• CONTRASTS

    5.995kr.
    Höfundur: Meiju K.P. Útgefandi: Laine Publishing (2021)
    Harðspjalda | 280 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 205 x 270 x 27 mm
    Þessi dásamlega fallega bók frá Meiju P endurspeglar metnaðarfulla prjónhönnun. Allar uppskriftirnar eru með útprjóni; köðlum eða öðru til að gera áferðina skemmtilega í einlitum flíkum. Bókin inniheldur 22 uppskriftir (9 peysur, 5 golftreyjur, 1 slá, 4 sjöl, 3 húfur). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fínlegum kraga með blúnduprjóni. Lamana Milano garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.  
  • Höfundur:  Nancy Marchant Útgefandi: Schoolhouse Press (2019)
    Mjúkspjalda | 228 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 680 g | Mál: 280 x 215 mm 

    Knitting Brioche Lace: Creating Eyelets in Brioche Knitting

    Gataprjón og blúnduprjón í klukkuprjóni! Klukkuprjónsdrottningin Nancy Marchant kennir okkur að taka klukkuprjónið lengra og nota það í alls kyns mynsturprjón. Hún tekur fyrir tvílitt klukkuprjón og mynstur sem hægt er að nota í sjöl, trefla og fleiri verkefni. Nancy útskýrir allt vel og vandlega og notar mynsturteikningar til að auðvelda prjónið. Fullkomin bók fyrir reynda prjónara sem vilja smá áskorun og læra eitthvað nýtt. Bókin inniheldur almenna umfjöllun um klukkuprjón og útskýringar á prjónatáknum og skammstöfunum. Það eru tvær aðferðir útskýrðar við að prjóna gataprjón í klukkuprjóni. Yfir 30 prjónamynstur og 9 prjónaverkefni eru í bókinni.
Go to Top