• CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • Stika/spaði til að merkja línu eða brot í efni í bútasaumi, fatasaumi eð aöðrum saumaskap. Notkun:
    •  Mjórri endinn er til að merkja brotlínu í saumfar t.d. í ásaumi eða fatasaumi, ýta inn í horn til að ná þeim vel.
    • Hinn endinn er þynnri, sem auðveldar að búa til brot á falda í ásaumi og fatasaumi.
    Efni:
    •  Urea Resin
  • Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
  • Merkikrækjur í mismunandi litum fyrir prjónið og heklið. Það er líka hægt að nota merkin opin. Lögunin á merkinu kemur í veg fyrir að það teygist á prjónuðum lykkjum. Hentugt box til að geyma merkin. Innihald: 36 stk. í boxi
    • Lítil: 10 stk.
    • Miðstærð: 20 stk.
    • Stór: 6 stk.
  • Kaðlaprjónar hannaðir til að geyma lykkjur í boganum. Vegna lögunarinnar renna lykkjurnar ekki fram af prjóninum. Innihald: 3 kaðlaprjónar í mismunandi grófleikum.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • Með svona græju verður leikur einn að gera fallega dúska. 2 stk. í pakkningu. Þvermál dúska: Um 20 mm & 25 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Aldrei eins auðvelt að búa til fallega dúska. 1 stk í pakka. Þvermál dúsks: Um 115 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Fljótleg leið til að búa til flotta dúska. 2 stk. í pakka. Þvermál: Um 35 mm & 45 m. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Fatablýantur, einn í pakka, sem auðvelt er að ydda og gera fínar merkingar á efni. Auðvelt að hreinsa burt með vatni. Fyrir nákvæmar merkingar í fata- eða bútasaumi. Hægt að kaupa pakkningu með þremur fatablýöntum.
  • Garnleiðari er settur upp á vísifingur vinstri handar í tvíbanda- eða þríbandaprjóni. Þá haldast litirnir aðskildir svo auðveldara verður að láta ríkjandi og víkjandi liti vera á sínum stað. Fæst fyrir fínna garn og grófara garn. Ath. litir geta verið mismunandi.  
  • Áfylling á fatakrít í duftformi. Fást í 4 litum: Gul, hvít, bleik, blá og silfur. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Merkipenni á efni. Hentar í bútasaum, fatasaum og aðra handavinnu. Merkingin fer úr þegar efnið blotnar. Sjá nánar hér fyrir neðan. Tveir grófleikar í boði
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (fínn) - #515
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (grófur) - #516
  • Spjöld til að vefja garni utan um þegar myndprjón (intarsia) er prjónað. Það er þægilegra að vefja garni um spjöld í myndprjóni frekar en að hafa margar hnotur sem flækjast. Sex spjöld í pakka.
  • Prjónahaldari; gormur sem vefst þétt utan um sokkaprjónana eða jafnvel 2 prjóna. Lagar sig að mismunandi grófum prjónum. Auðvelt að teygja og gefur vel eftir en heldur samr vel við. Hægt að nota utan um fleira en prjóna. Fæst í tveimur stærðum.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 30 merki í 2 litum, 10 minni og 20 stærri. Prjónastærðir
    • 10 stk. lítil: 2 mm - 3,75 mm.
    • 20 stk. stór: 3,75 mm - 8 mm.
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru minni. Innihald: 20 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjunælur í pakka.
  • Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Einfaldur og góður teljari sem telur uppí 99. Ýtt er á takkann ofan frá og endurstillt þegar þarf á hliðinni.
  • CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
Go to Top