• Addilinos HRINGPRJÓNAR

    695kr.985kr.
    Hringprjónar hannaðir fyrir börn og þá sem eru að læra að prjóna.  Annar oddurinn er gylltur og hinn silfraður svo ekki þurfi að vísa í vinstri og hægri prjón. Snilld!
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með góðum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu gæða prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Short prjónaodda er hægt að nota með 40cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • ADDI Click SOS snúrur, 3/pk; 60cm, 80cm og 100cm. ADDI SOS snúrur eru eins og aðrar snúrur, nema það er lítið gat beggja vegna þar sem samskeytin eru. Götin eru til að þræða fíngert garn eða þráð í gegnum og hnýta. Síðan er umferðin prjónuð eins og venjulega. Þráðurinn er losaður og hnýttur saman. Ef villa uppgötvast er snilld að geta sleppt lykkjunum af prjóninum, rakið upp og lykkjurnar sitja öruggar á þræðinum. Þetta þarf svo að endurtaka reglulega svo ekki þurfi að rekja mjög langt niður í hvert sinn, t.d. á 10-20 umferða fresti. Það er upplagt að nota þessa aðferð við alls konar gataprjón og klukkuprjón sem getur verið erfitt að rekja upp.  
  • Aukareim í NATURAL hnotuvinduna frá Knit Pro.
  • Fyrirferðarlítið prjónamál úr plasti. Þægilegt til að hafa með í prjónatöskunni. Myndin sýnir US stærðir en á hinni hliðinni eru mm stærðir.  
  • Prjónamál, ílangt úr plasi. Mælir prjónafestu og er með stækkunargleri til að auðvelda talningu á lykkjum og/eða setja yfir línu í uppskrift.
  • Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið (nánast eins og hálfur krossaumur) sem notað er. Hönnuður: Magie Hollingworth Stærð: 43 cm x 43 cm Þéttleiki: 48 spor / 10 cm.
  • Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
  • Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
  • KNIT PRO Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.  
  • Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið (nánast eins og hálfur krossaumur) sem notað er. Hönnuður: Kaffe Fassett Stærð: 38 cm x 40 cm Þéttleiki: 40 spor / 10 cm.
  • Full Bloom útsaumspúði

    Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið sem notað er (líkist háfu krosssaumsspori). Hönnuður: Kaffe Fassett Stærð: 41 cm x 41 cm Þéttleiki: 40 spor / 10 cm.
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  100% extra fín merínóull
    • Lengd/þyngd:  120m/25g
    • Prjónar:  3,5-4,5 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 34 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
  • Afsláttur!

    Special Knits

    Original price was: 3.990kr..Current price is: 1.995kr..
    Höfundur:  Debbie Bliss Útgefandi: Anova Book Company (2006)
    Mjúkspjalda | 127 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 575 g | Mál: 250 x 250 mm
    Klassísk bók frá Debbie Bliss með 22 uppskriftum fyrir yngstu börnin. Ungbarnapeysur og ungbarnateppi.
Go to Top