Brooklyn Tweed eru þekkt fyrir góðar, vel útfærðar uppskriftir. Vinnulýsingar og mynsturteikningar ítarlegar og margar ljósmyndir. Hér er ein með fallega tvíbandaprjónuðum húfum.
Val um tvær dýptir með eða án dúsks.
Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír (16 bls. hefti) og er á ENSKU.
Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst.