• Höfundur: Paula Nivukoski ritstjóri
    Útgefandi: Forlagið (2023) Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 910 g
    Ef þú ert aðdáandi múmínálfanna og þeirra fylgisveina og prjónar þá er þetta bókin fyrir þig! Allir ættu að geta fundið sína uppáhaldspersónu í einhverri sokkauppskriftinni í bókinni. Hér stilla fimm finnskir prjónhönnuðir saman strengi og færa okkur 29 sokkapör innblásin af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi. Athugið að sokkarnir eru allir prjónaðir úr garni úr Moomin x Novita garnlínunni sem fæst núna í Storkinum. En ef þið viljið nota annað garn þá er það léttband (DK) eða garn fyrir 4 mm prjóna, og sokkarnir eru svo allir prjónaðir á 3 mm prjóna til að gera þá þéttari. Í bókinni eru flestir hælarnir bandhælar (Halldóruhæll) en þar er líka að finna franskan hæl og totuhæl. Tvíbandaprjón, myndprjón í hring, tvíbandaprjón með bindilykkjum (ný aðferð fyrir flesta!) koma við sögu. Bókin er því með öllu erfiðleikarófinu í sokkaprjóni. Vísað er í fjögur myndbönd til að kenna prjóntækni sem notuð er. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
  • Bókin seldist upp fyrir jólin en er væntanleg aftur í janúar. Það er hægt að skrá sig á samprjónið sem hefst í byrjun febrúar og fara um leið á biðlista fyrir bókina. Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 173 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 250 x 20 mm
    Bók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 18 uppskriftir (12 peysur, 2 jakkapeysur, 2 sokka, 1 vettlinga og 1 húfu). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar. Smellið HÉR hér til að sjá fleiri myndir úr bókinni.
  • Höfundur: Anna Johanna
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: ‎212 x 277 x 21 mm
    Strands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar  Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
  • Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mm
    Bókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: Mothoko Ishikawa Útgefandi: Tuva publishing (2024)
    Mjúkspjalda | 88 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎200 x 270 mm
    Skemmtilega bók um lettneska vettlingahefð eftir japanskan höfund. Í bókinni eru uppskriftir af vettlingum og öðrum fylgihlutum. Góðar mynsturteikningar gera prjónaskapinn auðveldari og ættu að opna öllum áhugasömum leiðina að tvíbanda vettlingaprjóni.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2023)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu. Hér getið þið séð yfirlit yfir innihald ROWAN #73.
  • Útgefandi: Laine Publishing
    Harðspjalda kápa klædd með mismunandi litum af taui  | 156 bls. sem er gott að skrifa á. Tungumál: Enska Þyngd: 360 g | Mál: 21,5 cm x 15,5 cm x 2 cm
    Það er skynsamlegt að hafa skipulag á prjónaverkefnunum sínum., Hvaða var prjónað, hvaða garn var notað, hvaða prjónastærð, uppskrift o.s.frv. Þá kemur  svona skipulagsbók frá LAINE að notum. Ekki verra ef hún er svona falleg! Verkefnabókin inniheldur:
    • Pláss fyrir 31 prjónaverkefni.
    • 6 bls. fyrir uppl. um garnkaup.
    • 18 rúðustrikaðar bls.
    • Tafla yfir prjónastærðir.
    • Algengustu skammstafanir í prjóni.
    • Borði til að merkja bls.
  • Höfundur: Bristol Ivy
    Útgefandi: Pom Pom Press (2019)
    Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
  • Höfundur: Claudia Quintanilla Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Mjúkpjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 630  g | Mál: 190 x 240 x 16 mm
    MEMORY LANE, embellished knits to cherish  
  • KNITOVATION

    5.995kr.
    Höfundur: Andrea Rangel
    Útgefandi: Krause Craft (2023)
    Harðspjalda | 160 bls. Þyngd: 750 g |  Mál: ‎2o5 x 256 x 15 mm

    Skoðið sýnishorn úr KnitOvation bókinni hér.

