• Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Nálaþræðarar auka þægindi og spara tíma. Þessi þræðari er flatur og kemst inn í nálaraugu á nálum með stór auga eins og stoppunálar og jafanálar.
    • Útsaumsnálar með stóru auga.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 30 merki í 2 litum, 10 minni og 20 stærri. Prjónastærðir
    • 10 stk. lítil: 2 mm - 3,75 mm.
    • 20 stk. stór: 3,75 mm - 8 mm.
  • Prjónahaldari; gormur sem vefst þétt utan um sokkaprjónana eða jafnvel 2 prjóna. Lagar sig að mismunandi grófum prjónum. Auðvelt að teygja og gefur vel eftir en heldur samr vel við. Hægt að nota utan um fleira en prjóna. Fæst í tveimur stærðum.
  • Góðir títuprjónar með glerhaus í fjórum mismunandi litum sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 20 stk. í pakka.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 20 merki í 2 litum. Fyrir prjónastærðir
    • 10 stk. lítill: 8 mm - 10 mm.
    • 10 stk. stór: 12,75 mm - 19 mm.
  • Nálar með opnu auga. Hentar vel fyrir:
    • viðgerðir
    • lykkjuföll
    • frágang
    • þræða garn
    Koma 2 í pakka.
  • Nálahús með 3 jafanálum. Bogni oddurinn gerir það auðveldara að þræða nálina í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru nr. 15 (2 stk.) og nr. 17 (1 stk.). Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
    • Jafanálasett (# 339)
    • Jumbo jafanálasett (# 340)
    • Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)
     
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu. Einnig er hægt að fá 5 blöð í pakka.
  • Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Prjónasnúra úr mjúku efni. Snúran er með stuttum prjóni á öðrum endanum til að þræða í gegnum lykkjurnar sem á að geyma. Prjóninum er svo stungið inn í tappa á hinum endanum og hægt að draga snúruna í gegn eins langt og þarf. Öruggt og þægilegt. Styttri snúran er algjör snilld til að geyma lykkjur í handvegi eða hálsmáli og sú lengri fyrir lykkjur á bol, t.d. þegar peysa er prjónuð ofan frá og mátuð. Tvær lengdir fáanlegar
    • Stutt: 23-41 cm (#3161)
    • Löng:  61-91 cm (#3162)
  • CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • CLOVER bambusprjónar eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
  • Clover HEKLUNÁL Amour

    1.395kr.2.195kr.
    CLOVER Amour heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á krókhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er úr mjúku efni (elastomer) sem er þægilegt viðkomu og situr vel í hendi og þá er sama hvernig haldið er á heklunálinni. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar í hekli og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hvert númer af heklunál er í sérstökum lit. Fínustu heklunálarnar frá 0,60mm til 1,75mm eru með krók úr stáli og það fylgir hetta með til að verja krókinn. Hægt er að kaupa Amour heklunálar í stærðum 0,6mm til 15mm.
  • Hvíti merkipenninn er ætlaður til að merkja dökk eða svört efni. Merkingin hverfur þegar efnið er straujað eða þvegið.
  • Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
  • Þessi nál er sérstaklega hönnuð til að gera við prjónaðan og/eða ofinn fatnað þegar dregst til í honum. Tvær stærðir af nálum fylgja. Grófari nálin er góð fyrir lausar ofna/prjónaða voð. Fínni nálin er góð fyrir þéttara ofið/prjónaða voð. Hver nál er með kúlulaga oddi svo að þræðirnir í efninu klofni ekki. Nálarnar eru án auga og að hluta til með hrjúfa áferð. Notkun
    • Settu nálina í gegnum efnið þar sem dregið hefur til.
    • Dragðu nálina í gegnum efnið, þá festist þráðurinn sem stendur út á réttunni við nálina og dregst yfir á röngu.
  • Orkeringarskyttur (tatting shuttles). Skytturnar koma tvær í pakka í mismunandi litum.
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru minni. Innihald: 20 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Fatablýantar, 3 í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Koma í stað fatakrítar. Hægt að kaupa pakkningu með einum fatablýanti.  
  • Fljótleg leið til að búa til flotta dúska. 2 stk. í pakka. Þvermál: Um 35 mm & 45 m. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
Go to Top