-
Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
-
Þetta námskeið hefur verið sett á bið. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með þegar það fer í gang aftur sendu okkur þá línu á [email protected]. 3 skipti – Þriðjudagar kl. 18-20 Prjón fyrir byrjendur - English below Námskeiðið er fyrir alla sem eru byrjendur eða hafa smá reynslu eða vilja rifja upp grundvallaratriði. Garn er innifalið þið getið valið um mismunandi tegundir og liti. Althea Wetter fer í gengum ferlið að prjóna ennisband og frágang á því. Ef vel gengur þá verður hún með annað verkefni ef þarf. Námskeiðið er fyrir íslensku-, þýsku- og enskumælandi og kennir á þeim tungumálum ef þarf. Farið verður í:
- Val á garni og prjónum
- Uppfitjun
- Slétt prjón
- Brugðið prjón
- Affelling
- Frágangur
- To choose yarn and needles
- To cast on
- To knit (continental style)
- To purl (continental style)
- To cast/bind off
- To weave in ends
-
HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA
Pakki með garni frá Einrúm (e-band) og uppskrift á ENSKU. Garnið dugar í stærðir XS, S og M í langerma en í til og með XL í stutterma peysu. Val um stutterma og síðerma útgáfu. Val um 3 litasamsetningar: Grunnlitur: Dökkgrátt. Mynsturlitir: dökkrautt og hvítt. Nóg garn fyrir stærðir upp í XL í langerma og 3XL í stutterma peysu. Grunnlitur: Ljósgrátt. Mynsturlitir: Blátt og dökkrautt. Nóg í M í langerma og L í stutterma. Grunnlitur:: Ljósbrúnt. Mynsturlitir: Gult og hvítt. Nóg garn fyrir stærðir upp í XL í langerma og 3XL í stutterma peysu. Allt mjög fallegar litasamsetningar, ekki við öðru að búast frá Einrúm. Frábær gjafahugmynd!