLU. ALLAR PANTANIR VERÐA AFGREIDDAR UM LEIÐ OG SENDINGIN KEMUR TIL LANDSINS.   Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Útgefandi: Laine Publishing (2025)
    Harðspjalda | 264 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Höfundur: Anna Johanna
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: ‎212 x 277 x 21 mm
    Strands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar  Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
Go to Top