• Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjuhaldarar í pakka.
  • Handhægur teljari sem telur uppi 99. Hægt að hafa hann um hálsinn, festa við verkefnatösku eða hafa lausann. Hægt að læsa honum þannig að talningin breytist ekki óvart í töskunni.
  • Einfaldur og góður teljari sem telur uppí 99. Ýtt er á takkann ofan frá og endurstillt þegar þarf á hliðinni.
  • CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
  • ADDILINOS hringprjónar

    695kr.985kr.
    Hringprjónar hannaðir fyrir börn og þá sem eru að læra að prjóna. Svo ekki þurfi að vísa í vinstri og hægri prjón er annar oddurinn gylltur og hinn silfraður. Snilld!
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með góðum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu gæða prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Short prjónaodda er hægt að nota með 40cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með löngum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu góðu prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Long prjónaodda er hægt að nota með 60cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Addi Click SNÚRA

    750kr.850kr.
    ADDI Click snúrur er hægt að kaupa stakar í ýmsum lengdum. Athugið að lengdin sem gefin er upp er mæld þegar snúra og oddar eru festir saman og mynda hringprjón. Athugið jafnframt að 40cm og 50cm snúrur er aðeins hægt að nota með stuttum oddum. Addi snúrurnar eru liprar og þægilegar í prjóni.
  • ADDI jafanálar

    295kr.330kr.
    ADDI jafanálar (án odds); 6 stk. í pakka. Góðar sem frágangsnálar eða í krosssaum eða önnur úttalin spor. Lægra númer = grófari nálar.
  • Útsaumsnálar með beittum oddi og stóru auga, fáanlegar í ýmsum grófleikum. Hærra númer = fínni nál.
  • addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • Gylltu skærin frá ADDI eru aðeins 6,5 cm löng og eru því fyrirferðarlítil og frábær í prjónapokann.
  • Kaðlaprjónar fyrir gróft garn í grófleikum 7mm og 10mm.
  • Hefðbundnar lykkjunælur, 2 í pakka, til að geyma lykkjur í handvegi eða á öðrum stöðum.
  • T-pinnar eru sérstakir títuprjónar fyrir strekkingu. Þeir eru grófari, sterkari og svigna ekki. Ryðfríir og ómissandi þegar strekkja á sjöl eða annan textíl. 50 stk. í boxi.  
  • Aukareim í NATURAL hnotuvinduna frá Knit Pro.
  • Sterkar lykkjunælur úr áli. Þrjár stærðir í þremur litum.
  • Fyrirferðarlítið prjónamál úr plasti. Þægilegt til að hafa með í prjónatöskunni. Myndin sýnir US stærðir en á hinni hliðinni eru mm stærðir.  
  • Hringur sem er teljari. Telur upp í 99. Mismunandi stærðir í boði. Flestir hafa hringinn/teljarann á vísifingri eða þumli. Stærðir 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
  • Afsláttur!

    Addi HRINGPRJÓNAR

    537kr.2.095kr.
    ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. 12mm prjónarnir eru með slöngur, ekki snúru.
  • Stuttu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermar á ungbarnapeysur. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 20 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Löngu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 15 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjónn er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 15 cm langir.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.
Go to Top