• 25 cm lengdareining = 675 kr. Metraverð 2.700 kr. TONAL DITZY  er bómullarefni frá Andover í Bretlandi. Efnin eru öll með fíngerðu mynstri og henta því einnig í bakgrunna. Litapallettan er klassísk og falleg og efnin passa vel saman hvert með öðru eða með öðrum efnum. Hver lengdareining er 25 cm x 110 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm. Athugið að það getur verið erfitt að sýna hárétta liti á tölvuskjá eða símaskjá.
  • Prjónamál, ílangt úr plasi. Mælir prjónafestu og er með stækkunargleri til að auðvelda talningu á lykkjum og/eða setja yfir línu í uppskrift.
  • Gylltu skærin frá ADDI eru aðeins 6,5 cm löng og eru því fyrirferðarlítil og frábær í prjónapokann.
  • ADDI teljarinn er digital. Ýtt er á einn takka til að telja og annan til að núllstilla. Hægt að festa um fingurinn eða utan um handfang eða hafa lausan. Það getur sparað mikinn tíma í prjóni að nota teljara til að telja lykkjur eða umferðir, úrtökur eða útaukningar.
  • Öryggisnælur - 34 mm - 16 stk./pk.
  • Sæbjörg er sokkar sem eru þægilegir í prjóni. Hællinn er hefðbundinn bandhæll, sem er líka þekktur undir nafninu Halldóruhæll. Hér er þó útgáfa þar sem hælstallurinn er með garðaprjónskanti sem minnkar líkur á að það myndist göt þegar hælstallslykkjurnar eru prjónaðar upp. Þá er bæði hælstallurinn og hæltungan með styrkingu eða prjónað með óprjónuðum og prjónuðum lykkjum á víxl til að gera hælinn þéttari og mýkri.
    Gægt er að hafa stroffið á sokkleggnum hærra og brjóta það tvöfalt, ykkar er valið. Þægindin við að stroffið nái niður að hæl er að þá er svo auðvelt að bregða sér í og úr sokkunum.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni, smellið á hana til að hlaða henni niður. Það er einnig hægt að smella á slóðina sem er að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • 13 mm smellur, silfurlitar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • 13 mm smellur, svartar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • 9 mm smellur, svartar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • 9 mm smellur, silfurlitaðar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • Saumnálar (stuttar með oddi) fyrir bútasaum. 12 stk./pk.
  • Bútasaumsnálar (langar með oddi) fyrir handsaum. 20 stk./pk.
  • Sjálflímandi fatabót sem hentar á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf.
  • ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egypskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni. Hvert kefli er 30m (á meðan það eru 8m á hefðbundinni dokku).
  • Afsláttur!

    Permin – SCARLET

    Original price was: 1.195kr..Current price is: 717kr..
    • Grófleiki: Léttband / DK
    • Innihald: 58% hör/lín, 16% bómull og 26% viskósi
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 3,5 mm
    • Prjónfesta: 22 lykkjur x 28 umf = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • 11 mm smellur, svartar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • Tvær grófar frágangsnálar úr plasti. Stór augu og því auðvelt að þræða með grófu garni. Nálarendinn er örlítið boginn sem auðveldar að stinga nálinni undir lykkjur.
  • Afsláttur!
    Symfonie heklunálarnar eru úr marglituðu birki með slétta og mjúka áferð svo garnið rennur vel á yfirborðinu. Oddurinn fremst á króknum er hæfilega beittur til að komast auðveldlega í gegnum lykkjurnar.
  • Hvít ávöl teygja fyrir allan almennan saumaskap. Teygjan er eins og snúra 1 mm í þvermál 10 m á spjaldi.
  • Svört ávöl teygja fyrir allan almennan saumaskap. Teygjan er eins og snúra 1 mm í þvermál 10 m á spjaldi.
  • addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • Fatablýantur, einn í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Hægt að kaupa pakkningu með þremur fatablýöntum.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • Iron-On Transfer Pencil er blýantur er notaður til að yfirfæra mynstur á efni með straujárni. Teiknið með blýantinum á bökunarpappír, leggið yfir efnið, strauið og mynstrið færist yfir á efnið eða aðra fleti sem á að merkja. Hægt að nota hvert mynstur 2-3 sinnum. Notkun: (1) Setjið bökunarpappír á mynstrið sem á að nota. (2) Dragið mynstrið í gegn með Iron-On Transfer blýantinum. (3) Setjið mynstrið ofan á efnið og strauið yfir og þannig yfirfærist mynstrið á efnið.
Go to Top