    • Falleg og nörg nýstárleg mynstur sem hægt er að nota í alls konar prjónaverkefni.
    • Þegar þessari bók er flett fer sköpunargleðin á flug!
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
  • Höfundur: Anna Nikipirowicz
    Ùtgefandi: David & Charles (2024)
    Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g |  Mál: ‎190 x 245 x 12 mm 

    Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet

    • Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
    • Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
    • Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
    • Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.
     
  • Höfundur: Linka Neumann Útgefandi: Lind & Co (2021)
    Mjúkspjalda | 143 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 670 g | Mál: 200 x 257 x 15 mm 

    Ævintýrið heldur áfram - meira af peysum fyrir yngri og eldri frá Linka Neumann

    Hér er önnur bók Linku Neumann með meira af flottum útivistarpeysum fyrir börn og fullorðna. Margar peysur úr bókinni eiga eftir að rata í jólapakka fjölskyldunnar. Bókin inniheldur 26 prjónaverkefni; peysur, vettlingar, húfur og fleira. Mynsturteikninfar fylgja öllum uppskriftum og myndirnar í bókinni munu fylla alla prjónara innblæstri því þær eru svo fallegar. Peysurnar er bæði í anda lopapeysunnar með hringmynstri á axlastykkinu, en líka með ísettum ermum og laskaermum. Stærð barna er breytileg og því borgar sig alltaf að mæla barnið sem á að fá peysuna, fremur en að styðjast eingöngu við aldur.  
  • Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Quadrille Publishung (2023)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950 g | Mál: 210 x 270 x 22 mm 
  • ATH. nú er hægt að fá danska þýðingu með sem kaupauka. Setjið í athugasemdir með kaupum ef þið viljið bæta því við. Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu. Hér getið þið séð yfirlit yfir innihald ROWAN #73.
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 269 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
  • Höfundur: Stephanie Earp & Naomi Endicott Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 760 g | Mál: 211 x 276 x 15 mm 
  • Höfundur: Dee Hardwick Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 785 g | Mál: 193 x 242 x 22 mm 
  • Höfundur: Lotta H. Löthgren Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 720 g | Mál: 178 x 247 x 20 mm 
  • Höfundur: Bergrós Kjartansdóttir
    Útgefandi: Bókabeitan (2022) Harðspjalda | 73 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 410 g
    Sjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Öll sjölin í bókinni eru prjónuð úr íslenskri ull en jafnframt sýnd í annarri útgáfu hvað band og liti snertir. Segja má að hvert sjal sé eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að hlýja eigandanum, vernda hann og gleðja skynfæri hans. Íslensk náttúra nýtur sín í allri sinni dýrð á ljósmyndum bókarinnar en vefur sig einnig gegnum uppskriftirnar og endurspeglast þannig í sjölunum.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2021)
    Mjúkspjalda | 55 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 265 g | Mál: ‎220 x 280 mm
       
  • Höfundur: Anna Johanna
    Útgefandi:  Quadrille Publishing (2022)
    Mjúkspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 760 g | Mál: ‎215 x 270 x 21 mm
    Strands of Joy inniheldur 20 fjölbreyttar uppskriftir, þ.á.m. heilar og opnar peysur og flottan kjól, húfu og krakkapeysu. Allar uppskriftirnar gera ráð fyrir að prjónað sé ofan frá og í hring.  Fitjaðu upp á tvíbandaprjónaðri flík, láttu hugann finna ró á meðan þú tekst á við verkefni sem þarfnast meiri einbeitingar. Anna Johanna er prjónhönnuður frá Muurame í mið Finnlandi. Hún er þekkt fyrir rómantískar flíkur og leggur áherslu á smáatriðin, áferð og liti.  Hún er tölfræðingur en hefur frá 2020 eingöngu unnið við prjónhönnun. Strands of Joy (á finnsku Onnensäikeitä) er fyrsta bókin hennar. Innihald: 20 colourwork knitting patterns (10 peysur, 7 jakkapeysur, 1 kjóll, 1 húfa, 1 krakkapeysa). Uppskriftirnar fyrir fullorðins peysur koma í 9 - 12 stærðum. ATH. Þessi bók kom upprunalega út hjá LAINE sem harðspjaldabók en er hér í mjúkspjaldaútgáfu frá bresku forlagi.
  • Höfundur: Aimée Gille Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 190 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 230 x 22 mm 
     
Go to Top