-
Getur gagnlegt prjónahjálpartæki líka verið skartgripur? Já, nýi hringurinn úr 925 sterling silfri frá addi, sem fæst í þremur stærðum, sameinar hönnun og garnleiðara í einni vöru. Hringinn er ekki aðeins hægt að nota við tvíbanda prjón, heldur er einnig frábær garnleiðari í einlitu prjóni. Hægt er að breyta spennu garnsins eftir hvernig það er þrætt. Skartgripur framleiddur í Altena, Þýskalandi. Auðvelt að aðlaga að stærð. Hönnun eftir Sylvie Rasch. Stærðir: S = ummál 52mm M = ummál 54mm L = ummál 56mm
-
Þetta fylgihlutaveski er ómissandi fyrir alla prjónara og heklara. Hagnýt, lítil taska með aukahlutum sem passar örugglega í hvaða verkefnatösku sem er. Innihald: Textíltaska með þrýstihnappi og augnholu, málband (allt að 150 cm), gullin einhyrningsskæri (10 cm), 5 lykkjukrækjur (2 gull, 3 silfur), 1 frágangsnál.
-
ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Addi Sockwonder eru frábærir fyrir sokka, ermar, vettlinga og allt smávaxið prjónaverk. Með 70 mm lace odd og 45 mm venjulegum oddi verður mun auðveldara að prjóna fíngerðar og smágerðar flíkur.
-
addiClick Novel Lace Long hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace). Þá eru Novel prjónarnir frábrugðnir öðrum hringprjónum því prjónarnir eru hrjúfir viðkomu eða hamraðir. Þessir áferð veldur því að auðveldara er að ná gripi á þeim og lykkjurnar renna ekki eins vel. Það gagnast þeim sem halda lausar um prjónana og vilja prjóna fastar. Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 60cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 3 addiSOS snúrur (sjá nánar neðar), liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. addiClick Novel prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum (með sléttri áferð), bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
addiClick Novel Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjóninn sjálfur er stuttur. Þá eru Novel prjónarnir frábrugðnir öðrum hringprjónum því prjónarnir eru hrjúfir viðkomu eða hamraðir. Þessir áferð veldur því að auðveldara er að ná gripi á þeim og lykkjurnar renna ekki eins vel. Það gagnast þeim sem halda lausar um prjónana og vilja prjóna fastar. Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. addiClick Novel prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum (með sléttri áferð), bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
ADDI Click Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjónarnir sjálfir eru styttri svo hægt sé að nota til að mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 addi snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
ADDI Click Lace Long hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace). Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 60cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 3 addiSOS snúrur (sjá nánar neðar), liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
ADDI Novel hringprjónarnir eru með upphleypta, hamraða áferð sem er þægilegt að halda á og eykur líkur á því að prjónið verði þéttara. Mælt er sérstaklega með þessum prjónum fyrir þá sem halda laust um prjónana t.d. vegna gigtar. Það eru auknar líkur á því það prjónist jafnar með svona prjónum. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði.
-
Lykkjustopparar - fást í tveimur stærðum. Minni passar fyrir prjóna 1,5 mm til 5 mm og stærri fyrir 5,5 mm til 10 mm. Í raun er hægt að nota þann stærri fyrir alla grófleika prjóna. Það er gormur inn í sem heldur vel að prjónunum svo að lykkjurnar renni ekki fram af prjónunum. Ómissandi fyrir alla prjónara!
-
ADDI Click SOS snúrur, 3/pk; 60cm, 80cm og 100cm. ADDI SOS snúrur eru eins og aðrar snúrur, nema það er lítið gat beggja vegna þar sem samskeytin eru. Götin eru til að þræða fíngert garn eða þráð í gegnum og hnýta. Síðan er umferðin prjónuð eins og venjulega. Þráðurinn er losaður og hnýttur saman. Ef villa uppgötvast er snilld að geta sleppt lykkjunum af prjóninum, rakið upp og lykkjurnar sitja öruggar á þræðinum. Þetta þarf svo að endurtaka reglulega svo ekki þurfi að rekja mjög langt niður í hvert sinn, t.d. á 10-20 umferða fresti. Það er upplagt að nota þessa aðferð við alls konar gataprjón og klukkuprjón sem getur verið erfitt að rekja upp.
-
ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. 12mm prjónarnir eru með slöngur, ekki snúru.
-
ADDI Lace hringprjónanir með góða oddinum! Þeir eru úr málmi með löngum oddi sem hentar mjög vel fyrir gataprjón, en líka allt annað prjón. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Vanir prjónarar sem prjóna hratt finna vel muninn á að nota þessa prjóna því lykkjurnar renna svo vel á prjóninum og þá tefur þig ekkert! Það er ekki skrítið að þessir prjónar eru kallaðir Turbo í BNA. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds.