Höfundur: Jennie Batchelor & Alison Larkin
Ùtgefandi: Pavilion Books (2020)
Harðspjalda | 160 bls.
Þyngd: 720 g | Mál: 193 x 235 x 18 mm
Fimmtán falleg útsaumsverkefni frá tímum Jane Austen.
Jane Austen var eins hæfileikarík með nálina eins og pennann. Þessi einstaka bók eftir Jennie Batchelor og Alison Larkin sýnir nýlega uppgötvuð útsaumsmynstur frá 19. öld. Mynstrin eru útfærð á og endurgerð í 15 mismunandi útsaumsverkefni. Mynstrin endurspegla tíðarandann frá tímum Jane Austen, tilvitnanir í verk hennar eru notaðar.
Bókin er með skýringarmyndum af útsaumsaðferðum. Þá kemur umfjöllun um efni og aðferðir, útsaumsaðferðirnar útskýrðar vel.
Útsaumaðir fylgihlutir: Munnþurrkur, farsímahulstur, spjaldtölvuhlíf, skartgripapoki og sjal.
Útsaumur fyrir heimilið: Lok á tebox, verkefnapoki, púði, saumasett og borðdúkur.
Það er meira en líklegt að Jane Austen hafi sjálf notað þessi mynstur og nú getum við það líka þökk sé höfundunum.
Hér er hægt að sjá myndir úr bókinni: Jane Austen Embroidery